Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 20

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 20
18 Þjóðmál SUmAR 2010 Upplýsingum um lausafjárstöðu Straums var komið daglega til Fjármálaeftirlitsins og Seðla­ bankans og þá var breska fjármálaeftirlitinu, sem og matsfyrirtækinu Fitch gerð reglulega grein fyrir stöðu mála . Í janúar var unnið að nýrri áætlun innan bankans sem miðaði að því að skilgreina hvert yrði hlutverk Straums í hinu endurreista fjármálakerfi Íslands . Í þessu skyni var útbúin áætlun sem kynnt var undir nafninu Project Return . Þar var sýnt fram á mikið eigið fé bankans, en Straumur hefði staðið af sér ólgusjó sem nánast hefði kaffært öll íslensk fjármálafyrirtæki og þá væri það styrkur bankans að búa að ríkum alþjóðlegum tengslum með stærstan hluta sinnar starfsemi á erlendri grund . Bankinn hefði á að skipa færum stjórnendum, jafnt íslenskum sem erlendum .5 Stjórnendur Straums mátu það svo að bankinn hefði mikið fram að færa við uppbyggingu íslensks fjármálakerfis . Almennt var tillögunum tekið vel, en fulltrúar ríkisstjórnarinnar virtust fremur hafa hugann við framtíð sparisjóðanna og hvernig mætti koma þeim til bjargar .6 Síðla í febrúar ræddu þeir William Fall og Stephen Jack, fjármálastjóri Straums, talsvert saman um yfirvofandi lausafjárvanda bankans . Þá hafði það komið fram í viðræðum við fulltrúa lífeyrissjóða í desember 2008 að þeir vildu ekki koma með fjármagn inn í reksturinn af ótta við að á það yrði litið að þeir væru að styðja við bakið á Björgólfi Thor og þá var það skýr vilji þeirra að leggja innistæður sínar fremur á reikninga í ríkisbönkunum .7 William Fall, þáverandi forstjóri Straums, segir samvinnu við stjórnvöld hafa gengið afar illa og eigi það sér í lagi við um Fjár­ málaeftirlitið . Þá hafi mjög skort á forystu í þessum efnum . Stjórnvöld hafi verið sem höfuðlaus her .8 Í þessu sambandi er rétt að geta þess að skömmu áður en skilanefnd var sett yfir rekstur Straums­Burðaráss hafði bankastjórn Seðlabankans verið vikið frá störfum og nýr bankastjóri aðeins starfað 5 Project Return . Skyggnusýning Straums­Burðaráss 2009 . 6 William Fall, viðtal 21 . september 2009 . 7 Sama heimild . 8 Sama heimild . í fáeina daga, en það var erlendur maður sem ekkert þekkti til mála hér . Þá hafði Fjármálaeftirlitið verið án skipaðs forstjóra í rúman mánuð, eða frá þeim degi er Jónas Fr . Jónsson lét af embætti . Að mati Fall skorti tilfinnanlega þekkingu og reynslu innan stjórnkerfisins til að takast á við málefni af þessu tagi . Eigi þetta jafnt við um Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann, fjár mála ráðuneytið og viðskiptaráðuneytið . William Fall lítur svo á að það hafi verið hlut verk Fjármálaeftirlitsins að hafa stjórn á þessum málum, en þar á bæ virtust menn vart hafa burði til þess .9 Fall telur enn fremur að forystu leysi hinna opinberu stofnana sé bein afleið ing pólitískra væringa . Þetta hafi komið einna gleggst fram í ákafa vinstri stjórnarinnar við að koma formanni bankastjórnar Seðla­ bank ans frá völdum . Þá hafi í aðdraganda al­ þingis kosninga falist mikil pólitísk áhætta í því fyrir hvaða stjórnmálaflokk sem var að styðja við bakið á fyrirtæki, þar sem Björgólfur Thor Björg ólfs son væri meðal stærstu hluthafa . Stjórn völd hafi aukinheldur óttast að koma að rekstri Straums með nýtt hlutafé í ljósi þess hversu illa tókst til með fyrirhugaða aðkomu ríkisins að rekstri Glitnis . Öll áhersla stjórn valda hafi verið á að vernda íslenska innistæðu eigendur og þá á kostnað annarra kröfu hafa bankanna .10 Stíf fundahöld Síðla dags miðvikudaginn 4 . mars dró til tíðinda . Þá fékk William Fall símtal frá Peter Fox, starfsmanni breska fjármálaeftirlitsins . Spurð ist Fox fyrir um lausafjárstöðu bankans með hliðsjón af afborgunum af lánum sem væru á gjalddaga mánudaginn 9 . mars . Breska fjármálaeftirlitið var þess albúið að grípa til aðgerða gegn Straumi í Bretlandi ef ekki tækist að tryggja greiðslu þeirra afborgana sem voru á gjalddaga umræddan dag . William Fall gerði Tryggva Pálssyni, fram­ 9 Sama heimild . 10 William Fall: „Review of Events Leading up to STRB going into administration“ .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.