Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 66

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 66
64 Þjóðmál SUmAR 2010 af rekstri þess og ekki síst eftirlit með honum flyttist frá íslenska Fjármálaeftirlitinu til hins breska, enda mátti öllum vera ljóst og hafði meðal annars komið fram opinberlega í ræðum undirritaðs að íslenska Fjármálaeftirlitið hefði fjarri því aukist að burðum í samræmi við öra stækkun bankakerfisins . En í bréfi nefndarinnar segir svo: „Rannsóknarnefndin tekur fram að hún fær ekki séð af fyrirliggjandi gögnum að bankastjórn Seðlabankans hafi beint og með formlegum hætti sett fram gagnvart bönkunum, og þá sérstaklega gagnvart Landsbankanum, tillögur eða boðað aðgerðir af sinni hálfu til að sporna við og takmarka þau neikvæðu áhrif . . .“ – og svo framvegis . Ekki verður hjá því komist að lýsa enn yfir undrun á því að svo virðuleg nefnd reyni ítrekað að gera sitt til að rugla þá mynd sem er á því, hvar valdheimildirnar liggja og þar með skyldurnar í hinu íslenska eftirlitskerfi . Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki fer ekki á milli mála hvaða stjórnvald á Íslandi veitir fjármálafyrirtæki heimild til starfsemi utan Íslands, og hvaða stjórnvald getur takmarkað þá starfsemi eða bannað hana (sjá hér 36 . gr . laga nr . 161/2002 sem rakin hefur verið) . Það er ekki Seðlabanki Íslands . Það sem áður hefur verið sagt um lögmætisregluna, meðal annars með vísun í dóm Hæstaréttar og skýrslu umboðsmanns Alþingis, gildir um þetta . Rétt er að minna á að í hinu síðara er sérstaklega beint til stofnana að þeim ber að lögum að forðast að fara inn á verksvið annarra stofnana sem fara með skyld verkefni . 4 . töluliður sama kafla Undir þessum tölulið er fjallað um að upplýst hafi verið, eins og þar segir, að Landsbanki Íslands hafi sett fram beiðni til Seðlabankans um tiltekna fyrirgreiðslu hinn 5 . ágúst 2008 . Satt best að segja var þessi beiðni afar sérstök og fól í sér að komið yrði upp einhvers konar peningalegri hringekju á milli Landsbanka Ís­ lands, starfsemi hans erlendis og Seðlabankans, og skyldi sú hringekja eftir því sem best varð skilið taka nánast til alls gjaldeyrisforða Seðla­ bank ans . Hugmyndin virtist aðallega sett fram af hálfu Landsbankans til að róa breska Fjár­ málaeftirlitið vegna innstæðureikninga Lands­ bankans í Bretlandi og miðuð við að fyrir­ komulagið gilti þar til dótturfélagavæðing hefði náðst fram . Starfsmenn Seðlabankans litu á þessa hugmynd og þeir sáu ekki fremur en banka stjórnin að heil brú væri í henni . En það þurfti ekki, eins og nefndinni má vera kunnugt, þessa furðuhugmynd, sem Landsbankinn gekk reyndar ekkert eftir að væri tekin til alvarlegrar skoðunar, til að vekja Seðlabankanum ugg . Hann var löngu kominn fram eins og nefndin hefur ótal dæmi um . En þegar rætt er um þessa innstæðusöfnun í Bretlandi verður að hafa í huga að bankastjórn Seðlabankans byggði á því að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á henni umfram það sem tryggingasjóður innstæðueigenda gæti ábyrgst . Lá bankinn hvergi á þessari skoðun sinni, hvorki við Landsbankann né forsvarsmenn íslensku ríkisstjórnarinnar . Og þegar að ráðamenn, eink­ um í viðskiptaráðuneyti, tóku að leggja drög að því að stjórnvöld öxluðu slíka ábyrgð með ein hliða yfirlýsingum íslenskra ráðamanna án lagaheimildar, varaði Seðlabankinn og banka­ stjórn hans mjög eindregið við slíku . Um þetta er nefndinni einnig fullkunnugt . Í athyglisverðu for síðuviðtali við Morgunblaðið hinn 18 . febrú­ ar síðastliðinn segir Arne Hyttnes, forstjóri norska innstæðutryggingasjóðsins: „Við höfum innstæðutryggingasjóð í Noregi samkvæmt ákvæðum EES­samningsins . Skoðun mín er sú að ef aðeins er horft til EES­samningsins sé hvergi kveðið á um ríkisábyrgð .“ Þegar forstjór­ inn er spurður út í hvort þetta álit væri annað ef norskur banki hefði rekið útibú sambærilegt við Icesave í ríki sem EES­samningurinn nær til svarar hann: „Ef Landsbankinn hefði verið norskur banki með útibú í Belgíu eða öðru ríki sem samningurinn nær til, bæri norska ríkið enga ábyrgð á innstæðum umfram það sem sjóðurinn gæti bætt sparifjáreigendum .“ Þetta voru einnig viðhorf bankastjórnar Seðlabanka Íslands, eins og nefndinni er fullkunnugt um að komu ítrekað fram . Noregur er eina landið með nákvæmlega sömu stöðu og Ísland gagnvart ákvæðum EES­tilskipunarinnar . Er stórfurðulegt að íslensk yfirvöld, bæði fyrir og eftir hrun, hafi ekki borið sig saman við norska
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.