Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 127

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 127
 Þjóðmál SUmAR 2010 125 athafna og þess athafnaleysis sem þeir telja til vanrækslusynda einstakra stjórnmálamanna og embættismanna og falls bankanna og hruns krónunnar . Nefndin kaus að láta rökstuðning um þetta lykilatriði hanga í lausu lofti . Æski legt hefði verið að í fyrstu bók um skýrsluna hefði verið kafað dýpra í þetta atriði annað hvort til að styðja niðurstöðu nefndarinnar eða gagnrýna hana . Í skýrslunni er hugtakið laga­ hyggja mikið notað . Stjórnvöld sæta ámælum fyrir að hafa einblínt um of á þröngan bókstaf laganna fremur en markmið þeirra og æðri tilgang varðandi beitingu á valdheimildum gegn bönkunum . Starfshópur nefndarinnar um siðferði verður ekki skilinn á annan veg en að stjórnvöld hefðu átt að hafa að engu þær kröfur sem dómstólar og umboðsmaður Alþingis hafa í vaxandi mæli á undanförnum árum sett fram um takmörkun á beitingu refsikenndra viðurlaga af hálfu stjórnvalda . Tvískinnungur af þessu tagi hefði verið vert umfjöllunarefni í þessari bók því hann veikir skýrsluna án frekari röksemdafærslu . Hér koma líka til skoðunar sjónarmið um afturvirka lagatúlkun . Í einstökum tilvikum virðast ályktanir höf­ undar ekki ríma við texta skýrslunnar . Það á til að mynda við pælingar rannsóknarnefndar­ innar á evrópskum réttarheimildum varðandi skuldbindingar EES­ríkjanna gagnvart inni­ stæðu tryggingarsjóðnum . Sams konar rímleysi kemur fram á bls . 120 þar sem höfundur kemst að þeirri niður­ stöðu að nefndin gagnrýni einstaka þætti í efnahagsstjórninni sérstaklega frá árinu 2004 . Af því tilefni er vitnað orðrétt í skýrsluna um mót vægisaðgerðir við aflasamdrætti 2007 . Enn fremur vitnar höfundur í texta skýrslunn ar um gagnrýni Seðlabankans snemma árs 2003 um ónógt aðhald í ríkisfjármálum og öðrum þáttum vegna Kárahnjúka . Sú gagnrýni beind­ ist augljóslega að ákvörðunum ríkisstjórn ar árið 2002 og fyrr . Þá er tilvitnun í skýrsluna um gagnrýni á útlánaþenslu Íbúðalána sjóðs 2004 . Þær ákvarðanir voru teknar við stjórn­ ar myndun 2003 . Með öðrum orðum: Þau skörpu skil sem höf­ undur segir að skýrsluhöfundar geri í gagn rýni á efnahagsstjórnina eftir 2004 koma alls ekki fram í þeim tilvitnunum sem hann velur til rökstuðnings fyrir þessari ályktun . Slíkt rímleysi milli efnis og ályktana er svo ólíkt skrifum höfundar frá fyrri tíð að það verður tæpast skýrt með öðru en tímaskorti . Á hinn bóginn bendir höfundur réttilega á að skýrsla rann sóknar­ nefndarinnar er ekki áfellisdómur yfir þeirri hug myndafræði sem bjó að baki efnahagsstefnunni . Hann vekur þannig athygli á að nefndin taki undir mark aðs væðingu, brott­ hvarf hins opinbera úr at vinnu rekstri og opnun hagkerfisins . Mikilvægt er fyrir þjóðfélagsumræðuna að draga þetta sjónarhorn fram . Satt best að segja hefði höfundur mátt fara mun dýpra í skil greiningu sína á þessum þætti . Margir hafa dregið upp falsmynd af skýrslunni um þessa hluti . Sú falsmynd er notuð í stjórn­ málabaráttunni . Þó að höfundur hefði mátt gera þessum þætti meiri og betri skil er stutt athugasemd hans um þetta efni vissulega einn af kostum bókarinnar . Í kaflanum um Seðlabankann vitnar bókar­ höfundur í skýrsluna þar sem greint er frá fram­ burði Sturlu Pálssonar framkvæmdastjóra hjá bankanum . Hann sagði þar: „En í rauninni var staðan hjá þeim (bönkunum) strax í ársbyrjun 2008 þannig að allar aðgerðir til þess að reyna að þrengja að þeim hefðu drepið þá og þess vegna vorum við eiginlega komnir á hjá þeim og eftir það gekk þetta út á það að reyna að halda kerfinu gangandi .“ Þessi setning snýst um eina af grund vallar­ spurningum rannsóknarinnar . Sjálf kemst nefnd in á öðrum stað að þeirri niðurstöðu að bönk un um hafi ekki verið viðbjargandi eftir 2006 . Nefndin virðist að þessu leyti vera sam­ mála Sturlu . Höfundur hefði gjarnan mátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.