Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 9

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 9
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Runólfur Pálsson1 Sigurður Ólafsson2 Höfundar eru 'sérfræöingur í lyflækningum og nýrnasjúkdómum á lyflækningadeild Landspítala Hringbraut, 2sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum á lyflækningadeild Landspítala Fossvogi. Líffæraflutningar Miklvœgur þáttur í íslenskri heilbrigðisþjónustu ÞETTA HEFTI LÆKNABLAÐSINS ER AÐ MESTU LEYTI helgað líffæraflutningum. Á árlegu fræðsluþingi Læknafélags Islands í janúar síðastliðnum var haldið málþing um líffæraflulninga. Líffæraflutningar, sem eru vaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustunni, hafa hlotið fremur litla umfjöllun á síðum Læknablaðsins var því ákveðið að birta í blaðinu greinar sem byggja á erindum sem voru flutt á málþinginu (1-6). Til við- bótar var ákveðið að hafa umfjöllun um beinmergs- ígræðslur (7). Rúm 40 ár eru síðan tilraunir með flutning Iíffæra úr einum einstaklingi til annars fóru að skila árangri. Framan af voru það einkum nýraígræðslur sem heppnuðust vel en árangur af ígræðslu annarra líffæra var slakur og margir sjúklingar létust skömmu eftir aðgerð. Síðan hafa orðið stöðugar framfarir og líffæraflutningar eru nú viðurkennd meðferð við sjúkdómum á lokastigi í hjarta, lifur, lungum og nýrum og við sykursýki (8). Garnaígræðslur hafa verið á tilraunastigi en árangur þeirra hefur batnað mikið á undanförnum árum. Þá hafa beinmergs- flutningar áunnið sér sess við meðferð ýmissa blóðsjúkdóma. Beinmergsflutningar hafa nokkra sérstöðu í samanburði við aðra líffæraflutninga (solid-organ transplantation) bæði hvað varðar öflun vefja til ígræðslu og vandamál þegans. Það er einkum tvennt sem hefur gert líffæraígræðslur að raunhæfum möguleika við meðferð sjúkdóma. í fyrsta lagi eru það framfarir í ónæmisbælandi lyfjameðferð og þá sérstaklega tilkoma cýklósporíns um 1980. í öðru lagi hafa framfarir í skurðtækni, gjörgæslu og meðferð sýkinga bætt horfur líffæraþega. Höfuðvandamálin sem lúta að líffæraflutningum eru skortur á líffærum til ígræðslu og tap á græð- lingum vegna langvinnrar höfnunar. Framboð á líffærum hefur ekki haldist í hendur við hina sívaxandi eftirspurn og æ fleiri sjúklingar deyja á biðlistum eftir nýju líffæri. Þá eru alvarlegir fylgikvillar ónæmisbælandi meðferðar verulegt vandamál, einkum sýkingar og krabbamein. Vísinda- rannsóknir víða um heim beinast að því að leysa þessi vandamál og eru spennandi tímar framundan. Fjöl- mörg ný ónæmisbælandi lyf hafa litið dagsins ljós og standa nú yfir tilraunir með þau. Leitin að hinu fullkomna ónæmisbælandi lyfi heldur áfram en slíkt lyf kæmi í veg fyrir svörun ónæmiskerfisins við ígræddu líffæri án þess að hafa áhrif á svörun þess við öðrum ónæmisvökum, svo sem örverum og krabbameinsfrumum. Endanlegt markmið er að finna leiðir til að framkalla þol (tolerance) gagnvart ígræddum líffærum sem gerir ónæmisbælingu óþarfa (9). Til að mæta skorti á líffærum beinast rannsóknir að notkun líffæra úr öðrum dýrategundum til ígræðslu í menn og eru það einkum líffæri úr svínum sem virðast hentug. Kröftug ónæmissvörun gegn slíkum líffærum gera þessa leið í meðferð sjúklinga enn sem komið er ófæra (10). Fjölmargir Islendingar hafa á undanförnum árum gengist undir líffæraígræðslu. Sökum fámennis á ís- landi og skorts á sérhæfingu hafa þessar aðgerðir farið fram erlendis. Aðgerðirnar hafa verið fram- kvæmdar á stofnunum í nokkrum löndum en árið 1996 var gerður samningur um að öllum líffæra- ígræðslum fyrir Islendinga yrði sinnt á Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn. Undirbúningur fyrir ígræðslu ásamt eftirliti og meðferð þessara ein- staklinga að lokinni aðgerð hefur að mestu leyti verið í höndum íslenskra Iækna. íslendingar hafa aðgang að líffærum úr sameiginlegum líffærabanka á Norðurlöndum (Scandiatransplant) og frá setningu laga um skilgreiningu dauða árið 1991 hafa Islendingar jafnframt gefið Iíffæri í þennan banka. Þegar málefni líffæraflutninga hér á landi eru skoðuð blasa við nokkur vandamál. Sökum fámennis er um tiltölulega fáa sjúklinga að ræða nema ef til vill nýraþega og því getur verið erfitt að halda við sérhæfðri þekkingu í meðferð þeirra. Á vegum Heil- brigðisráðuneytisins er starfandi nefnd sem hefur eftirlit með framkvæmd samninga við erlendar stofn- anir. Hins vegar er engin vel skilgreind eining innan sjúkrahúsanna sem sinnir þessum sjúklingum heldur er meðferð í höndum einstakra lækna án skipu- lagðrar samvinnu. Þó hefur ríkt samvinna milli nýrnasérfræðinga á Landspítala, en nýru eru í miklum meirihluta ígræddra líffæra hér eins og annars staðar. Teymisvinna er nauðsynleg í meðferð líffæraþega enda koma að henni sérfræðingar í ýmsum greinum læknisfræðinnar ásamt öðrum fagaðilum. Góður árangur byggist meðal annars á öflugu samstarfi þessara aðila. Stofnuð hefur verið á Landspítala göngudeild líffæraþega en hún hefur ekki komist nægilega vel af stað meðal annars vegna aðstöðuleysis og skorts á skilgreiningu verksviðs en ekki síst vegna þess að enginn læknir hefur veitt henni forstöðu. Loks er það skoðun undirritaðra að samvinna og upplýsingaflæði milli ígræðslustofnunar og þeirra lækna sem annast sjúklingana á íslandi hafi ekki verið eins og best verður á kosið undanfarin ár. íslenski líffæraflutningahópurinn var stofnaður að frumkvæði nokkurra áhugamanna á síðasta ári. Þessi hópur er hugsaður sem sameiginlegur vettvangur þeirra fagaðila sem sinna líffæraþegum. Markmið Læknablaðið 2000/86 553
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.