Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 56

Læknablaðið - 15.09.2000, Side 56
r FRÆÐIGREINAR / LlFFÆRAFLUTNINGAR LFS in AML Years Figure 3 Leukemia free survival (LFSj after allograft for adults with acute myelogen leukemia (AML) infirst complete remission (CRl) from HLA- identical sibling donor. Europen Bone Marrow Transplant Organization 1999. Reproduced with permission from the EBMT. Figure 4 Leukemia free survival (LFS) after allograft for children with acute lymphoblastic leukemia (ALL) in second complete remission (CR2) from HLA-identical sibling donor. Europen Bone Marrow Transplant Organization 1999. Reproduced with permission from the EBMT. og ský á augastein (10). Af öðrum langtíma- fylgikvillum má nefna krabbamein, en áhættan á að greinast með krabbameinsæxli er áttfalt aukin meira en 10 árum eftir mergskipti (24). Lifun Lifun sjúklinga eftir mergskipti er háð fjölmörgum þáttum en tveir mikilvægustu þættirnir eru ástand sjúkdóms við ígræðslu og aldur sjúklings. Langt gengnum sjúkdómi fylgir hærri dánartíðni vegna bráðra fylgikvilla ígræðslumeðferðar og aukinnar hættu á endurkomu sjúkdóms. Tíu ára lifun getur verið frá 90% hjá börnum sem fara snemma í mergskipti niður í nánast 0% hjá fullorðnum einstaklingum með lokastigssjúkdóm (25). Myndir 3 og 4 sýna árangur meðferðar hjá hvítblæðissjúk- lingum á skrá hjá evrópsku ígræðslusamtökunum, en skráin nær yfir tímabilið 1987-1998. Fimm ára sjúkdómsfrí lifun (leukemia free survival) hjá sjúklingum með bráða mergfrumuhvítblæði var 56% og 52% hjá sjúklingum með bráða eitilfrumu- hvítblæði. (4) I nýlegri rannsókn frá Seattle í Bandaríkjunum var fimm ára heildarlifun 75% hjá sjúklingum með langvinnt mergfrumuhvítblæði en allir voru undir 50 ára aldri og höfðu fengið merg frá óskyldum gjafa (26). Mergskipti íslenskra sjúklinga Alls hafa 40 íslendingar farið í mergskipti frá upphafi 1981 til ársloka 1999 en öll mergskipti hafa farið fram erlendis. Síðustu fimm ár hafa að meðaltali fjórir ein- staklingar farið í mergskipti árlega. I 80% tilvika var gjafinn systkini sjúklings en 20% voru frá óskyldum gjafa. Ábendingar voru eftirfarandi: 40% einstak- linga voru með bráða mergfrumuhvítblæði, 30% með bráða eitilfrumuhvítblæði, 22,5% með langvinnt mergfrumuhvítblæði, 5% með mergrangvaxtar- heilkenni og 2,5% með Wiscott Aldrich heilkenni. Fimm ára heildarlifun alls hópsins var 46% en heildarlifun hafði batnað á seinni hluta rannsóknar- tímans. Hjá sjúklingum með bráða mergfrumu- hvítblæði var fimm ára heildarlifun 44% og fyrir langvinnt mergfrumuhvítblæði 56% (27). Á þeim 50 árum sem liðið hafa frá upphafi stofnfrumuflutninga hafa framfarir verið stórstígar og mikil aukning orðið á fjölda bæði mergskipta og eigin stofnfrumuígræðslna. I framtíðinni er líklegt að enn frumstæðari stofnfrumum, svokölluðum kím- stofnfrumum (mesenchymal stem cells), verði beitt til að flýta blóðmyndun eftir ígræðslu og mögulega við endurnýjun stoðvefs í vissum erfðasjúkdómum. Einnig eru miklar vonir bundnar við genalækningar. Ábendingum fyrir meðferð fjölgar sífellt og Ijóst er að hin nýja nálgun við mergskipti á eftir að stækka verulega þann hóp sjúklinga sem mögulegt er að veita meðferð. Undirbúningur fyrir eigin stofn- frumuígræðslu hefur farið fram á Landspítala síðustu ár og vonandi verður þess ekki langt að bíða að stofnfrumuflutningar hefjist hér á landi. Heimildir 1. Treleaven J, Barret J. Introduction to bone marrow transplantation. In: Treleaven J, Barrett J, eds. Bone Marrow Transplantation in Practice. Edinburgh: Churchill Livingstone; 1992: 3-9. 2. Thomas ED. Bone Marrow Transplantation: A Review. Semin Hematol 1999; 36/Suppl. 7: 95-103. 3. Thomas ED, Buckner CD, Banaji M, Clift RE, FeferA, Flournoy N, et al. One hundred patients with acute leukemia treated by chemotherapy, total body irradiation, and allogeneic marrow transplantation. Blood 1977; 49:511-33 4. EBMT (European Bone Marrow Transplant Organisation), preliminary data 09.1999. 598 Læknablaðið 2000/86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.