Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 45
FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR Gunnar Guðmundsson Frá lyflækningadeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. Netfang: ggudmund@rsp.is Lvkilorð: langnaígrœðslur, yfirlit. Lungnaígræðsla Ágrip Lungnaígræðsla er valkostur við meðferð langt gengnum lungnasjúkdómum, öðrum en krabba- meinum, þar sem lífslíkur eru mjög skertar og lífsgæði léleg, þrátt fyrir bestu lyfjameðferð. Pær takmarkast mest af skorti á líffæragjöfum og langtíma fylgikvillum. Þeim er beitt við ýmsum gerðum af lungnasjúkdómum, svo sem lungna- æðasjúkdómum, bandvefsmyndandi sjúkdómum, langvinnum lungnateppusjúkdómum og sjúkdómum sem valda þrálátum sýkingum eins og slímseigjusjúkdómi (cystic fibrosis). Hægt er að græða í bæði hjarta og lungu, annað lunga eða bæði lungu eftir sjúkdómsgerð. Sagt er frá ábendingum, frábendingum, skurðtækni, ónæmisbælandi lyfjum, fylgikvillum og árangri. Lifun er ekki eins góð og í öðrum líffæraígræðslum og stafar það af því hve lungun eru viðkvæm. Lungnapróf og heilsutengd lífsgæði batna þó mikið við lungnaígræðslu og sjúk- lingar losna við súrefnisgjöf Stíflumyndandi berkjungabólga er algengasti fylgikvillinn og takmarkar langmest árangur af lungnaígræðslum. Nokkrir íslendingar hafa gengist undir lungna- ígræðslur, flestir í Gautaborg. Framtíð lungna- ígræðslu snýst um að draga úr tíðni stíflumyndandi berkjungabólgu og að afla fleiri líffæragjafa. Inngangur Lungnaígræðslur hófust í kringum 1960, en gengu afar illa til að byrja með. Var því lítið gert af þeim framundir 1980 þegar öflugri ónæmisbælandi lyf komu til sögunnar. Hefur árangur farið batnandi upp frá því og lungnaígræðslur hafa náð að festa sig í sessi sem valmeðferð við ýmsum lungnakvillum. Hjá sjúklingum með mikla skerðingu á starfsgetu og takmarkaðar lífslíkur vegna lungnasjúkdóma getur lungnaígræðsla aukið bæði lífslfkur og lífsgæði. Því miður eru fylgikvillar algengir og setja hömlur á langtímavirkni ígrædda líffærisins og á lifun sjúklingsins. í Evrópu og Norður-Ameríku jókst fjöldi aðgerða ár frá ári eftir 1980 en hefur staðið í stað á undanförnum árum vegna takmarkaðs framboðs líffæra. Vegna þessa hefur fjöldi sjúklinga sem bíða eftir lungum margfaldast. Biðtími eftir líffærum hefur lengst og er nú gjarna 18-24 mánuðir. Þetta hefur orðið til þess að allt að fjórðungur sjúklinga deyr á meðan þeir bíða eftir nýju líffæri (1). Ábendingar fyrir lungnaígræðslu Ábending fyrir lungnaígræðslu er sérhver meiri- háttar lungnasjúkdómur annar en krabbamein, sem veldur minnkaðri starfsgetu einstaklingsins og dauða ENGLISH SUMMARY Guðmundsson G Lung transplantation Læknablaðið 2000; 86: 587-90 Lung transplantation is an option in the treatment of end stage lung diseases, excluding lung cancer, that lead to short life expectancy and poor quality of life. Now they are mostly limited by shortage of donor organs and longterm complications. They are used for various lung diseases such as pulmonary vascular diseases, fibrosing diseases, chronic obstructive pulmonary diseases and diseases that cause chronic infections. Depending on the indication it is possible to perform heart and lung transplantation, single lung or double lung transplantation.lndications, contraindications, surgical methods, immunosuppression, complications and outcomes will be discussed. Survival is not as good as for other solid organ transplantation. Measurement of pulmonary function and quality of life improve with lung transplantation. Bronchiolitis obliterans is the most common complication and is the most limiting factor. A few lcelanders have undergone lung transplantation, most of them in Gothenburg, Sweden. The future of lung transplantation depends on limiting the incidence of bronchiolitis obliterans and finding more organ donors. Key words: lung transplantation, review. Correspondence: Gunnar Guðmundsson E-mail: ggudmud@rsp.is innan fárra ára þrátt fyrir bestu mögulegu lyfja og skurðmeðferð (2). Sjúklingarnir eru því oftast í New York Heart Association (NYHA) flokki III eða IV þannig að þeir eru komnir með einkenni við minnstu hreyfingu eða í hvíld. í töflu I eru sýndir helstu sjúkdómaflokkar þar sem lungnaígræðsla getur komið til greina sent meðferðarkoslur (1,2). Meðal sjúkdóma sem hér er átt við má nefna lungna- æðasjúkdóma eins og lungnaháþrýsting af óþekktri orsök, lungnaháþrýsting af þekktri orsök eða heilkenni Eisenmengers (tafla I). Þá má einnig nefna bandvefsmyndandi lungnasjúkdóma eins og band- vefsmyndun í lunga af óþekktri orsök, sarklíki (sarcoidosis), giktsjúkdóma og lyfja- eða eitur- orsakaða bandvefssjúkdóma. Þá geta sjúkdómar sem valda þrálátum lungnasýkingum eins og slímseigju- sjúkdómur (cystic fibrosis) eða berkjuskúlk (bronchiectasis) gefið tilefni til lungnaígræðslu. Langvinnir lungnateppusjúkdómar eins og lungna- þemba er algengasti sjúkdómaflokkurinn, þar sem lungnaígræðsla er íhuguð og eru allt að 45% Læknablaðið 2000/86 587
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.