Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 110

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 110
108 Þjóðmál SUmAR 2010 Þeir, sem það gerðu, ættu tafarlaust að afsala sér þingmennsku og eiga ekki afturkvæmt á þing á kjörtímabilinu, nema kjósendur þeirra sæju engin missmíði á ráði þeirra og kysu þá aftur . Sömuleiðis ætti stjórnarskráin að fara að dæmi Breta og takmarka sem mest frumkvæðisrétt einstakra þingmanna, því að hann veldur nú mestum missmíðum á löggjöfinni . Loks ætti flokkstjórnunum á alþingi að vera innan handar að reisa nokkrar hömlur við málæðinu með því að segja nokkru einarðlegar fyrir verkum en hingað til hefir tíðkast . En hitt er sannast að segja, að mér er óskilj an legt, hver á að umbæta hina póli­ tísku bar dagaaðferð hér á landi, ef þjóðin gerir það ekki sjálf . Enginn lagabókstafur getur gert það, þar verður siðferðisleg gremja þjóðarinnar að koma til skjalanna . Nú er svo komið um suma, sem teljast þjóðleiðtogar, að einskis er örvænt um þá . Það virðist alveg undir hend ingu komið, hvort þeir fara með satt mál eða logið, þeir rangfæra orð og gerðir andstæðinga, ranghverfa málavöxtum og ljúga jafnvel heilsuleysi á menn, ef svo býður við að horfa . Nú þykir það undrum sæta um þvert og endilangt Ísland, ef einhver gerist til þess að segja sannleikann hlífðarlaust, hver sem í hlut á, en lygar og rógburður óhlut vandra manna eru daglegt brauð, sem mjög mörgum virðist falla vel og telja hina beztu næringu . Þetta mætti sanna greypilega með mörgum dæmum úr stjórnmálasögu hinna síðari ára, en þess er ekki kostur hér að þessu sinni . En ef svo verður stefnt lengi, þá er ekki gott að segja, hvar vér lendum um síðir . Þó verður það ef til vill hið skæðasta mein íslenzks þingræðis og verst viðfangs, ef engum flokki tekst að ráða meiri hluta atkvæða á alþingi . Minni hluta flokkur, sem fer með stjórn, verður að láta sér lynda, þótt þingið aðhafist margt, sem honum er ógeðfellt eða jafnvel andstyggilegt . Hann getur þá alltaf skotið skuldinni á aðra, enda er hvergi betri jarðvegur fyrir ábyrgðarleysi og hirðuleysi heldur en á þingi, sem tvístrast í marga flokka . Það nær í raun og veru engri átt að telja sakir á hendur Íslendingum, þó að þeir geti ekki fullnægt því frumskilyrði þingræðisins að skiftast í tvo hér um bil jafnstóra flokka, er fari með völdin til skiftis, því að því skilyrði getur engin þjóð fullnægt á vorum dögum, ekki heldur Englendingar, síðan kosningaréttur var rýmkaður þar í landi . Í raun og veru skiftast Íslendingar alls ekki í ákveðna flokka . Lifnaðarhættir og lífskjör flestra okkar eru svo lík, að skoðanir okkar verða sviplíkar bæði í pólitík og öðrum efnum . Ég skal engum getum að því leiða, hvernig vér eða aðrar þjóð­ ir fáum siglt fyrir þetta sker . Ef til vill gæti öðru vísi kosningaaðferð en nú tíðkast bætt nokkuð úr skák hér á landi . Þingmenn yrðu ef til vill ekki eins mislitir og marglyndir, ef þeir væru allir landskjörnir, en kjördæma­ kosningar yrðu lagðar niður . Þó er ekki sagt, að þetta úrræði yrði til verulegra bóta . En yfir höfuð virðist flokkatvístringin vera hinn versti ásteytingarsteinn þingræðisins í öllum löndum og væri víst fyrir löngu orðin því að fótakefli, ef menn hefðu hugmynd um, hverja stjórnartilhögun þeir ættu að setja í staðinn . Í slendingar eru nú staddir á vegamótum . Íslenzkt þingræði er ekki nema rúmlega tví­ tugt, en samferða því hafa orðið hinar mestu bylt ingar bæði í andlegum og verklegum efnum . Hér er því miður ekki rúm til þess að ræða um þau efni og skal aðeins minnzt á hina gerbreyttu afstöðu þjóðarinnar til kirkju og kristindóms . Hvað margir Íslendingar skyldu nú geta skrifað undir Augsborgarjátninguna með góðri samvizku? Ætli þeir yrðu fleiri en þeir, sem telja hið ríkjandi stjórnarfar hollt og þarflegt þjóðinni? En þegar svo er komið, að margt af því, sem á að gilda og ganga opinberlega sem sannleikur í landinu, er í raun og veru talið hégómi og hindurvitni af öllum þorra manna, þá er andleg heilbrigði þjóðarinnar í voða . Þá er ástatt fyrir henni eins og manni, er býr í húsi, sem er að grotna niður af fúa . Þó að hann sé heilsugóður, þá getur svo farið fyrir honum, að hann fúni sjálfur ásamt húsinu, bæði andlega og líkamlega .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.