Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 73

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 73
 Þjóðmál SUmAR 2010 71 Þótt hugsanlegt væri að „covenantar“ kynnu að gera björgunaraðgerðir erfiðari en ella, voru þeir ekki ávísun á gjaldþrot bankans eins og fyrri kosturinn sem nefndur var . Varðandi greinina sem vitnað er til um milli­ liðalausan aðgang, þá átti Seðlabankinn auðvitað slíkan milliliðalausan aðgang við bankana í verulegum mæli og einstakir starfsmenn Seðla bankans áttu sína föstu tengiliði í fjár­ málastofnunum til að stuðla að sem bestri upp lýsingasöfnun . Hún gekk þrátt fyrir það ekki alltaf hnökralaust fyrir sig, einkum eftir að syrta tók í ál bankanna og æ fleiri starfsmenn voru bundnir við fjáröflunarverkefni og önnur krefjandi verkefni sem tengdust beint og óbeint versnandi stöðu viðkomandi banka og fjármálastofnana . Starfsmenn Seðlabankans kvört uðu einnig iðulega yfir því að þeir fengju upplýsingar í lakara formi og götóttari og mun seinna en áður, vegna þess að þeirra tengiliðir væru nú störfum hlaðnir við verk sem tengdust öðru en reglubundnum verkefnum . Tóku banka stjórar Seðlabankans, einn eða fleiri, þessi kvört unarefni oft upp við æðstu stjórnendur við skiptabankanna . Lagaðist staðan þá gjarnan um hríð en fór oft fljótt í fyrra horf . En mestu máli skiptir að 1 . mgr . 29 . gr . laga nr . 36/ 2001 veitir engar heimildir umfram það sem hér er lýst og best sést af 2 . mgr . sömu laga, sem sýnir að skylda til að veita bankanum upplýsingar takmarkast við þarfir hagskýrslugerðar . Til að skýra fyrir nefndinni að þessi kostur var alls ekki fyrir hendi verður eftirfarandi tekið fram: Fjármálastofnanirnar og Fjármálaeftirlitið litu svo á að samkvæmt lögum giltu ákvæði bankaleyndar um fyrirtæki og einstaklinga einnig gagnvart SÍ sem öðrum . Á því væri enginn munur . Enda birti Seðlabankinn fyrr eða síðar nær allar þær upplýsingar sem hann fékk frá bönkunum, þótt stundum væri það í samþjöppuðu formi og reynt væri að gæta þess að upplýsingar sýndu ekki endilega hvaða hlut einstakar fjármálastofnanir ættu í upplýsingunum . Þetta var þó ekki auðvelt að tryggja vegna lítils fjölda fjármálafyrirtækja, og einkum vegna þess að stóru bankarnir voru aðeins þrír, svo kunnáttumenn gátu því líklega með samanburði aftur í tímann gert sér allgóða grein fyrir við hvaða banka einstakar upplýsingar áttu . Til fróðleiks og sem sýnishorn skal nefnt eftirfarandi atvik: Bankastjórar eins viðskiptabankanna komu á fund bankastjórnar ásamt nokkrum helstu sérfræðingum sínum . Til að auðvelda skýringar á máli því sem þeir vildu ræða dreifðu þeir greinargerðum á fundinum til bankastjórnar og helstu sérfræðinga hennar, sem voru á fundinum . Þegar nokkuð hafði verið blaðað í þeim gögnum rak bankastjórnin augun í að þar kom fram nafnalisti yfir nokkra tugi af stærstu innstæðueigendum í viðkomandi banka og hvað hlutaðeigandi ættu þar inni á reikningum sínum . Formaður bankastjórnar stöðvaði þegar fundinn, safnaði saman greinargerðunum sínum megin borðsins og benti gestunum á að þessar upplýsingar, þótt býsna fróðlegar væru sjálfsagt, hvorki ættu né mættu fulltrúar Seðlabankans fá að sjá . Bankastjórarnir sögðust vel vita það og þarna hefði verið um mistök að ræða hjá þeim sérfræðingum sem tóku gögnin saman og beðist var velvirðingar á því . E n mestu máli skiptir að 1 . mgr . 29 . gr . laga nr . 36/ 2001 veitir engar heimildir umfram það sem hér er lýst og best sést af 2 . mgr . sömu laga, sem sýnir að skylda til að veita bankanum upplýsingar takmarkast við þarfir hagskýrslugerðar . Til að skýra fyrir nefndinni að þessi kostur var alls ekki fyrir hendi verður eftirfarandi tekið fram: Fjármálastofnanirnar og Fjármálaeftirlitið litu svo á að samkvæmt lögum giltu ákvæði bankaleyndar um fyrirtæki og einstaklinga einnig gagnvart SÍ sem öðrum . Á því væri enginn munur .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.