Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 27

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 27
 Þjóðmál SUmAR 2010 25 til þrautavara .31 Kvaðst hann hafa haft litla trú á því að sala fyrirtækja með hraði gæti bjargað Straumi . Það verð sem fengist við slíka sölu væri að öllum jafnaði langt undir markaðsvirði . Hefðu stjórnendur Straums haldið því fram að vandi bankans væri tímabundinn lausafjárvandi . Nefndi Svein Harald í því sambandi að kjör á lánum við slíkar aðstæður væru að öllum jafnaði afar óhagstæð .32 Í kjölfar fundar stjórnenda Straums með embættismönnunum var afráðið að Stephen Jack flygi til Lundúna svo hann gæti rætt við starfsfólk Straums þar fyrir opnun markaða .33 Þá hafði William Fall samband við breska fjármálaeftirlitið og gerði þeim grein fyrir stöðu mála . Fall reyndi einnig að ná tali af fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra, en skilaboðum þar að lútandi var ekki svarað . Í Straumi var hafinn undirbúningur að því að óska eftir greiðslustöðvun, auk þess sem farið yrði í aðhaldsaðgerðir með uppsögnum starfsfólks og ýmsum frekari aðgerðum . Stephen Jack segir svo frá að hann hafi átt samtal við William Fall í síma um miðnætti, en stjórnendur Straums höfðu verið í stöðugu sambandi þá um kvöldið til að undirbúa næstu skref . Jack gekk til náða við svo búið .34 Dregur til tíðinda um hánótt Stjórnendur Straums voru enn við störf á skrif stofum bankans aðfaranótt 9 . mars, en árla morguns skyldi óskað eftir greiðslustöðvun . Öllum að óvörum barst bankanum símtal laust fyrir klukkan fjögur um nóttina og voru stjórnendur Straums beðnir að mæta til fundar í Fjármálaeftirlitinu . Þeir William og Óttar héldu þangað ásamt Jakobi Ásmundssyni, starfsmanni bankans . Þar voru fyrir ýmsir starfsmenn og stjórnarmenn Fjármálaeftirlitsins, þar á meðal Þóra Hjaltested og Óskar Sigurðsson, en ekkert þeirra var kynnt formlega . Gunnar Haraldsson hefur látið þess getið við undirritaðan að hann 31 Svein Harald Øygard, viðtal 17 . desember 2009 . 32 Sama heimild . 33 Tölvupóstur Stephen Jack til William Fall, dags . 24 . ágúst 2009 . 34 Sama heimild . hafi ekki verið viðstaddur þarna að morgni mánudagsins .35 Straumsmenn rekur þó minni til þess að Gunnar hafi verið á staðnum .36 Á fundinum var dreift tilkynningu þess efnis að sett yrði skilanefnd yfir bankann, en með henni fylgdi óformleg ensk þýðing . Engin skýring var gefin á þessari ákvörðun Fjármálaeftirlitsins þá um nóttina og að mati Williams Fall hafði ákvörðunin lítt verið ígrunduð .37 Ekkert var rætt um frekari framkvæmd þessarar ráðstöfunar og var þeim þremenningum, William, Óttari og Jakobi, fylgt aftur í höfuðstöðvar Straums af starfsmanni Fjármálaeftirlitsins . Skilanefnd var sett yfir bankann á grund­ velli svokallaðra neyðarlaga, nr . 125/2008, en þau nefnast lög um heimild til fjárveitingar úr ríkis sjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjár mála­ markaði o .fl . Fólu þau lög í sér breyt ingu á lögum nr . 161/2002 um fjármálafyrir tæki og öðrum lögum . Með lögum þessum voru Fjár­ mála eftirlitinu fengnar heimildir til að grípa til ráðstafana vegna sérstæðra aðstæðna eða atvika í því skyni að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjár málamarkaði . Mæti Fjár málaeftirlitið það svo að aðstæður væru „mjög knýjandi“ gæti það meðal annars tekið sér vald hluthafafundar fjár málafyrirtækis, vikið stjórn þess frá störfum og sett yfir það skilanefnd . Yfirvofandi og alvarlegur lausafjárskortur Straums væri „knýj­ andi“ í skilningi Fjármálaeftirlitsins, sbr . 3 . mgr . 100 . gr . a laga um fjármálafyrirtæki nr . 161/2002, sbr . lög nr . 125/2008 (títtnefnd neyð ar lög) . Í auglýsingu frá Fjármálaeftirlitinu sagði um þetta atriði: Það er ákvörðun Fjármálaeftirlitsins að taka yfir vald hluthafafundar Straums og víkja félags stjórn í heild sinni frá störfum þegar í stað . Fjármálaeftirlitið skipar jafnframt hér með skilanefnd sem tekur við öllum heim­ ildum stjórnar félagsins . . .38 35 Gunnar Haraldssson, viðtal 20 . október 2009 . 36 Stutt samtal höfundar við Óttar Pálsson, 25 . nóvember 2009 . – William Fall, viðtal 21 . september 2009 . 37 Tölvupóstur William Fall til Ingva Snæs Einarssonar, dags . 20 . ágúst 2009 . 38 Auglýsing . Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um skipan skilanefndar fyrir Straum­Burðarás fjárfestingabanka hf .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.