Morgunn


Morgunn - 01.12.1974, Side 8

Morgunn - 01.12.1974, Side 8
86 MORGUNN af rómversku menntaninni og sem í rauninni lágu fyrir utan endimörk hins menntaða heims, fyrir Jiað, hve óendanlega miklu meira þær áttu í eigu sinni af dyggðum og drengskap, hversu miklu hreinna og sælla líf þeirra var mitt í mennt- unarleysinu og „barbari“-inu heldur en hinna hámenntuðu Rómverja. Göfugustu sálir heiðindómsins á þeirri öld hölluðu sér að hinni svo kölluðu „stóisku" heimspeki, er löngu áður var upp risin á Grikklandi, og sem með miklu afli hélt fram dyggð og sjálfsafneitan sem æðsta endimarki mannlegs anda. Þeir sáu heiminn i hans voðalegu spilling; þeir vissu af mannfélaginu á leiðinni með að rotna sundur í andlegu tilliti. En persónulega lifanda guð gátu þeir ekki fundið með heimspeki sinni, og gátu þar af leiðanda ekki beint hinum líðandi og leitandi mannssálum þangað. Og svo er ekkert frið- land fyrir anda mannsins á hinni vondu tíð, þegar hið góða málefni sannleika og dyggðar sökum hinnar yfirgnæfandi spillingar verður að lúta hér í lægra haldi. Lífsskoðanin endar í heilberri svartsýni, sem aftur leiðir til þess, að þessir heztu menn þessarar ógæfusömu aldar grípa einatt til sjálfs- morðs svo sem hins síðasta óyndisúrræðis. Svo lengi sem endurlausnarhugmynd kristindómsins er óþekkt, liggur hin svartsýna lifsskoðun opin fyrir heimsins beztu mönnum. Kristindómurinn kemur með von og vissu endurlausnar- innar. Hann kemur með hina biksvörtu lýsing á hinu sið- ferðislega ástandi mannfélagsins, þegar gullöld heiðindóms- menningarinnar rómversku stóð sem hæst. Hann sýnir ofur- magn syndarinnar eins voðalegt eins og það var, voðalegra jafnvel en sjálf örvæntingin í huga djúpsæjustu anda heiðin- dómsins útmálaði það fyrir sér. En um leið og hann sýnir þessa svörtu mynd, sem knýr hverja sál til að varpa sér flatri í duftið út af allsherjar-dauðameini mannfélagsins, kem- ur hann með endurlausnar-evangelíið, þetta: „Yður er frelsari fæddur“. Og yfir jötunni i Betlehem, fjarri rómversku dýrð- inni og heimspekismenningunni, hljómar hinn himneski lof- söngur englanna: „Dýrð sé guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknan yfir mönnunum!“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.