Morgunn


Morgunn - 01.12.1974, Page 44

Morgunn - 01.12.1974, Page 44
ÆVAR R. KVARAN: HAFSTEINN BJÖRNSSON MIÐILL SEXTÍU ÁRA Á hvítasunnudag árið 1937 stóð lágvaxinn, grannleitur 22 ára gamall maður skelfdur í stofumh á Sólvallagötu 3 fyrir framan hið aldna og þjóðkunna skáld Einar H. Kvaran. Ungi maðurinn var fjósamaður hjá Geir bónda í Eskihlíð. Hann var kominn heim til Kvarans samkvæmt ósk hans og var nú farinn að sjá eftir því að hafa lagt í þetta stórræði, óframfær- inn og uppburðariaus. Þetta var Hafsteinn Björnsson. Þegar skáldið hafði boðið Hafsteini sæti, var allt í einú spurt: „Sjáið þér nokkuð hérna inni?“ Hafsteinn stóð á öndinni fyrst í stað, en svaraði svo lágt: „Já.“ „Hvað sjáið þér?“ spurði Einar. „Harald Nielsson,“ svaraði hann ungi skyggni maður. Þá horfði skáldið beint í augun á Hafsteini og sagði að honum fannst allhvasst: „Hvernig getið þér sannað það?“ Þá var unga manninum öllum lokið og hann kom ekki upp orði fyrir ótta sakir. En í því kom Gislína, kona skáldsins, til hjálpar og sagði: „Eigum við ekki að koma okkur fyrir og reyna fund, pabbi?“ En þannig ávarpaði hún jafnan mann sinn. Það var gert og með því hófst hinn frægi miðilsferill Hafsteins Bjömssonar. Einar H. Kvaran átti þá ekki nema ár eftir ólifað, en öll- tun tímanum sem eftir var, varði hann til þess að þjálfa þennan unga sálræna mann, því hér hafði hann fundið af- burðagáfur á þessu sviði. Síðan hefur Hafsteinn verið óspar á að geta þess, að eng- um manni eigi hann meira að þakka en Einari H. Kvaran. Fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir þvi, hversu erfið og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.