Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2000, Síða 10

Læknablaðið - 15.09.2000, Síða 10
r FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN hans er einkum að efla samstarf þeirra sem annast líffæraþega, stuðla að símenntun og efla samstarf við sambærilega hópa erlendis. Ennfremur að bæta tengsl við þær stofnanir sem annast líffæraflutninga fyrir íslendinga. Endanlegt markmið er síðan að þessi starfsemi stuðli að bættri þjónustu við líffæra- þega. Ýmsar hugmyndir um úrbætur í málefnum líffæraflutninga hafa verið ræddar innan hópsins en ljóst er að aðgerða er þörf. Nauðsynlegt er að koma á teymisvinnu þeirra lækna sem sinna málefnum líffæraþega hér á landi. Skilgreina þarf starfsvið og verkaskiptingu og skapa viðunandi starfsumhverfi. Innan Landspítala - háskólasjúkrahúss þarf að stofna sérstaka einingu sem annast líffæraþega, þar á meðal mat á sjúkling- um með tilliti til ígræðslu og meðferð að lokinni aðgerð. Þá hefur verið til umræðu að flytja ígræðslur á nýrum frá lifandi gjöfum til íslands. Meirihluti nýrna kemur nú frá slíkum gjöfum og er unnt að skipuleggja þessar ígræðslur fram í tímann. Haldið er fram að of fáar ígræðslur séu framkvæmdar árlega til að búast megi við jafngóðum árangri og náðst hefur á stofnunum erlendis. Því er til að svara að mögulegt virðist að fá ígræðsluteymi undir stjórn íslensks læknis erlendis frá til að framkvæma aðgerðirnar hér heima. Búast má við umtalsverðum sparnaði verði þetta raunin. Nauðsynlegt er að marka stefnu í þessu efni hið fyrsta. Málefnum beinmergsígræðslu verður væntanlega sinnt áfram af blóðsjúkdómadeild. Ljúka þarf undirbúningi að stofnfrumuígræðslum hér á landi enda ætti að vera raunhæft að ná sambærilegum árangri og á stofnunum erlendis. Þegar erlendur samstarfsaðili er valinn á einungis að leita til ígræðslustofnana sem veita þjónustu af hæsta gæðaflokki. Framundan er endurnýjun samn- ings um líffæraflutninga við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Mikilvægt er að úrbætur í samskiptavandamálum verði tryggðar áður en ákvörðun um endurnýjun samningsins verður tekin Heimildir. 1. Pálsson R. Grundvallaratriði í meðferð líffæraþega. Læknablaðið 2000; 86:557-65. 2. Ásmundsson P. Aðgengi íslendinga að ígræðslulíffærum. Læknablaðið 2000; 86: 567-9. 3. Andrésdóttir MB, Pálsson R. Nýraígræðsla. Læknablaðið 2000; 86: 571-6. 4. Ólafsson S. Lifrarígræðsla. Læknablaðið 2000; 86: 579-82. 5. Sigfússon G. Hjartaígræðsla. Læknablaðið 2000; 86: 583-6. 6. Guðmundsson G. Lungnaígræðsla. Læknablaðið 2000; 86: 587- 90. 7. Reykdal SEÞ. Mergskipti. ígræðsla blóðmyndandi stofn- frumna. Læknablaðið 2000; 86: 593-9. 8. Gonwa TA. Transplantation. Am J Kidney Dis 2000; 35/Suppl. 1: S153-S159. 9. Dorling A, Riesbeck K, Warrens A, Lechler R. Clinical xenotransplantation of solid organs. Lancet 1997; 349: 867-71. 10. Lafferty KJ. A few steps along the path to adult transplantation tolerance. Transplant Proc 1999; 31(1-2A): 11S-13S. Lífeyrissjóð lœkna? „Lífeyrissjóður lœkna tryggir lífeyrisgreiðslur til œviloka...“ • Heildareignir sjóðsins voru 11,4 milljarðar króna í ársbyrjun 2000. • 10,4% nafnávöxtun á ári að jafnaði árin 1995-1999. • Ávöxtun umffam 3,5% eykur réttindi. • Góð makalífeyrisréttindi. • Örorkutrygging við starfsorkumissi. • Hagstæð lán til sjóðfélaga. • Sjóðfélagar fá reglulega send ítarleg yfirlit. • Daglegar upplýsingar um innborganir og áunnin stig á vefnum. ,,..og hjáALVÍB getur þú greitt viðbótariðgjald og valið þá ávöxtunarleið sem þér hentar. “ Stjóm Lífeyrissjóðs lækna mælir með því að læknar greiði viðbótariðgjöld í ALVÍB (séreignarsjóður í vörslu VIB), sé læknir ekki aðili að slíkum sjóði. Læknar eiga fúlltrúa í stjóm ALVÍB. Iðgjöld sjóðfélaga em færð á sérreikning þeirra auk vaxta og verðbóta á ári hverju. Verið velkomin! LIFEYRISSJOÐUR LÆKNA Kirkjusandur, 165 Reylgavík. Sími: 560 8970. Myndsendir: 560 8910. REKSTRARAÐILI: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. • Kirkjusandur, 155 Reykjavík. Sfmi: 560 8900. Myndsendir 560 8910. Netfang: vib@vib.is. Veffang: www.vib.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.