Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 125

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 125
 Þjóðmál SUmAR 2010 123 eftirminnilegust er rannsókn Economic Policy Institute (www .epi .org) sem er hugveita sem er ætlað að benda sérstaklega á kjör hinna lægst settu í umræðu um hagræn málefni og er á engan hátt hægrisinnuð, en sú rannsókn sýnir að í Bandaríkjunum eru kjör hinna verst settu betri en t .d . á Norðurlöndum, þó þau séu lakari en í Sviss og Kanada (bls 26) . Rannsókn dr . Fredrik Bergström, þar sem hann ber saman tölur frá 2001 frá öllum 15 löndum ESB á þeim tíma og svo 15 ríkustu fylkjum Bandaríkjanna . Tölurnar sýna að lífskjör eru betri í 15 auð­ ugustu fylkjum Bandaríkjanna en 15 ríkustu löndum ESB, að Lúxembúrg frátöldu . Lúxembúrg er auðugast í þessum samanburði ásamt Delaware og Connecticut, ríkjum sem þekkt eru fyrir lága skatta . En miðað við umfjöllun um Bandaríkin í fjölmiðlum í Evrópu myndu fáir láta sér detta í hug að yrði Svíþjóð 51 . fylki Bandaríkjanna yrði það eitt fátækasta fylkið . Varið er þremur köflum í að fjalla um skatta­ uppbyggingu Svíþjóðar, Bandaríkjanna og Sviss sem síðan er borin saman við Ísland í köfl­ unum sem á eftir fylgja . Ég hef búið og starfað í öllum þessum löndum og þykist því þekkja eitthvað til þessara mála . Bókarhöfundur fjallar vel um þann mun sem er á löndunum en mér fannst vanta að teknir væru inn í umfjöllunina neysluskattar, svo sem virðisaukaskattur . Sem dæmi þá borga ég um 24% tekjuskatt í Sviss, þar sem ég bý, og 1% eignaskatt, en á móti kemur að vörur og þjónusta er dýru verði keypt, fyrir utan skóla . Í New York var ég að borga 50% skatta, fannst ég ekkert fá fyrir skattana, en á móti var þjónusta og vörur með litlum álögum . Í Svíþjóð voru tekjuskattarnir um 60% en á móti kom að heilbrigðiskerfið var framúrskarandi og skólakerfið í lagi . Neyslu­ skattarnir voru hins vegar einnig háir og verð á fjárfestingavörum (t .d . heimilistækjum og bílum) og neysluvörum með miklum skött­ um . Með öðrum orðum þá eru skattar í Sviss lágir, enda er það svo að tekjuskattar eru þeir skaðlegustu í hagfræðilegu tilliti, því þeir draga úr vilja fólks til að vinna, en neysluskattar þeir hagkvæmustu, því þá borga þeir mest sem neyta mests . Það er átakanlegt að núverandi ríkisstjórn, sem kennir sig við norræna velferð, áttar sig ekki á því að hin Norðurlöndin, sérstaklega Sví­ þjóð, hafa notið vaxandi velsældar á síðustu 10 árum með því að færa sig fjær þeim úreltu skattahugmyndum sem réðu þar ríkjum . Svíum tókst að sól unda því forskoti sem þeir höfðu eftir uppbyggingarárin sem fylgdu í kjöl far seinni heimstyrjaldarinnar með mikilli íhlutun ríkisins . Það gerðu Svisslendingar ekki . Útskýringar um eðli fjár magns tekjuskatta og virk áhrif skatta, sem eru miklu hærri en flestir halda, eru mjög gagn leg ar þeim sem lesa bókina en hafa ekki kynnt sér skattamál sérstaklega . Þannig er farið í gegnum það, að í gegnum fjármagnstekjuskatt er verið að skattleggja fjármuni sem áður hafa verið skattlagðir í gegnum tekjuskatt, annað hvort hjá fyrirtæki eða einstaklingi . Því sé 10% fjármagnstekjuskattur hærri í reynd, því hlutafélag þarf að borga 18% tekjuskatt, sem gerir eftir báða skatta um 26,2% sem er svipað og tekjuskattur almenns launþega, sem er með um 300 þúsund í laun . Hvers vegna þykir í kennsluskrá grunn skóla og framhaldsskóla sjálfsagt að kenna nem­ endum að jörðin sé ekki miðja sólkerfi sins, heldur sólin, sem er nokkuð sem engu barni myndi detta í hug af sjálfsdáðum, en láta hjá líða að kenna einföldustu grunnkenningar hagfræði? Það er ljóst að fleiri nemendur munu í framtíðinni taka þátt í hagkerfinu en ferðast um sólkerfið en samt er það svo að lítil rækt er lögð við að búa fólk undir þátttökuna . Sá leiði misskilningur að hagnaður eins sé tap annars er almennur . Hann er rót flestra ranghugmynda um hagkerfið og leiðir af sér ótrúlegustu vitleysur . Þær vitleysur eru lífseigar og erfiðara er að leiðrétta þær því lengra sem frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.