Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Page 25
meira tillit til persónulegra hagsmuna höfundar heldur en gert er, þeg- ar um er að ræða eigendur líkamlegra hluta.3) Reglurnar um framsal höfundarréttar í III. kafla höfundalaga skiptast í tvo meginþætti. Annars vegar eru í 27.-31. gr. almenn ákvæði um yfirfærslu höfundarréttar með löggerningi inter vivos, vegna hjú- skapar, arfs eða lögsóknar skuldheimtumanna. Hins vegar eru í 32.-42. gr. reglur um sérstakar tégundir samninga, s.s. um opinberan listflutn- ing á verki, um útgáfusamninga og samninga um kvikmyndagerð. Hér verður eingöngu fjallað um hin almennu ákvæði í 27.-29. gr., en ekki um einstakar samningsgerðir skv. 32.-42. gr. höfl. Framsal á höfundarrétti getur yfirleitt aðeins tekið til hins fjárhags- lega réttar höfundarins, sbr. tilvísun 1. mgr. 27. gr. í 4. gr. höfl. Höf- undur má aðeins framselja sæmdarréttinn í einstökum tilvikum, sem eru skýrt tilgreind um tegund og efni, sbr. 3. mgr. 4. gr. höfl. Almennt framsal á sæmdarrétti er því ógilt. Höfundur getur framselt fjárhagslegan rétt sinn að nokkru leyti eða öllu, segir í 1. mgr. 27. gr. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir höfundinn. Rithöfundur getur t.d. framselt einum aðila rétt til útgáfu rits, en öðr- um rétt til að gera eftir því leikrit. Framsal getur verið staðbundið eða tímabundið, t.d. ef höfundur gefur leyfi til að sýna ákveðið leikrit í einhverjum bæ í ákveðinn tíma. Framsali getur ýmist fylgt einkaréttur til þeirra afnota, er felast í samningi aðila, eða svokallaður leyfisréttur (licence). Munurinn er að- allega sá, að ef höfundur veitir samningsaðila einkarétt, er höfundi 3) Alþt. 1971, A-deild, bls. 1295. Sólveig Ólafsdóttir lauk lagaprófi vorið 1982. Hún hlaut Frank Boas-styrk til framhaldsnáms f lögfræði við Harvard Law School veturinn 1982- 83. Lagði hún megináherslu á höfundarétt, samningatækni og sáttastörf og lauk Masters- prófi (LL.M.) vorið 1983. Sólveig hóf störf í menntamálaráðuneytinu haustið 1983, en frá 1. september 1984 hefur hún starfað sem fram- kvæmdastjóri Sambands fslenskra auglýsinga- stofa. Hún á sæti í höfundaréttarnefnd og er varaformaður fslensku UNESCO-nefndarinnar. Þá var Sólveig formaður Kvenréttindafélags ís- lands um 6 ára skeið, 1975-1981. Grein sú, er hér birtist, er byggð á erindi, sem flutt var á málþingi Lögfræðingafél. íslands 22. sept. 1984. 163

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.