Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 41

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 41
 Þjóðmál SUmAR 2010 39 ur sú staðreynd, að nefndin er þegar komin yfir fortakslausan lögskipaðan eindaga með eigin skilafrest, auðvitað ekki sérstaka bjartsýni um að andmæli fólks muni hljóta ýtarlega og vandaða meðferð . Þá blasir við að ýmsir há­ værir þátttakendur þjóðfélagsumræðunnar hvetja nú ákaft til þess í senn að skýrsluskil dragist sem minnst og að niðurstöður höfunda verði settar fram með sem stærstum orðum en skýr ingum og andmælum í sem minnstu sinnt . Þegar veittur andmælafrestur var nær allur úti, tilkynnti nefndin að hún hefði ákveðið að fram lengja frestinn um 5 daga, í ljósi óskar nokk urra einstaklinga um lengri frest . Mér er kunnugt um að slíkar óskir bárust nefndinni skriflega skömmu eftir að hún sendi bréf sín út, sem ekki þarf að koma á óvart í ljósi um­ fangs málsins . Nefndin svaraði því einfalda er­ indi rúmlega viku síðar, þegar innan við tveir sólarhringar voru eftir af upphaflegum tæp­ lega ellefu daga andmælafresti . Segir sig auð­ vitað sjálft, að framlenging frests, sem ekki er kunngjört um fyrr en nær allur upphaflegur frestur er liðinn, hefur sáralítið að segja fyrir fólk, enda var því nauðugur sá kostur að miða vinnu sína við að enginn viðbótarfrestur yrði veittur, þá níu daga sem ekkert heyrðist frá nefndinni . Þrátt fyrir það sem að framan segir hef ég ákveðið að nýta þann rétt minn eins vel og hinn knappi tími, sem mér er gefinn, leyfir . Lýsi ég þó sérstakri furðu á hinum knappa tíma sem er skemmri en altítt er að gefa í jafnvel einföldum stjórnsýslumálum . Þegar athugunarefnin eru svo viðamikil að nefndin sjálf hefur ekki virt sinn eigin lögbundna skilafrest, sem þó hafði áður verið lengdur um ársfjórðung að ósk nefndarinnar, hlýtur hinn skammi frestur að vekja sérstaka undrun . Stafi fresturinn af því að nefndarmenn vilji með honum bæta að einhverju leyti fyrir þá staðreynd að þeirra eigin skilafrestur er farinn veg allrar veraldar, verður ekki hjá því komist að benda á, að þar er ekki að sakast við það fólk, sem ætluð var rúm vika til að verja hendur sínar fyrir ávirðingum nefndarmanna . Þá hlýt ég að benda á, að andmælarétti hljóta að fylgja bæði upplýsingar um öll þau gögn, og aðgangur að þeim, sem nefndin byggir sjónarmið sín á . Á það jafnt við um skrifleg gögn sem og það sem komið hefur fram við skýrslutökur nefndarinnar . Það er meginregla í stjórnsýslurétti að sé aðila ókunnugt um gögn í málinu, eða við hafi bæst upplýsingar sem stjórnvald hyggist túlka honum í óhag, sé óheimilt að ljúka málinu án þess að aðilanum sé gefinn kostur á að kynna sér upplýsingarnar og tjá sig um þær . Er jafnframt viðurkennt að ekki skipti máli þó ljóst þyki að aðilanum sé kunnugt um að upplýsingarnar séu til .1 Er það einnig í samræmi við rannsóknarregluna að aðila sé gefinn kostur á að tjá sig um öll gögn málsins og þannig komi betur í ljós hvort þau séu umdeild eða jafnvel röng, eða stafi frá hlutdrægum aðila svo dæmi séu tekin . Því tilfinnanlegri eða meira íþyngjandi sem niðurstaða stjórnvalds yrði borgara, þeim mun strangari kröfur verða almennt gerðar til stjórnvaldsins um að gengið sé úr skugga um að upplýsingar, sem byggt er á, séu sannar og réttar .2 Er ekki vafi á því, að það er í samræmi við góða og vandaða stjórnsýsluhætti, sem nefndinni ber að fylgja, að andmælarétti borgarans fylgi bæði skýrar upplýsingar um öll þau gögn sem nefndin hyggst byggja skoðanir sínar á, sem og hæfilegur tími til að tjá sig um þau . Engar slíkar upplýsingar fylgdu bréfi nefndarinnar til mín . Þá er þess getið í bréfi nefndarinnar til mín að hún kunni að fjalla um fleiri atriði í störfum mínum sem formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands en reifuð séu í bréfinu . Ég hlýt að lýsa undrun á þeirri fyrirætlan og fara fram á að verða gefinn kostur á koma andmælum á framfæri í tæka tíð ef opinber nefnd hyggst lýsa þeirri skoðun að störf mín séu aðfinnsluverð . Tel ég að annað færi í bága við óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttarins . Geri ég þá kröfu með því meiri þunga sem mér þykir fleira í bréfi nefndarmanna gefa til kynna misskilning og vanþekkingu á viðfangsefninu . Þá tek ég eftir því að í bréfi nefndarinnar segir að ég hafi verið spurður um „mörg“ þeirra 1 Páll Hreinsson, Stjórnsýslulögin – skýringarrit, bls . 173 . 2 Páll Hreinsson, Stjórnsýslulögin – skýringarrit, bls . 109 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.