Birtingur - 01.01.1962, Síða 65

Birtingur - 01.01.1962, Síða 65
Nú höfum við ekki tíma aflögu til að gæla við dauðann Allt er betra en að velta sér í feigðarhrolli Við getum til dæmis reynt að frelsa heiminn Víst er þessi vetur æði harður og lítið um óseld bros Samt megum við ekki gugna Fólk er mikilsvert og fólk er alveg lýgilega gott (Orðsendíng) Lófatak í salnum, mikill fögnuður meðal fólksins yfir að vera alveg lygilega gott, það rís það rís: tugthúslimir, urðamenn, hórur, fylliraftar, leiguliðar, fátæklingar rísa upp, ungbörn kasta frá sér trébyss um og lýðurinn pálmagreinum, allir reiðu- búnir að leggja strax af stað að frelsa heiminn. En hvað dvelur orminn langa? Haldiði ekki að agitatorinn snúi sér hæ- versklega undan og taki að velta sér í draugahrolli eins og hann hafi nægan tíma aflögu. Þetta með fólkið var víst bara missýn eða óskhyggja, það virðist enn ætla að láta stríðsvofuna taka sig í rúm- inu: Ég reis uppfrá moldum ég morðinginn skelfíngin dauðinn sax mitt var bitlaust og ryðgað en ég hef brýnt það á legsteinum Þeir vöktu mig upp þeir særðu og súngu galdur og nú er ég kominn og nóttin er komin og fólkið í húsinu sefur Fólkið í húsinu sefur (Draughenda) og efinn aftur setztur að sálinni, sér mann jafnvel ekki í friði á hábjörtum morgni: Nú morgnar og smiðir taka til starfa eftilvill reisa þeir hús nýtt og traust með ótal glugga fyrir ljósið Ég veit það ekki ég hrökk uppúr martröð við hamarshögg sem glymja þúng og tíð Og kannski eru þeir að krossfesta menn einsog vant er (Morgunn) I þessu dimma herbergi sitjum við öll og þegjum erum að bíða eftir því að okkur verði slátrað Leingi hafði stjarnan okkar skinið rauð og stór lýst okkur og gefið okkur draum um betri heim en laung er nóttin orðin og iángt er síðan stjarnan okkar rauða hvarf í sortann myrkur er yfir borginni og myrkur er yfir ánni og myrkur er yfir draumunum sem okkur dreymdi um betri heim Því er það ég bið ykkur að ég særi ykkur bræður vaknið bræður vöknum allir bræður og brjótum niður múrana í þessu dimma fángelsi því stjarnan okkar rauða er ennþá ekki fallin en mun brjótast útúr sortanum og lýsa okkur enn á ný . . . (Særíng) Ljóðið Særíng er ort á Spáni um ánauð spænsku þjóðarinnar, en á erindi við fleiri en Spánverja. Stöðu sinnar kynslóðar, þeirrar sem nú er að verða fullveðja, lýsir Ari í eftirfarandi ljóði: Birtingur 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.