Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 9

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 9
 Þjóðmál SUmAR 2010 7 Almennt virðast hefðbundnir fjölmiðlar á Íslandi eiga erfitt uppdráttar um þessar mundir . Þeir eru sumir orðnir býsna efnisrýrir, auk þess sem ofuráhersla er lögð á stuttfréttir og meint skemmtigildi . Er til dæmis fróðlegt að bera saman vægi erlendra frétta og íþrótta­ frétta í fréttaþáttum ríkisútvarpsins . En einn hefðbundinn fjölmiðill hefur náð sér á strik á undanförnum mánuðum . Það er Morgunblaðið . Eftir umtöluð rit stjóra skipti hafa vinstri öflin skipulega rægt Morg un blaðið með þeim árangri að það hefur ekki notið sannmælis . Góð og gegn vinstri kona sagði mér frá því að hún hefði orðið mjög hissa þegar hún fékk ókeypis kynningaráskrift að Morg­ un blaðinu fyrir skömmu . Blaðið væri aftur orðið að alvöru blaði, efnismikið og alls ekki einhliða pólitísk ur snepill eins og hún hefði fengið á tilfinning una af fjölmiðla umræð­ unni . SunnudagsMogginn væri til dæmis alveg fyrirtak (fyrir utan pappírinn og grámyglu­ lega forsíðu) . Hún væri yfirleitt ekki sammála leiðurunum og Staksteinum en hún læsi það efni á hverjum degi vegna þess að það væri skemmtilega skrifað og hnitmiðað . Þetta er allt saman laukrétt . Morgunblaðið hefur náð áttum eftir niðurlæg ingar skeið undanfarinna ára þegar það gekk stuttfréttunum á vald og sneri baki við sögu sinni og hefðum . Blaðið hefur nú mikla yfirburði yfir Fréttablaðið á nánast öllum sviðum blaðamennsku og útgáfu . Vissulega gæti Morgunblaðið verið enn betra blað með markvissari ritstýr ingu á „inn blaðinu“, þ .e . vali á umfjöllunarefnum, greinum, höfundum og frétta skýr ingum, en það er önnur saga . Staðreyndin er sú að Morgunblaðið er núna eins og jafnan áður langbesta dagblaðið sem við eigum völ á . Það er aftur orðið ómissandi með morg un kaffinu! Það háir vitanlega Morgunblaðinu að bank­arnir skuli halda hlífiskildi yfir viðskipta­ veldi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og klíku hans . Í mörg ár hefur það verið markmið þess ­ arar auðvaldsklíku að koma Morgun blaðinu fyrir kattarnef . Hefur hún haldið úti fríblaði með miklu tapi með því að láta fyrirtæki sín auglýsa nær einvörðungu í fríblaðinu og snið­ ganga Morgunblaðið . Þar sem klíka þessi hefur aldrei átt neitt eigið fé að ráði má segja að almenningur hafi verið látinn bera kostnað inn af þessari herferð (í háu vöruverði) . Ekki síst í því ljósi blöskrar flestum framferði bankanna í málefnum Haga og 365 . Klíka Jóns Ásgeirs fær enn að „eiga“ og reka fjölmiðlafyrirtækið 365 og verslunarfyrirtækið Haga og skammta sér þaðan ofurlaun og margvísleg fríðindi . Engum vafa er undirorpið að þetta stafar af því að ekki var hreinsað nógu vel til í bönkunum eftir hrunið . Í rauninni átti að hreinsa út allt efsta lagið í öllum bönkunum strax við endurreisn þeirra . Allir yfirmenn í bönkunum tengdust með beinum eða óbein um hætti spillingunni sem þar þreifst á útrás ar tíma skuldakónganna . Almenning­ ur mun ekki bera traust til bankakerfisins fyrr en þetta fólk er farið . Hverjum datt í hug að gera Finn Sveinbjörnsson að bankastjóra í endurreist um Kaupþingi banka? Finnur stýrði Icebank­ævintýri sparisjóðanna með skelfilegum afl eið ingum . Eftir að hann hreppti hnossið í Kaupþingi hefur hann leynt og ljóst gengið erinda klíku Jóns Ásgeirs og þannig í raun sagt alþýðu manna í þessu landi, sem þarf að bera kostnaðinn af framferði Jóns Ásgeirs og klíku hans, að éta það sem úti frýs . Ef Finnur Sveinbjörnsson og kumpánar hans í bankakerfinu hefðu snefil af siðferðiskennd hefðu þeir umsvifalaust tekið öll fyrirtæki af Jóni Ásgeiri og klíku hans, brotið þau upp og selt heiðvirðum kaupsýslumönnum og þannig skapað heilbrigða samkeppni á ný í smá sölu­ verslun og heilbrigt umhverfi í fjöl miðla­ rekstri . Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er gríð­ar mikilvæg . Hún sýnir svart á hvítu að sökin að hruni bankanna var vitfirringsleg út­ lána stefna þeirra og misnotkun eigenda bank ­ anna á þeim í eigin þágu . Það ætti því ekki lengur að þurfa að eyða orðum að sögu skýr­ ingum leigupennanna og fylgisveina þeirra . Þó virðist það vera mörgum erfitt að kyngja því að það var ekki Davíð Oddsson, efnahags­ stefna stjórn valda frá árinu 1991, yfirtaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.