Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 40

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 40
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR r cýklósporíns um 1980 vaknaði áhugi manna aftur á hjartaígræðslu og öðrum líffæraflutningum (3). ígræðsla á bavíanahjarta í nýbura með ólæknanlegan meðfæddan hjartagalla (vanþroska vinstri slegil) á árinu 1984 bar þessa aðgerð á forsíður dagblaða og á ný inn í vísindarit læknisfræðinnar (4). Frá þessum tíma hefur fjöldi hjartaflutninga í heiminum aukist mikið og náði fjöldi þeirra hámarki um 1990 með um 4500 aðgerðum á ári (mynd 1). Síðan hefur aðgerðum fækkað, einkum vegna skorts á líffærum, en árlega eru nú framkvæmdar um 4000 slíkar aðgerðir í Evrópu og Bandaríkjunum (5). Ábendingar fyrir hjartaígræðslu Val á sjúklingum fyrir hjartaígræðslu er einn erfiðasti og mest krefjandi hluti þessarar aðgerðar, sérlega ef haft er í huga að aðgerðin er ekki varanleg lækning. Á það ekki síður við í börnum og ungu fólki sem gera má ráð fyrir að eigi sér annars langt líf fyrir höndum. Almennt þarf viðkomandi að hafa hjartasjúkdóm á lokastigi og þannig vart hugað líf lengur en 6-12 mánuði. Önnur hefðbundin læknismeðferð þarf að vera fullreynd og ekki mega vera neinar frábendingar fyrir aðgerðinni. Helstu ábendingar fyrir hjartaígræðslu í börnum eru hjartagallar og hjartavöðvasjúkdómar (tafla I). Hjá yngri börnurn eru hjartagallar algengasta ástæðan fyrir hjartaígræðslu, en hjá eldri börnum og unglingum eru hjartavöðva- sjúkdómar algengari ábending (1,5). Þeir hjarta- gallar sem leitt hafa til ígræðslu eru fyrst og fremst vanþroska vinstri slegill í nýburum, en hjá eldri börnum eru það hjartagallar sem reynt hefur verið að gera við en ekki gengið sem skyldi. Þeir hjartavöðvasjúkdómar í börnum sem eru ábend- ingar fyrir ígræðslu eru bæði bráð hjartavöðva- bólga, en einnig aðrir hjartavöðvasjúkdómar, ýmist sem hluti af meðfæddum efnaskipta- sjúkdómi eða hjartavöðvaslen (cardiomyopathy) (1) af óþekktum orsökum. Helstu ábendingar fyrir hjartaígræðslu í fullorðna eru hjartavöðvasjúkdómar og kransæða- sjúkdómar eða afleiðingar þeirra, en í mun færri tilfellum meðfæddir hjartasjúkdómar eða lokusjúkdómar (tafla 11) (5). Þeir hjartavöðva- sjúkdómar sem leiða til ígræðslu í fullorðnu fólki eru hinir sörnu og hjá unglingum, það er hjartavöðvasjúkdómur sem hluti af efnaskipta- sjúkdómi eða hjartavöðvaslen af óþekktum orsökum. Um helmingur af hjartaígræðslum í fullorðnu fólki er vegna blóðþurrðarsjúkdóma sem ekki er hægt að meðhöndla á annan hátt í hjartaþræðingu eða með skurðaðgerð. Table 1. Indications for cardiac chitdren 0-10years ofage (5). transpiantation in Indication % Congenital heart disease 52.5 Cardiomyopathy 34.5 Re-transplantation 5.8 Miscellaneous 7.2 Table II. Indications for cardiac transplantation in aduits (5). Indication % Cardiomyopathy 45.6 Coronary artery disease 45.6 Valvular heart disease 3.4 Re-transplantation 2.2 Congenital heart disease 1.6 Miscellaneous 1.6 Frábendingar fyrir hjartaígræðslu Frábendingar fyrir hjartaígræðslu geta verið algerar til dæmis ef um óafturkræfa lifrar-, nýrna-, eða öndunarbilun er að ræða. Þá er lungnaháþrýstingur frábending fyrir hjartaígræðslu en slíkir einstaklingar geta gengist undir lungna- eða hjarta- og lungna- ígræðslu. Utlægur æðasjúkdómur eða heilaæðasjúk- dómur eru frábendingar en einnig geta önnur veikindi, svo sem sýkingar eða illkynja sjúkdómar verið frábending í vissum tilfellum. Geðsjúkdómar, taugasjúkdómar og slæm meðferðarheldni geta verið frábending fyrir hjartaígræðslu. Aldur er umdeild og afstæð frábending. Undirbúningur fyrir aðgerð Mat hjartalæknisins snýr að því að staðfesta fyrri greiningu, meta almennar horfur sjúklingsins og huga að öðrum meðferðarmöguleikum. Nær allir gangast undir hjartaþræðingu til greiningar á æða- tengingu hjartans, til að ákvarða stærð lungna- slagæða og ákvarða sérstaklega þrýsting og viðnám í lungnablóðrás. Hækkað viðnám í lungnablóðrás eykur áhættu í aðgerðinni og getur verið frábending. Mikilvægt er að meta samdráttarhæfni hjartavöðvans og hjartaútfall en niðurstöður þess geta verið hjálplegar upplýsingar við tímasetningu aðgerðar- innar. Hjarta líffæragjafans er skoðað með hjarta- ómun fyrir líffæraflutninginn og góð virkni líf- færisins án aðstoðar samdráttarhvetjandi lyfja er venjulega skilyrði fyrir líffæragjöf. Aðrir þættir sem þarf að huga að eru blóðflokkun og stærð líffærisins. Hjartaígræðslan Hjartaígræðslan sjálf er almennt talin frekar auðveld hjartaskurðaðgerð og er hægt að framkvæma við nær öllum gerðum meðfæddra hjartagalla þar sem stað- 584 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.