Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 65

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / samkeppnisreglna? Um það verður fjallað í næsta blaði. Nýr ritari var kjörinn í stjórn Læknafélags íslands, Hulda Hjartardóttir, og kom hún í stað Arnórs Víkingssonar sem gaf ekki kost á sér. Alyktanir þær sem lágu fyrir fundinum voru flestar samþykktar, sumar með allmiklum breytingum eftir meðferð í starfshópum. Þær ályktanir sem samþykktar voru fylgja hér á eftir en umræðu aðalfundarins verður fylgt eftir í Læknablaðinu síðar. Samþykktir aðalfundarins Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn á ísafirði dagana 25.-26. ágúst 2000, heimilar stjórn félagsins að kaupa eða leigja á fjárhagsárinu 2001 fjarfundabúnað til nota í fundarsölum læknafélaganna í Hlíðasmára 8. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn á ísafirði dagana 25.-26. ágúst 2000, ítrekar afstöðu aðalfundar félagsins á fyrra ári þess efnis, að lögum um gagnagrunn á heilbrigðissviði sé áfátt, þar sem ekki sé gert ráð fyrir skriflegu samþykki sjúklings og lögin geta því grafið undan þeim trúnaði, sem ríkja þarf milli læknis og sjúklings. Fundurinn hvetur lög- gjafarvaldið til að snúa þessu til betri vegar. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn á ísafirði dagana 25.-26. ágúst 2000, lýsir yfir fullum stuðningi við stjórn félagsins við þá vinnu sem hún hefur lagt í að fá leyfishafa miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði til að afla gagna í grunninn með viðunandi hætti. Fundurinn staðfestir þá skoðun stjórnar félagsins að ekki verði við annað unað en að aflað verði persónulegrar heimildar til flutnings heilbrigðisupplýsinga um þá einstaklinga, sem grunninn eiga að mynda. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 25. og 26. ágúst 2000 á ísafirði heimilar stjórn félagsins að leita nýrra leiða við öflun samþykkis til læknisfræðilegra rannsókna á upplýsingum í sjúkra- skrám. Hún taki mið af því að eftir tiltekinn dag gildi skrifleg heimild sjúklinga til að nota megi upplýsingar úr sjúkraskrám til læknisfræðilegra rannsókna og að þróaðar verði aðferðir til að eyða upplýsingum úr gagnagrunnum samkvæmt ósk einstaklinga eða for- ráðamanna þeirra. Aðalfundurinn felur stjórninni að hafa að öðru leyti í huga við vinnu sína sjónarmið, sem fram koma í þeirri ályktunartillögu landlæknis, sem fyrir fund- inum liggur og meðfylgjandi greinargerð og tillögur formanns Læknafélags íslands, dagsettar 25. maf 2000, samþykktar á stjómarfundi þann 30. sama mánaðar. Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn á ísafirði dagana 25.-26. ágúst 2000, telur biðlista innan heilbrigðisþjónustunnar óviðunandi. Töf á meðferð mun fyrr en síðar leiða til aukins kostnaðar í heilbrigðiskerfinu, versnunar sjúkdóma, vinnutaps, þjáninga og tvísýnni endurhæfingar. Læknafélag Islands skorar á heilbrigðisyfirvöld og fjárveitingar- valdið að leysa þennan vanda. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn á ísafirði dagana 25.-26. ágúst telur að skipulag stjórnunar í heilbrigðiskerfinu þarfnist endur- skoðunar. Fundurinn felur stjórn félagsins að leita eftir viðræðum við heilbrigðisyfirvöld um þetta mál, þannig að reynsla og fagleg þekking lækna nýtist til stjómunarstarfa. Aðalfundur LÍ haldinn á ísafirði dagana 25.-26. ágúst 2000 skorar á stjórnvöld mennta- og heilbrigðis- mála að endurskoða menntakerfi heilbrigðisstétta, með það að markmiði að skilgreina þarfir sam- félagsins í framtíðinni á þessari þjónustu og leita leiða til að mæta þeim með nægu, vel menntuðu starfsfólki. Jafnframt lýsir LÍ sig tilbúið til að taka þátt í þeirri vinnu. Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 25. og 26. ágúst 2000 á ísafirði samþykkir að leggja ekki að svo stöddu frekari fjármuni úr sjóðum félagsins til Nesstofusafns. Fellur niður það sem ónýtt er af fjárveitingu samkvæmt ályktun aðalfundar félagsins 1998 til Nesstofusafns. Ennfremur beinir aðalfundur því til stjómar, að erindi verði sent bæjarstjórn Seltjarnarness þess efnis að lóð, sem var úthlutað fyrir lækningaminjasafn í Norðurtúni verði haldið til haga fyrir byggingu væntanlegs safns. AÐALFUNDUR LÍ ■ Læknablaðið 2000/86 605
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.