Morgunn


Morgunn - 01.07.1974, Side 89

Morgunn - 01.07.1974, Side 89
í STUTTU MÁLI 87 opnaðar með hægð og gengið inn í herbergið, beint að rúm- inu, og rúmfötunum svift ofan af mér, og eg tekin á loft, eins og annari hendi væri smeigt undir herðarnar en hinni undir knésbæturnar, og eg borin út úr herberginu. En þó ekki hærra en svo, að mér fannst eg strjúkast við gólfdúk- inn, eins og það væri lágvaxinn vera sem bar mig. Eg var borin út í ganginn og inn í knattborðsstofuna, og var þar farið með mig tvo hringi kringum knattborðið, afar hægt. Þaðan var eg borin inn í herbergi eldastúlkunnar, og svo inn í mitt eigið herbergi og lögð i rúmið aftur, eins og eg hafði áður legið, og síðan breitt vandlega ofan á mig aftur. Og um leið fannst mér eg finna andardrátt við kinnina, og heyra hvíslið í eyra mér þessum orðum: „Eg veit þið eruð hræddar, en þið þurfið þess ekki. Við gerum ykkur ekkert illt. Hér í þessu húsi hafa þrír menn verið myrtir yfir spilum.“ Að þessu mæltu fannst mér vera gengið út úr herberg- mu og hurðinni lokað, án þess þó að sjón mín eða heyrn yrðu þess varar. Á sama tíma og mér fannst hurðin lokast, sá eg skýrt að dimman fór að smáhverfa af glugganum, fyrst að ofan, og hélt hægt og líðandi niður gluggann unz hún hvarf neðst með öllu, en birtan frá götuljósinu skein inn i her- bergið. Um leið reis eg upp i rúminu og kveykti á rafljósinu og sá að klukkan sem stóð á borðinu við rúmið mitt var á mínútunni tólf. Þetta fyrirbæri hafði því staðið yfir í 15 mínútur. Nokkrum mínútum eftir þetta heyrði eg eldastúlkuna ganga upp í herbergi sitt, og litlu þar á eftir sofnaði eg og vaknaði ekki fyr en um morguninn. Þegar eg hafði dvalið þarna i tvær vikur án þess að verða nokkurs meira vör, var það eitt sinn að eg vaknaði við það, að nafn mitt var kallað og tekið um leið óþyrmilega i mig. Það var eldastúlkan sem yfir mér stóð, náföl og skjálfandi °g bað mig um að lofa sér að sofa hjá mér í herberginu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.