Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 14

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 14
r FRÆÐIGREINAR / LIFFÆRAFLUTNINGAR Direct Pathway Indiroct Pathway Activated cytotoxic T-ceil © -*.>*:< Alloantibodios , , Delayed-type hypersensitivity Figure 1. Pathways of Recognition of Allogeneic MHC Molecules and Mechanisms of Graft Rejection. Graft rejection is usually initiated by CD4 helper T cells (Tjj) that bind peptides in complexes with MHC class II molecules on antigen-presenting cells. In the direct pathway of recognition, an MHC molecule on a foreign (allogeneic) cell, such as an antigen- presenting cell (allogeneic APC), binds to the helper T cell. In the indirect patliway, the foreign MHC molecule is processed into peptides that are presented to the helper T cell by one of the body’s own antigen-presenting cells (self APC). In either case, activated CD4 helper T cells proliferate and secrete a variety of cytokines that serve as growth and activaton factors for CD8 cytotoxic T cells (Tq\, B cells, and macrophages, which cause destruction ofthe graft by direct lysis oftarget cells, antibody production, and delayed- type hypersensitivity mechanisms, respectively. From Sayegh and Turka (8) with permission. ©1998 Massachusetts Medical Society. All rights reserved. yfirleitt gerð krafa um að minnsta kosti tvö sjúkdómsfrí ár (4). Pá er mikilvægt að meta geðrænt ástand, notkun vímuefna og líkur á meðferðarheldni. Ennfremur þarf að huga að þáttum sem tengjast ígræðsluaðgerðinni, tO dæmis þvagvegum væntanlegs nýraþega og kransæðum og lungnablóðrás væntanlegs hjartaþega. Hjá væntanlegum nýra- og hjartaþegum þarf að kanna hvort mótefni gegn HLA-sameindum séu til staðar því þau takmarka val á líffærum. Tímasetning ígræðslu Tímaselning ígræðsluaðgerðarinnar er rnjög mikilvæg því ástand sjúklinga þegar til hennar kemur getur skipt sköpum varðandi árangur. Æskilegt er að framkvæma ígræðsluna þegar sjúklingurinn er nægilega hraustur til að þola aðgerðina en að sama skapi með svo langt genginn sjúkdóm að ólíklegt sé að hann lifi lengi án ígræðslu. Undantekning frá þessu eru sjúklingar með nýrnabilun á lokastigi þar sem einnig er völ á skilunarmeðferð. Hjá lífshættulega veikum sjúklingum er stundum beitt sérstakri hátæknimeðferð til að brúa stutt tímabil þar til unnt er að framkvæma ígræðslu. Dæmi um slíkt eru lífræn gervilifur (5) og vélræn blóðrásaraðstoð (6). Höfnun ósamgena (allogeneic) græðlinga Hvers vegna höfnuni við græðlingum?: Þegar líffæri er flutt á milli annarra einstaklinga en eineggja tvíbura er því umsvifalaust hafnað. Meginástæðan felst í genunt sem eru mjög breytileg rnilli einstaklinga en þau tjá sameindir sem valda því að við myndum kröftugt ónæmissvar gegn líffærum frá gjöfum sem eru líffræðilega frábrugðnir okkur. Pau mikilvægustu eru svokölluð vefjaflokkagen (major histocompatibility complex, MHC) sem liggja nálægt hvetju öðru á stutta armi litnings 6 og erfast saman, þannig að hver einstaklingur fær eina arfgerð (haplotype) frá hvoru foreldri. Prótínafurðir þessara gena eru svokallaðar vefjaflokkasameindir (HLA- sameindir, MHC-sameindir) sem skipt hefur verið í tvo flokka; í flokki I eru HLA-A, -B og -C sem finnast á öllum frumum og í flokki II eru HLA-DR, - DQ og -DP sem finnast einkum á B-eitilfrumum, gleypifrumum og sumum æðaþelsfrumum (7). Hlutverk þessara sameinda er að sýna T-eitilfrumum ónæmisvaka (antigen) og stjórna svörun við þeim. Miðpunktur ónæmissvörunar við græðlingum eru T-frumur sem þekkja framandi MHC-sameindir gjafans (7,8). Af því hlýst virkjun T-frumnanna sem hrindir af stað bólguviðbrögðum. T-frumur geta ýmist þekkt MHC-sameindir gjafa beint á frumum græðlingsins (direct allorecognition) eða þær geta þekkt MHC-peptíð frá græðlingnum sem eru bundin MHC-sameindum á sýnifrumum (antigen presenting cells) þega (indirect allorecognition) (mynd 1) (9). Ekki er fullkomnlega ljóst hver er hlutfallsleg þýðing beina og óbeina ferlisins en talið er að hið fyrmefnda kunni að gegna meginhlutverki í bráðri höfnun og hið síðarnefnda í langvinnri höfnun. T-frumur hafa ýmist á yfirborði sínu CD4 eða CD8 prótín sem gegna mikilvægu hlutverki við virkjun þeirra (10). Tvenns konar samverkandi boð eru nauðsynleg til að T-frumur nái að virkjast að fullu. Annars vegar er um að ræða boð sem miðlað er af viðtæki T-frumunnar og er háð ónæmisvakanum. Hins vegar er hjálparboð (costimulatory signal) sem er ekki sértækt fyrir ónæmisvaka en ef það skortir lamast T-frumurnar (9). CD4+ T-frumur gegna lykilhlutverki við að koma af stað höfnun en þær seyta ýmsum eitilfrumuboðefnum (lymphokines) sem verka á ýmsar frumur og stýra þátttöku þeirra í ónæmissvarinu. Interleukín-2 (IL-2) er lykilboðefni sem virkjaðar CD4+ T-frumur losa og örvar það fjölgun og sérhæfingu T- og B-frumna (11). CD8+ drápsfrumur ásamt öðrum frumum, mótefnum og komplementþáttum, valda sköddun græðlingsins. Ónæmisbælandi lyf grípa inn í höfnunarferlið á ýmsum stigum. 558 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.