Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 22

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 22
20 Þjóðmál SUmAR 2010 kvæmda stjóra fjármálasviðs Seðlabankans, grein fyrir stöðu mála og klukkan tíu næsta morg un áttu þeir William og Óttar Pálsson, aðal lög fræðingur Straums, fund með seðla­ banka mönnum, þeim Svein Harald Øygard banka stjóra, Arnóri Sighvatssyni aðal hag fræð­ ingi og Tryggva Pálssyni . Þetta var þriðji dagur norska seðlabankastjórans í embætti . Á fund­ inum gerðu Straumsmenn grein fyrir að kall­ andi lausafjárvanda bankans, sem þeir töldu tímabundinn þar eð sala eigna var á allra næsta leiti . Á fundinum óskaði Straumur eftir fyrir­ greiðslu að fjárhæð hundrað milljónir evra . Fundur þessi stóð yfir í um klukkustund og mestur tími fór í að kynna málefni Straums fyrir nýjum seðlabankastjóra . Engar almennar umræður fóru því fram um þessi mál, en fulltrúar Seðlabankans kváðust vera undrandi á harkalegri afstöðu breska fjármálaeftirlitsins . Svein Harald Øygard segir að Straumsmenn hafi ekki gert Seðlabankanum grein fyrir áhyggjum breska fjármálaeftirlitsins á þessum fundi, en Seðlabankinn hafi fengið vitneskju um þær áhyggjur síðar um daginn . Hefði þeim þá orðið ljóst að lausafjárstaða Straums var enn alvarlegri en þeir höfðu búist við .11 Laust fyrir hádegi sama dag funduðu þeir William Fall og Óttar með þremur fulltrúum Fjármálaeftirlitsins, þeim Ragnari Hafliðasyni, starfandi forstjóra, Helgu Rut Eysteinsdóttur og einum starfsmanni til viðbótar . William reifaði stöðu mála fyrir fulltrúum Fjármálaeftirlitsins, en honum þótti auðheyrt að Bretarnir hefðu rætt við starfsmenn íslensku systurstofnunarinnar .12 Eftir hádegi fóru William og Óttar til fundar við tvo fulltrúa forsætisráðuneytis og var þeim kynnt áætlunin Project Return, sem fjallaði um það hvernig Straumur gæti komið að endurreisn íslensks efnahagslífs, en þessi kynning var útbúin í byrjun febrúarmánaðar . Kynningunni mun hafa verið vel tekið . Í forsætisráðuneytinu finnst þó ekki eitt einasta skjal sem varðar málefni Straums­Burðaráss .13 11 Svein Harald Øygard, viðtal 17 . desember 2009 . 12 William Fall, viðtal 21 . september 2009 . 13 Bréf Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytis, til höfundar, dags . 19 . nóvember 2009 . Stjórnendur Straums upplýstu breska fjár­ málaeftirlitið um það klukkan 16:00 sama dag að 19 af 21 banka hefðu fallist á að framlengja lán sem voru á gjalddaga mánudaginn 9 . mars . Sölur á ýmsum eignum voru fyrirliggjandi og töldu stjórnendur Straums ágætar líkur á að staðið yrði við skuldbindingar bankans í næstu viku . Klukkan 10:00 að morgni föstudagsins 6 . mars settu þeir William Fall og Stephen Jack, fjármálastjóri Straums, sig aftur í samband við breska fjármálaeftirlitið . Þá höfðu allir bank arn ir 21 samþykkt að afborgunum skyldi frestað og allt stefndi í að sölu á fjarskiptafélaginu Netia lyki síðar hinn sama dag . Stephen Jack var staddur á Íslandi þessa daga, og þeir Fall og Jack áttu dagleg samskipti við breska fjármálaeftirlitið dagana 4 . til 8 . mars .14 Ákveðið var að þeir skyldu kynna stöðu mála fyrir Bretunum aftur síðdegis sama dag og kl . 18:00 ræddu þeir á nýjan leik við Bretana . Þá höfðu verið undirritaðir samningar við alla bankana 21 . Salan á Netia hafði tekist og búist var við að greiðsla bærist undir lok dags miðvikudaginn 11 . mars . Þeir Stephen Jack og William Fall höfðu engu að síður komist að þeirri niðurstöðu þennan sama dag að án frekari fyrirgreiðslu Seðlabanka yrði Straumi fyrirmunað að opna fyrir viðskipti að morgni 9 . mars .15 Í samkomulagi Straums við helstu lánardrottna fólst að gjalddagar lána upp á 130 milljónir evra í maí færðust yfir á þriðja ársfjórðung . Tímann skyldi nýta til aðhaldsaðgerða, svo sem sölu eigna . Afrakstur þeirrar sölu yrði síðan notaður til að greiða niður lánin . Raunar hafði verið unnið að eignasölu frá hausti 2008 . Var uppskeran farin að skila sér og búist var við að 200 milljónir evra myndu fást fyrir sölu eigna á næstu mánuðum .16 Lausafjárstaða bankans hafði versnað eftir mik ið útstreymi af innlánsreikningum bank­ ans . Alls munu innlendir innistæðueigendur 14 Tölvupóstur Stephen Jack til William Fall, dags . 24 . ágúst 2009 . 15 Sama heimild . 16 „Straumur samdi við kröfuhafa í síðustu viku .“ Fréttablaðið, 13 . mars 2009 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.