Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 47

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 47
 Þjóðmál SUmAR 2010 45 end urskoðunar nokkurs staðar . Aldrei hefur nokkurri nefnd svipað meira til dómstóls og hefur það fólk, sem á hendur sínar að verja fyrir nefnd inni, raunar færri úrræði en þeir sem ekki vilja una héraðsdómsniðurstöðu, því ekki getur borgarinn áfrýjað niðurstöðu nefndarinnar . Má færa sterk rök fyrir því að sterkari, en ekki veik­ ari, hæfisskilyrði gildi um umrædda nefnd en um dómstóla . Þegar fyrir liggur að engri nefnd hefur meira svipað til dómstóls, að niðurstöður nefndarinn­ ar skipta það fólk, sem nefndarmenn ákveða að fjalla um, verulegu máli og sjálfsagt í mörgum tilvikum meira máli en ef dómstóll ætti í hlut, þegar ljóst er að hagsmunirnir sem nefndin fjall­ ar um eru gríðarlegir, sjálfstæði nefndarmanna algert en endurskoð unarmöguleikarnir engir; þá er algerlega ljóst að þeir borgarar, sem nefndin kýs að fjalla um, eiga skýra og óumdeilanlega kröfu um að ekki leiki nokkur minnsti vafi á hæfi nefndarmanna . Aldrei nokkru sinni hafa gilt strangari hæfisskilyrði um nokkra nefnd . Svo það sé sagt út, þá væri það hrein vitfirring ef nefnd, eins og hér hefur verið lýst, færi jafnframt fram á að um sig giltu vægustu hæfisskilyrði sem finna mætti í stjórnsýslunni . Því verður ekki trúað að óbrjálaður maður geti skrifað sig til slíkrar niðurstöðu og varla brjálaður heldur . Því verður raunar ekki trúað að nefndarmenn reyni slíkt . Nefndinni er ætlað að auka traust í landinu . Nefndarmenn geta ekki farið fram á að um þá sjálfa gildi vægustu hæfisskilyrði sem stjórnsýslan framast getur fundið . Þá hlýt ég að fara fram á upplýsingar um hvort nefndin, eða einstakir nefndarmenn, hafi leitað til sérfræðinga við vinnu sína, en í 4 . gr . laga um nefndina segir, svo sem nefndinni er kunnugt: „Nefndin getur leitað sérfræðilegrar aðstoðar innlendra eða erlendra aðila við mat á einstökum þáttum rannsóknarinnar . Nefndin skal gæta þess að þeir sérfróðu aðilar sem hún leitar til hafi ekki tengsl eða hagsmuni sem leiða til þess að þeir uppfylli ekki kröfur 3 . gr . stjórnsýslulaga nr . 37/1993 .“ Í ljósi þeirra sjálf sögðu skilyrða sem lögin setja hér um hæfi hvers og eins manns sem nefndarmönnum er til ráðgjafar, hlýtur nefndin að upplýsa það fólk, sem nefndin hefur nú sent bréf í skilningi 13 . gr . laga um nefndina, um hverjir þeir menn eru . Skipta þær upplýsingar bersýnilega máli þegar and mælaréttur er nýttur, þegar af þeirri augljósu ástæðu að ég, eða aðrir þeir sem bréf fá frá nefndarmönnum, kunna að hafa upplýsingar um vanhæfi einhverra úr þessum hópi, þó nefndar menn hafi þær ekki . Er ljóst að umrætt lagaákvæði á jafnt við um þá sem veitt hafa nefndinni allri aðstoð og ráðgjöf eða einstökum nefndarmönnum . Þá vil ég láta þess getið, að er ég kom til skýrslu gjafar fyrir nefndinni tók að spyrja mig ein staklingur, er starfar á vegum nefndarinnar . Hóf hann spurningar sínar á því að upplýsa mig um að hann teldi mig að minnsta kosti „ekki einan“ bera ábyrgð á bankahruninu . Þá varð hlutaðeigandi maður ítrekað skilinn svo að hann lýsti mikilli furðu á að ég hefði ekki fyrir löngu sagt af mér embætti mínu . Þarf ekki að hafa mörg orð um hversu vandlega um ræddur einstaklingur hefur með þessum yfir lýsingum gert sig vanhæfan til starfs fyrir nefnd ina . Vænti ég staðfestingar nefndarinnar á því, að umræddur einstaklingur hafi á engan hátt komið að því að móta skoðanir eða aðrar nið urs töður er tengjast mínum störfum, minna sam starfs manna eða annarra er á sama sviði hafa starfað . III Þrátt fyrir að ætla megi að nefndin fjalli í skýrslu sinni um verkefni og valdsvið hinna ýmsu stofnana og eftirlitsaðila, svo sem Seðla­ bankans, Fjármálaeftirlitsins, Samkeppnis eftir­ lits ins og umboðsmanns Alþingis, þá virðist skorta nokkuð á að tekið sé fullt tillit til þessa atriðis þegar drög að ásökunum eru borin fram í bréfi nefndarinnar . Er án sérstaks rökstuðnings gefið í skyn að bankastjórn Seðlabankans hafi ekki sinnt skyldum sínum og meðal annars af þeim sökum sé allt komið í óefni . Þrátt fyrir að nefndarmönnum eigi að vera kunnugt um sumt það sem hér fer á eftir verður samkvæmt framansögðu að fjalla um það, þótt tíminn, sem ég hef til andsvara sé naumur . Nefndarmönnum á að vera kunnugt um að svokölluð lögmætisregla felur í sér að bankinn hvorki á að né má fara út fyrir valdsvið sitt að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.