Morgunn


Morgunn - 01.12.1974, Page 73

Morgunn - 01.12.1974, Page 73
SONUR SÓLAR 151 Ameuhótep IV ríkti í 17 ár í Egyptalandi, en fyrstu fjögur árin hafði hann lítil raunveruleg völd, því móðir hans koir- ungsekkjan Tiy, var þá hinn raunverulegi stjórnandi. Hið sér- kennilega hugarfar sonar hennar hafði djúp áhrif á hana, og þóttist hún þar kenna öfl, sem fremur væru guðlegs eðlis en mannlegs. Ungi konungurinn var bráðþroska, og um átján ára var hann orðinn raunverulegur stjórnandi þjóðar sinnar. Þegar Amenhótep var tólf ára varð heilsuleysi hans almennt áhyggjuefni, ekki einungis fjölskyldu hans, heldur allri þjóð- inni. Konungsættin yrði aldauða, ef hann eignaðist ekki af- kvæmi. Eftir langa eftirgrennslan um drottningarefni varð egypizk stúlka, Nefertítí að nafni, af göfugu foreldri, fyrir val- inu. Hann var þá run tólf ára gamall, en brviðurin niu eða tíu ára. Og skömmu eftir brúðkaupið lézt faraóinn, Amenhótep III, nimlega fimmtugur, og arfleiddi að völdunum þennan þrettán ára veikbyggða ungling, sem þegar var farinn að sýna ríka tilhneigingu til að sjá sýnir og dreyma undarlega drauma. Um ástandið í ríkinu er það að segja, að sigrar Thútmósesar III og landvinningar og dugandi stjórn Amenhóteps III liöfðu fyllt musterin verðmætum i gulli, gimsteinum og öðrum dýr- gripum. Telja sagnfræðingar, að þessi auðæfi hafi haft spill- andi áhrif á prestastéttina, sem smátt og smátt hafi tekið að vanrækja heilagar skyldur sínar, spillast siðferðilega. En hér ber þess að gæta, að ekki var slíkt eingöngu prestunum að kenna, því faraó Egyptalands var í senn konungur og æðsti- prestur. En herskár konungur, sem fór ránshendi um önnur lönd, hefur sem æðstiprestur verið prestastéttinni lítil fyrir- mynd í góðum siðum. Það má segja að trúarbrögð Egypta hafi spillzt að ofan og niður úr. Þegar andlegir kostir bregðast lijá þjóðhöfðingjanum, hverfur andi dyggðar einnig úr muster- unum. En spyrja má, livort af svo miklu hafi verið að taka í þess- um fornu trúarbrögðum Egypta. Um það segir hinn stórmerki bandaríski dulspekingur og rithöfundur Manly Palmer Hall, að guðir hinn ýmsu rikishluta hafi verið tákn mikilvægra lífs-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.