Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 73

Birtingur - 01.01.1962, Qupperneq 73
við kallað hana, eins og Jónas frá Hriflu nefnir nútímamyndlist einu nafni. Ab- straction lyrique (abstraktsjón lýrikk) ljóðræn abstraktlist. L’art informel (lar informel), það er ekki beinlínis fonnleysi, en lausbeizlun formsins. Michel Tapie (misel tapí), einn af stóruspámönnum þeirrar stefnu kallar hana stundum L’art autre (lar ótr): annað en list, eitthvað handan listar, og mun nafngiftin runnin undan rifjum súrrealista, en kenning þeirra var sú, að listamaðurinn ætti að túlka hið dulvitaða, yfir- eða undirskil- vitlega: eins konar listrænt tungutal. Var slíkt kallað átómatismi. Frá súrreal- istum er meðal annars runninn áhugi manna á myndgerð geðsjúkra, veggja- krassi og minnisblaðakroti. Fjölbreytni í nafnavali vekur undir eins þá hugmynd, að hér sé ekki um að ræða samstæða listastefnu, enda þótt greina megi mörg sameiginleg einkenni. Eitt er þó unnendum nýlistarinnar, gagnrýnend- um og listamönnum sameiginlegt: algjör afneitun, jafnvel fyrirlitning á þeirri stefnu, sem réð hér húsum næst á undan, hinni geómetrisku abstraktsjón. Enn einu sinni virðist það ásannast, sem Baudelaire hélt fyrstur fram: að listin þróist í stöð- ugum gagnskipti-andstæðum, ný lista- stefna rísi sem andspyrna eða andsvar við þeirri, sem á undan fór. 1 þessu sambandi er vert að gefa því gaum, hvernig tímabil hverrar listhreyfingar styttist sí og æ, nálgast meira og meira tíðni tízkusveifl- unnar. Ef fram fer sem horfir, getur list- in orðið árstíðabundin eins og fatasnið, já meira en það: breytzt frá degi til dags eins og veðrið heima. En lítum andartak upp úr dægurþrasi og skyggnumst vítt of heima. Við sjáum þá að listræn túlkun, sköpun virðist sveifl- ast líkt og dingull milli tveggja skauta: þess huglæga og þess geðræna. Fyrrum voru þau kölluð klassík og rómantík. Slíkum tvenns konar afstöðum bregður jafnan fyrir á víxl í listasögunni: til dæmis var list hins frumstæða manns öll á vegum tilfinningalífsins, list renesans- listamannsins fyrst og fremst huglæg — kúpisminn huglægs eðlis, expressjónism- inn tilfinningalegs. Þannig sýnist mér einnig vera um fyrrnefndar tvær lista- stefnur, geómtríska og lýríska abstrakt- sjón: hin fyrri byggist á algjörlega hug- lægri afstöðu, en óstýrilæti geðsmunanna ríkir í hinni síðarnefndu. Segja má að geómetríska abstraktsjónin hafi þrengt að hinum tilfinningalega eðlisþætti lista- mannsins, saumað svo að frægum taug- um hans, að hann hafi brotizt undan oki hennar —- eða ef til vill varð hann grip- inn óþolinmæði, óhemjuskap. Kæmi ekki á óvart, þótt ofsakennd viðbrögð margra yllu nokkrum eftirþanka, þegar stundir líða. Tökum mið af nokkrum listamönnum, svokölluðum brautryðjendum: Fautrier, Dubuffet, Hartung, Wols, de Stael, Bissi- ere, Tobey, Pollock, Rothko og fleirum. Með því að athuga líf þeirra, verk þeirra, getum við betur gert okkur grein fyrir þeim hvörfum, sem hér hafa orðið í list- um seinustu ár og þá einnig í öðrum löndum hins siðmenntaða heims. Oftast á slík stefnubreyting sér langan aðdrag- anda, margra ára erfiði, þrotlausa vinnu í einveru og óþökk til þess að opna okkur Birtingur 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.