Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 100

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 100
98 Þjóðmál SUmAR 2010 Heimsvæðing viðskiptanna Á18 . öld var grunnur lagður að iðnvæð ingu Vesturlanda með uppfinningu Skotans James Watt á gufuvélinni og kenningum Adams Smiths um það, hvernig leysa skyldi úr viðjum mátt fjármagnsins til uppbyggingar atvinnulífsins og atvinnusköpunar fyrir ört vaxandi mannfjölda, sem streymdi úr sveitum til þéttbýlis . Auðlegð þjóðanna vísaði veginn til meiri hagvaxtar en þekkzt hafði bæði fyrr og síðar og þar með þjóðfélags, sem gaf öreigum allra landa von og raunhæfa möguleika á að komast í betri álnir en forfeður þeirra höfðu notið . Á 19 . öld kom svo fram gagnstæð kenn ing, „Auðmagnið“, eftir iðnrekandann Friedrich Engels og hagfræðinginn Karl Marx . Í mót­ setningu við fyrri kenninguna, sem boðaði vel megun einstaklinganna, í friðsamlegri sam­ keppni um auðlindir og markaði, í hlut falli við framlag þeirra sjálfra til þjóðfélagsins, var inntak hinnar seinni reist á stéttabaráttu og draumsýn um fyrirmyndarríki, sem stjórnað væri af upplýstum forsjármönnum (síðar „nómenklatúran“) í nafni öreiganna, þar sem hver þegn skyldi láta samfélaginu verðmæti í té eftir getu og fá frá því eftir þörfum sínum . Í ríki Marx og Engels skyldi enginn græða á vinnu annars manns og arðsemishugtakinu verða útrýmt . Arðrán hét það og heitir enn í munni sameignarsinna . Þetta reyndist ófram­ kvæmanleg bábilja og kallaði sára fátækt og hungursneyð yfir hundruð milljóna manna um áratuga skeið, þar sem sameignarstefnan náði undirtökunum vegna slysni á 20 . öld . Á 20 . öldinni tókust hugmyndakerfi frels­ is og markaðshyggju annars vegar og félags­ hyggjunnar harkalega á, og er skemmst frá því að segja, að kerfið, sem reist var á eignarnámi atvinnutækjanna og opinberum rekstri beið algert skipbrot . Sameignarstefnan varð bókstaflega gjaldþrota, er kerfi einkaframtaks, einstaklingsfrelsis og frjálsra viðskipta bar hana ofur liði . Frá hruni sameignarstefnunnar hafa heims viðskiptin blómgazt og alþjóðlegum stórfyrirtækjum vaxið fiskur um hrygg . Með fáeinum undantekningum má segja, að allar þjóðir sækist eftir beinum fjárfestingum þessara fyrirtækja og annarra með áhættufé til fjárfestinga í atvinnustarfsemi . Ástæðurnar eru t .d . þessar: • Gjaldeyrir streymir til landsins og bætir viðskiptajöfnuðinn án þess að skuldastaðan við útlönd versni; • miklar erlendar fjárfestingar bæta hag­ vöxtinn og skapa oftar en ekki mikla og fjölbreytta vinnu; • ofangreint leiðir til bætts efnahags, sér­ staklega verkalýðsstéttanna; • ný tækni og verkþekking berst til lands­ ins, þar sem innlend verktakafyrirtæki, birgj­ ar og viðskiptavinir, geta og verða í mörgum tilvikum að tileinka sér ný og bætt vinnu­ brögð; • þetta á t.d. við um verkundirbúning, öryggismál, aðbúnað á vinnustað, umhverfis­ vernd og kjaramál, sem iðulega hafa orðið fordæmisgefandi fyrir innlendu fyrirtækin; • erlendu fyrirtækin verða iðulega kjöl­ festufyrirtæki í sínu byggðarlagi með fjöl­ breytilegt starfsfólk og greiða há opinber gjöld; • vel þekkt er stefna erlendra fyrirtækja um að eiga vinsamlegt samstarf við sveitarfélagið, sem hýsir það, til að rækta langvarandi samband, öllum í hag; • oft er um miklar fjárfestingar að ræða, og vinsamleg sambúð við nágrannana myndar eins konar skjaldborg um fjárfestinguna og veitir íbúunum mikið atvinnuöryggi . Þversagnir Á Íslandi hefur lengi verið hatrömm and staða við þjóðfélagsbreytingar og tækni breytingar, þó að eitt af einkennum þjóðarinnar sé nýjungagirni og tækniáhugi . Er skammt að minnast átthagafjötranna og þurrabúðarmanna, baráttunnar gegn sím­ anum 1905 og gegn iðnvæðingu Skúla fógeta Magnússonar upp úr miðri 18 . öld, og gegn iðnvæðingu og virkjunarstefnu Einars
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.