Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 59

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1982, Side 59
ALÞJÓÐASAMTÖK UM FISKVEIÐIRÉTT STOFNUÐ Alþjóðleg ráðstefna um fiskveiðirétt var haldin í Mexico City dagana 20.-25. júlí 1981. Var til ráðstefnunnar boðað af rikisstjórn Mexíkó, en jafnframt átti háskóli Mexíkóborgar aðild að ráðstefnunni. I lok hennar voru stofnuð al- þjóðasamtök um fiskveiðirétt. Um 100 lögfræðingar og sérfræðingar á sviði fiskimála sóttu ráðstefnuna, en fulltrúar voru þar frá 23 löndum. Ráðstefnan var sett af rektor háskóla Mexíkóborgar Serrano Rivero, en jafnframt flutti Gunnar G. Schram prófessor þar erindi um helztu viðfangsefni á sviði hafréttar á næstu árum. Alls voru flutt um 40 erindi um fiskveiðirétt á ráðstefnunni og var þar sérstaklega fjallað um löggjöf hinna einstöku ríkja er þar áttu fulltrúa. Ræddi dr. Gunnar um íslenzka fiskveiðilöggjöf og þróun hennar síðustu árin. Ráðstefnunni var slitið á há- tíðarsamkomu í þjóðminjasafni Mexíkó þar sem forseti landsins, José López Portillo flutti ræðu um hlutverk hinna nýju alþjóðasamtaka um fiskveiðirétt og mikilvægi fiskveiða í hinum nýja hafrétti. Munu alþjóðasamtökin m.a. gangast fyrir ráðstefnuhaldi um þróun fiskveiðiréttar, útgáfu tímarits og fræði- rita um efnið og annarri upplýsingamiðlun. LÖGFRÆÐINGAÞING í KAIRÓ 11. þing samtakanna World Peace Through Law Center verður haldið í Kairó 25.-30. september 1983. Áformað var að halda þingið í Kína, en funda- höldum þar hefur verið frestað um sinn. Frá samtökunum, sem að þinginu standa, hefur verið sagt í TL, m.a. í þessu hefti. Formaður islandsdeildar samtakanna er Páll S. Pálsson hrl. og veitir hann upplýsingar um starfsemi þeirra, þ.á m. þinghaldið í Egyptalandi. 101

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.