Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 36

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 36
34 Þjóðmál SUmAR 2010 útgerða . Þannig voru þessir örfáu um 2700, þegar allt of margir voru að veiða of mikið úr þverrandi fiskstofnum . Síðan hefur útgerðum fækkað mikið og á undanförnum árum hafa á milli 700 og 800 fiskiskip langtímakvóta . Hagnaðinn sem myndaðist við kvótakerfið hefur útgerðin sjálf skapað með mikilli hagræðingu, m .a . með því að kaupa út aðrar útgerðir, auka vöruvöndun, efla markaðs­ setningu, draga úr kostnaði við veiðar o .fl . Þessi ávinningur er kominn inn í kvótaverðið og myndi tapast eigendum til ríkisins, ef kvótarnir verða innkallaðir bótalaust . Orðin útvaldir og vildarvinir eru mikið notuð og hugsunarlaust . Útgerðir, í upphafi um 2700 að tölu, fengu kvóta miðað við veiðireynslu á tilteknu tímabili og þurfti því ekki að velja vildarvini út. Framsal kvóta Í samanburði við fiskveiðistjórnunar kerfi ann arra ríkja hefur góður árangur náðst með því kvótakerfi sem hér hefur verið við lýði síðan árið 1990 . Forsenda árangursins er að kvótinn sé framseljanlegur, því eingöngu þannig getur útgerðin aðlagað rekstur sinn að þeim heildarkvóta sem ákveðinn er hverju sinni . Sem dæmi um árangurinn má nefna að framleiðsluverðmæti útgerðarinnar til hag kerf­ isins er nú miklu meira en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir það að þorskaflinn sé nú helmingi minni að magni . Eftir að framsal á kvótum var lögleitt mynd­ aðist eignaréttur, sem nýtur verndar 72 . gr . stjórnarskrárinnar . Það er grundvallarréttur að eignir, sem menn eignast með skiptum á verðmætum við kaup, verða ekki af þeim tekin bótalaust . Peningar manna njóta verndar 72 . gr . stjórn arskrárinnar . Ef menn kaupa aðra eign fyrir peningana, t .d . hús eða kvóta, er nýja eignin, húsið eða kvótinn, einnig vernduð af stjórnarskránni . Það er óeðlilegt að þessi vernd rýrni eða falli niður við breytingu úr einni eign í aðra . Fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða breytir þessu ekki, enda verður stjórnarskránni ekki breytt með almennum lögum . Það er tilgangslaust og áhættusamt að leggja slíka óvissu á helsta atvinnuveg þjóðarinnar . Guðrún Gauksdóttir lagaprófessor Ígrein, sem dr . Guðrún Gauksdóttir ritar í afmælisrit Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttardómara, styður hún traustum rök­ um þá niðurstöðu að aflaheimildir séu eign í skilningi 72 . gr . stjórnarskrárinnar og Mann­ rétt inda sáttmála Evrópu . Hún segir að það skipti máli hvernig farið hefur verið með þessa hagsmuni í framkvæmd og hvaða traust menn hafi borið til þessarar framkvæmdar, svo og afskipti eða afskiptaleysi þeirra, sem með ríkisvaldið hafa farið . „Það er niðurstaða mín að aflaheimildir út af fyrir sig teljist í ljósi núverandi réttarstöðu eign í skilningi eignarréttarákvæðis 72 . gr . stjskr .,“ skrifar Guðrún í grein sinni . Ennfremur: Aflaheimild sem andlag eignar­ réttar ber öll einkenni eignar . Um er að ræða hagsmuni, sem metnir verða á fjárhagslegan mælikvarða . Umráð, not og ráðstöfun, er eins og um eign væri að ræða, kaup, sala, veðsetning með óbeinum hætti, erfðir, erfðafjárskattur og skattskylda . Einstaklingar hafa undirgengist miklar fjárskuldbindingar í trausti varanleika aflaheimilda . Aflaheimildir eru grundvöllur lánstrausts og aðfararhæfar . Þetta hefur allt áhrif á verðmat á aflaheimildum . Óskýr lög Fyrsta grein fiskveiðistjórnunarlaganna er svo veik og óskýr að hún er gagnslaus til að breyta meginreglu íslensks réttar . Í fyrstu greininni er sagt: „Nytjastofnar á Ís­ landsmiðum eru sameign íslensku þjóðar innar .“ Nytjastofnar í sjó, vötnum og ám geta ekki verið andlag eignarréttar . Eignarréttur á fiski stofnast ekki fyrr en hann er veiddur, nema hann sé merktur en þá þarf að fanga hann fyrst . Eigandi jarðar, sem veiðiá rennur um er ekki eigandi fisksins í ánni, heldur á hann aðeins veiðirétt á fiskinum meðan hann er í ánni þar sem hún rennur um hans landareign . Um leið og fiskurinn syndir úr landareign hans hverfur fiskveiðiréttur jarðareigandans . Fiskveiðirétturinn er eignarréttur, sem fylg ir jörðinni og hægt er að selja, veðsetja eða leigja o .s .frv . Sama gildir um óveiddan fisk í sjó . Hann getur ekki verið sameign eins eða neins .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.