Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 54

Læknablaðið - 15.09.2000, Qupperneq 54
r FRÆÐIGREINAR / LÍFFÆRAFLUTNINGAR Ónæmisröskun Grundvallarmunur er milli mergskipta og ígræðslu flestra annarra líffæra. Ólíkt mergnum innihalda ígrædd líffæri takmarkaðan fjölda frumna með ónæmisvirkni og ævilöng ónæmisbælandi lyfjameð- ferð er nauðsynleg til að hindra höfnun ígrædds líffæris. Sú undirbúningsmeðferð sem beitt er við mergskipti gegnir tvöföldu hlutverki, annars vegar að uppræta sjúkan vef og hins vegar að eyða ónæmis- kerfi mergþegans sem síðan er byggt upp á nýjan leik með græðlingnum. Málið snýst ekki aðeins um að hindra höfnun græðlingsins, heldur einnig um að koma í veg fyrir líffæraskemmdir vegna áhrifa eitilfrumna í græðlingnum, viðbrögð græðlings gegn mergþega eða ónæmisröskun. Ónæmisröskun, sem var fyrst lýst hjá mönnum 1963, er ennþá ein helsta orsök alvarlegra veikinda og dauðsfalla við mergskipti (12). Skilmerki Billinghams fyrir ónæmisröskun frá 1966 eru enn í fullu gildi: 1. Græðlingurinn verður að innihalda frumur með ónæmisvirkni (eitilfrumur). 2. Mergþeginn verður að tjá vefjaflokkasameindir sem gjafann skortir og þessi framandleiki leiðir til örvunar ónæmiskerfisins. 3. Mergþeginn er ekki fær um að byggja upp virka ónæmissvörun sem leiðir til eyðingar græðlingsins (13). Flestar kyrndar frumur, ásamt blóðflögum tjá vefjaflokkasameindir af flokki I á yfirborði sínu en mun færri frumur tjá sameindir af flokki II, einkum B-eitilfrumur, stoðfrumur (dendritic cells) og sumar æðaþelsfrumur (14). Tjáningu vefjaflokkasameinda af báðum flokkum er síðan unnt að auka fyrir áhrif ýmissa frumuboðefna. Upphaflega var talið að með fullu vefjaflokka- samræmi milli gjafa og þega væri hægt að koma í veg fyrir ónæmisröskun. Þrátt fyrir hátækniaðferðir til vefjaflokkunar, hefur sýnt sig að í 30-50% tilvika þegar um fullkomið vefjaflokkasamræmi (flokkur I og II) er að ræða, koma upp einkenni ónæmis- röskunar, ef T-eitilfrumur eru í græðlingi (15). Þessi staðreynd er óbein sönnun fyrir tilvist annarra mótefnavaka, svokallaðra minni vefjaflokkamót- efnavaka (minor histocompatibility antigens), sem einnig geta komið af stað ónæmisröskun. Genin sem bera upplýsingar um ofangreinda mótefnavaka eru utan vefjaflokkasvæðisins á litningi 6 en aðeins fáurn slíkum mótefnavökum hefur verið lýst nákvæmlega (16). í fyrstu var talið að ónæmisröskun orsakaðist eingöngu af íferð T-eitilfrumna græðlingsins í líffæri mergþegans en á síðustu árum hefur komið í ljós að ferlið er mun flóknara. Um er að ræða keðjuverkandi bólguferli sem gjarna er skipt í þrjú stig: 1. Vefja- skemmdir sökum geisla- og lyfjameðferðar leiða til aukinnar framleiðslu frumuboðefna til dæmis interleukin-1 (IL-1) og tumor necrosis factor-a (TNF-a) sem aftur örva T-eitilfrumur í græðlingnum. Boðefnalosunin veldur líka aukinni tjáningu viðloðunar- og vefjaflokkasameinda. 2. Virkjun T- eitilfrumna frá gjafa sem þekkja framandi vefja- flokkasameindir þegans og framleiða fjölmörg frumuboðefni, interleukin-2 (IL-2) og interferon-y (IFN-y) (gerð 1) ásamt IL-10 og IL-4 (gerð 2). 3. Fjölgun T-eitilfrumna ásamt átfrumum, NK-frumum og neutrófílum valda vefjaskaða. Bæði er um bein frumudrepandi áhrif að ræða (frumudrepandi T- eitilfrumur) og óbein áhrif gegnum losun ofangreindra bólgumiðla (17). Ónæmisröskun er skipt í bráðan sjúkdóm sem kemur fram á fyrstu 100 dögunum eftir mergskipti og langvinnan sjúkdóm að þeim tíma liðnum. Lang- vinna formið getur ýmist komið í kjölfar bráðrar ónæmisröskunar eða án undanfarandi sjúkdóms. Bráð ónæmisröskun lýsir sér fyrst og fremst með húðútbrotum og einkennum frá meltingarvegi (niðurgangur, kviðverkir) og lifur (brenglun á lifrarstarfsemi, bílírúbínhækkun). Bráða forminu er skipt í stig I-IV eftir fjölda líffæra sem ónæmisröskun nær til og alvarleika einkenna, stig I ef eingöngu koma fram einkenni frá húð og stig II-IV ef einkenni koma frá fleiri líffærakerfum. Einkenni langvinnrar ónæmisröskunar svipar til ýmissa sjálfsónæmis- sjúkdóma, svo sem rauðra úlfa og iktsýki. Helstu einkennin eru liðverkir, brenglun á lifrarprófum, slímhúðarþurrkur, bólga í húð og slímhúðum og breytingar líkar herslishúð. Tíðni bráðrar ónæmisröskunar er háð fjölmörgum þáttum þega og gjafa. Tegund vefjaflokkasamræmis er stærsti þátturinn; aðrir eru aldur, kynjamisræmi og fjöldi barneigna kvenkyns gjafa. Þegar gjafi og þegi eru með sömu vefjaflokkaarfgerð er áhætta bráðrar ónæmisröskunar (stig III-IV) 15%, miðað við fyrir- byggjandi meðferð með metótrexati og cýklósporíni. Ef misræmi er í einum vefjaflokkamótefnavaka milli systkina er áhætta bráðrar ónæmisröskunar (stig III- IV) 35% en ef gjafinn er óskyldur er áhættan komin upp í 50%. (16) Helstu áhættuþættir fyrir langvinna ónæmisröskun eru hár aldur þega við mergskipti, undanfarandi bráð ónæmisröskun, kynjamisræmi milli gjafa og þega en einnig virðast sjúklingar með langvinnt mergfrumuhvítblæði fá sjúkdóminn í auknum mæli (18). Háskammtasterar eru enn grundvöllur meðferðar og árangur hjá þeim einstaklingum sem ekki svara sterameðferð hefur verið lítill. Fyrirbyggjandi meðferð ónæmisröskunar hefur í raun verið árangursríkasta meðferðin. Dánartíðni sjúklinga með illkynja blóðsjúkdóma sem fá bráða ónæmis- röskun á stigi I-II hefur verið urn 20% fyrstu sex mánuðina, 60% við stig III en stig IV er í flestum tilvikum banvænt (16). Fyrirbyggjandi meðferð er gefin með ónæmisbælandi lyfjum eða með hreinsun græðlingsins af T-eitilfrumum. Ýmsum lyfjasam- setningum hefur verið beitt, oftast er um að ræða cýklósporín og metótrexat með eða án stera. 596 Læknablaðið 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.