Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 31

Hugur - 01.01.2000, Blaðsíða 31
HUGUR Lífsþjáningin, leiðindin og listin 29 sýningu himnanna. En hvaða tilgang á hann sér þá? Leopardi sér að- eins eitt: hamingjuna. Ef heimurinn er ekkert nema gangvirki án nokkurs æðri tilgangs er maðurinn auðvitað í nákvæmlega sama bás og dýrin-raunar eilítið óvistlegri, einsog komið verður að. Allt einsog dýrin sækist hann eftir vellíðan og leitast við að forðast sársauka, og í heimi sem nýlega hefur verið sviptur frumspekilegri merkingu sinni sér Leopardi engan annan tilgang en þann, að þessi viðleitni nái fram að ganga sem allra best. Leopardi er því það sem kallast á sérfræðimáli heimspekinnar „evdaímónískur"11 hugsuður, þ.e.a.s. hann miðar gildismat sitt út frá hamingjunni sem æðsta markmiði allra athafna mannsins. Munurinn á Leopardi og flestum öðrum „evdaímónískum“ hugs- uðum er hins vegar sá að hann gerir enga tilraun til að byggja upp eiginlega siðfrœði á grundvelli hamingjunnar. Ég á við að hann metur ekki gæði athafna út frá því hversu mikla hamingju þær hafa í för með sér fyrir aðra, einsog til dæmis bæði Aristóteles og John Stuart Mill gera, hvor með sínum hætti. I raun og veru er enga raunverulega siðfræði að finna hjá Leopardi. Þessi vanræksla siðfræðinnar er vísvitandi ákvörðun hans sjálfs, því hann telur hefðbundna siðfræði með öllu gagnslausa. Allt einsog Leopardi sjálfur, ganga siðfræðingar sem byggja á hamingjunni út frá því að maðurinn sé sjálfselsk vera. Þetta gera bæði Aristóteles og Mill. En þeir reyna báðir að láta sjálfsást mannsins leiða hann til athafna sem stuðla einnig að hagsmunum annarra, eða siðferðilegra athafna. Þetta segir Leopardi hins vegar vera afbökun á sjálfselskuhug- takinu. Þessir hugsuðir reyna að telja manni trú um að með því að stuðla að hamingju annarra sé maður samtímis að stuðla að sinni eig- in hamingju. Leopardi segist í sjálfu sér ekki hafa neitt á móti slíkri viðleitni, en hann segir framþróun skynseminnar á Vesturlöndum hafa náð svo háu stigi að nútímamaðurinn sjái orðið í gegnum slíkan grímudansleik. Okkur hefur loks skilist að siðferði krefjist þess að við breytum gegn hagsmunum okkar sjálfra, en þar sem við erum sjálfs- elskar verur og leitumst alltaf við að fullnægja eigin löngunum, er það með öllu ómögulegt í ljósi þessa skilnings á eðli siðferðis. Eina 11 „Evdaímónía" er gríska og merkir „farsæld" eða „hamingja." Grískir siðfræð- ingar til forna voru einatl „evdaímónískir" hugsuðir, þ.e. leituðust við að skil- greina hvað fælist í „hinu góða lífi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.