Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 78

Læknablaðið - 15.09.2000, Page 78
SMASJAIN Eftirtalin luku embættis- prófi í læknisfræði í júní 2000 Aðalsteinn Gunnlaugsson Alfreð Harðarson Andri Már Þórarinsson Eva Sigvaldadóttir Fidel Helgi Sanchez Guðjón Leifur Gunnarsson Guðni Arnar Guðnason Guðrún Björk Reynisdóttir Guðrún Scheving Thorsteinsson Gunnar Tómasson Gunnar Már Zoega Gunnhildur Margrét Guðnadóttir Helgi Þór Hjartarson Hilma Hólm Ingi Þór Ólafsson Jón Torfi Halldórsson Jón Magnús Kristjánsson Judit Amalía Guðmundsdóttir Kristín Pálsdóttir Linda Beate Johnsen Margrét Leósdóttir Mikael Smári Mikaelsson Rafn Hilmarsson Ragnhildur Bergþórsdóttir Sigríður Sveinsdóttir Sigurður Yngvi Kristinsson Torunn Gabrielsen Valur Helgi Kristinsson Þorvarður Jón Löve Þórarinn Kristmundsson Þórður Ægir Bjarnason Leiðrétting ■ í júníhefti Læknablaðsins mis- ritaðist nafn Stefáns B. Matthías- sonar formanns Fræðslustofnunar lækna og var hann ranglega nendur Stefán E. Matthíasson (Læknablaðið 2000; 86: 440). Eru þeir nafnar báðir beðnir velvirðingar á misrituninni. Netið, auglýsendur og heilsufarsupplýsingar Auglýsendur og ríkisstjórn Banda- ríkjanna komu sér nýverið saman um siðareglur varðandi notkun á upplýsingum sem fólk veitir um einkahagi sína á veraldarvefnum. Um er að ræða upplýs- ingar sem notendur vefsíðna, meðal annars um heilbrigðismál og lækningar, veita á vefnum. Þeirra á meðal eru vefsíður á borð við WebMD og drkoop.com. Megininntak siðareglnanna er að á vefsíðum þar sem almenningur veitir upplýsingar um einkahagi sína, skuli skýrt koma fram hver stefna viðkom- andi vefs er gagnvart auglýsendum. Auk þess skuli vera gefinn kostur á að merkja við þar til gerðan reit ef notandi vill ekki að persónuupplýsingar um hann verði framseldar til auglýsenda. Skiptar skoðanir eru um ágæti siðareglnanna. Áður en þær voru settar höfðu notendur vefsíðna af þessu tagi enga hugmynd um hvernig farið yrði með upplýsingar þær er þeir veittu. Lyfjafyrirtæki gat keypt allar upplýsingar tiltekinnar vefsíðu og sent auglýsingar til þeirra einstaklinga sem notuðu síðurnar. Slíkar upplýsingar gátu jafnvel dreifst til hundraða auglýsenda. Reglunum er ætlað að bæta úr þessu ástandi, en þær hafa verið gagnrýndar TÆPITUNGULAUST / FRH. En snúum okkur aftur að tímamótunum. Framundan eru forstjóraskipti hjá Eimskipafélaginu og þegar hefur nýr forstjóri verið ráðinn. Sá er hagfræðingur að mennt, sérmenntaður í rekstrarhagfræði og hefur stjórnað einu stærsta sveitarfélagi landsins um árabil og farist það vel úr hendi. Að flestra dómi réttur maður á réttum stað þó sumir hafi fundið pólitíska lykt af ráðningunni. Áður en Landspítalinn og Borgarspítalinn voru sameinaðir hafði stjórnun Landspítalans rekið á reiðanum í nokkur ár. Eftir samein- inguna var ráðinn forstjóri, sem er mætur hagfræðingur og embættismaður en ekki er vitað að hann hafi komið nálægt heilbrigðisstofnunum eða harðlega fyrir að ná allt of skammt. Notandi þarf sérstaklega að taka fram ef hann vill ekki að upplýsingar um hann séu framseldar auglýsendum. Gagnrýn- endur reglnanna vilja snúa þessu við, þannig að merkt sé við leyfi til að nota slíkar upplýsingar. Nýskipaður viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Norman Y. Mineta, telur að þegar reglurnar komi að fullu í gagnið muni þær duga fullkomnlega til að veita nauðsynlega persónuvernd. Gagnrýnendur reglnanna telja að þær hafi fyrst og fremst verið settar til að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing samþykkti strangari löggjöf. Reglurnar veiti notendum vefsins falskt öryggi og auðvelt sé að yfirsjást hvernig skuli segja sig frá notkun gagnanna. Einnig hefur það verið gagnrýnt hve óskýrt sé hvað skuli skilgreint sem „viðkvæmar per- sónuupplýsingar“ en reglunum er fyrst og fremst ætlað að ná yfir þess konar gögn. Umræða um þetta mál hófst á vef American Medical News með grein dagsettri 21. ágúst 2000. Þeir sem vilja taka þátt í henni geta farið á slóðina: www.ama-assn.org/sci- pubs/amnews/pick_00/gvsb0821.htm/ lækningum. Um svipað leyti var ráðinn nýr formaður stjórnarnefndar Ríkis- spítalanna, nú háskólaspítala við Hringbraut og í Fossvogi, fyrrum sveitarstjóri í þorpi úti á landi sem ekki er vitað til að hafi nokkurn tímann komið nálægt heilbrigðismálum. Þannig hefur það verið um árabil að enginn af æðstu stjórnendum stærstu sjúkra- stofnana landsins hefur verið læknis- menntaður og við sameininguna hefur það ekki breyst. Sé það gæðastjórnun að stofnunum sé stjórnað af fólki, sem hefur litla eða enga þekkingu á hlutverki og mark- miðum stofnunarinnar, er það niður- staða höfundar að gæði þurfa ekki endilega að vera góð. 616 Læknablaðið 2000/86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.