Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Qupperneq 25
meira tillit til persónulegra hagsmuna höfundar heldur en gert er, þeg- ar um er að ræða eigendur líkamlegra hluta.3) Reglurnar um framsal höfundarréttar í III. kafla höfundalaga skiptast í tvo meginþætti. Annars vegar eru í 27.-31. gr. almenn ákvæði um yfirfærslu höfundarréttar með löggerningi inter vivos, vegna hjú- skapar, arfs eða lögsóknar skuldheimtumanna. Hins vegar eru í 32.-42. gr. reglur um sérstakar tégundir samninga, s.s. um opinberan listflutn- ing á verki, um útgáfusamninga og samninga um kvikmyndagerð. Hér verður eingöngu fjallað um hin almennu ákvæði í 27.-29. gr., en ekki um einstakar samningsgerðir skv. 32.-42. gr. höfl. Framsal á höfundarrétti getur yfirleitt aðeins tekið til hins fjárhags- lega réttar höfundarins, sbr. tilvísun 1. mgr. 27. gr. í 4. gr. höfl. Höf- undur má aðeins framselja sæmdarréttinn í einstökum tilvikum, sem eru skýrt tilgreind um tegund og efni, sbr. 3. mgr. 4. gr. höfl. Almennt framsal á sæmdarrétti er því ógilt. Höfundur getur framselt fjárhagslegan rétt sinn að nokkru leyti eða öllu, segir í 1. mgr. 27. gr. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir höfundinn. Rithöfundur getur t.d. framselt einum aðila rétt til útgáfu rits, en öðr- um rétt til að gera eftir því leikrit. Framsal getur verið staðbundið eða tímabundið, t.d. ef höfundur gefur leyfi til að sýna ákveðið leikrit í einhverjum bæ í ákveðinn tíma. Framsali getur ýmist fylgt einkaréttur til þeirra afnota, er felast í samningi aðila, eða svokallaður leyfisréttur (licence). Munurinn er að- allega sá, að ef höfundur veitir samningsaðila einkarétt, er höfundi 3) Alþt. 1971, A-deild, bls. 1295. Sólveig Ólafsdóttir lauk lagaprófi vorið 1982. Hún hlaut Frank Boas-styrk til framhaldsnáms f lögfræði við Harvard Law School veturinn 1982- 83. Lagði hún megináherslu á höfundarétt, samningatækni og sáttastörf og lauk Masters- prófi (LL.M.) vorið 1983. Sólveig hóf störf í menntamálaráðuneytinu haustið 1983, en frá 1. september 1984 hefur hún starfað sem fram- kvæmdastjóri Sambands fslenskra auglýsinga- stofa. Hún á sæti í höfundaréttarnefnd og er varaformaður fslensku UNESCO-nefndarinnar. Þá var Sólveig formaður Kvenréttindafélags ís- lands um 6 ára skeið, 1975-1981. Grein sú, er hér birtist, er byggð á erindi, sem flutt var á málþingi Lögfræðingafél. íslands 22. sept. 1984. 163
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.