Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 117

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 117
 Þjóðmál SUmAR 2010 115 6 þegar ég fer með honum í bæinn, en nr . 7 þeg ar ég fer með honum heim . Annað „vaff­ ið“ er gift gömlum kunn ingja mín um, sem ætl aði eitt sinn að breiða ís lenskan salt fisk yfir heim inn, en hitt er gift göml um við skiptavini frá bók sala tíð minni og auk þess ætt að úr Bol unga vík, gott ef ekki blóðskylt mér . Við ætlum að rekja saman ættir okkar síðar við tæki færi ef við fáum til þess leyfi frá mökum okkar . Sam eiginleg ættrakning karls og konu er nefnilega hættulegri en margur heldur . Þá sitja hjúin saman í sófa, hnén mætast og svo koll arn ir þegar rýnt er í plöggin (stelling Daða og Ragnheiðar í Skálholti) og maðurinn getur ekki gert annað við annan handlegginn en að leggja hann yfir herðar konunnar, og mega nú allir skilja að þetta er varasamt verk . Ég átti sem sé góða að í viðtalsumleitan minni við „aðal­vaffið“, V­I með rómverskri tölu . Í fórum mínum átti ég bókina Etiquette for Ladies and Gentlemen, sem ég hafði keypt á stríðs ár unum . Ekki man ég í hvaða skyni; ekki var ég þá í neinu tignarstandi, hausara blók á togara og varla þörf fyrir bókina um borð eða á búllunum í Grímsbæ . Þessi bók reyndist mér ógæfa . Hún var frá Viktoríutím anum . Svo rann upp sá dagur að ég fór í jakka frá Sævari og gekk á fund forsetans . Alla leiðina var ég að hafa upp fyrir mér virðuleg orð úr Viktoríu­siða bókinni og setja mig í virðulegar stellingar og þegar ég kom í bið­ stofuna í Stjórnar ráðs húsinu var ég gegnsós­ aður af virðu leg heitum . Það hefði ekki verið hægt að þekkja mig frá rekadrumbi, sem búinn var að velkjast lengi í hafi . Og svo kom forsetinn . Tign ar fólk sér ekki hvað maður hugs ar, fremur en aðrir, og ekki sízt leynast hugs anir þegar augun eru ekki leng ur spegill sálarinn ar, heldur orðin grámygluleg og þess utan ekkert lengur að spegla . Sálin orðin grárri en allt sem grátt er, ef ekki horfin . Forsetinn hefði snúið inn aftur ef hann hefði séð hvað ég hugsaði, og var það þó ósköp saklaust en ekki fyllilega passandi . Ég hugs aði rétt sisvona: – Já, satt segir Pétur, falleg er hún . Nú er frá því að segja, að ég var dálítið uggandi um hversu hlýlega forsetinn tæki á móti mér . Ég vissi að hann hafði orð á sér fyrir alúðlegheit við háa sem lága, en ég hafði snemma á fyrra kjörtímabili forsetans skrifað rabbgrein í Lesbókina og lagt þar út af tilraun forsetans til að afla markaðar fyrir íslenska menningu í Bandaríkjunum, sem var í sjálfu sér frá mínum bæjardyrum séð rétt spekúlerað . Að reyna fyrst við þá þjóð sem þykir opin og móttækileg fyrir undarlegum fyrirbærum . Og forsetinn hafði með sér sýnishorn . Það er alkunna að forsetinn er þeirrar trúar að íslensk nútímamenning eigi erindi til annarra þjóða og vill af því kynna íslenska tónlist, málverk og bækur, og sjálfur er forsetinn þvílíkur að hann gæti verið frá menningarþjóð . Hann hafði af sínum þjóðlegheitum brugðið yfir sig íslenskri lopapeysu í kalsaveðri og bar hana náttúrulega íslenskum prjónakonum til sóma, líkt og hann var listamönnum þjóðarinnar til sóma . En allt fór nú öðruvísi en ætlað var . Það kom ekki ein einasta pöntun í íslenskt listaverk af neinu tagi, en beðið um skipsfarma af Álafosspeysum . Ég niðraði ekkert forsetann í greininni, söm var hans gerð, en taldi mjög vafasamt að honum tækist að selja í útlandinu, þrátt fyrir sitt blíða bros, íslenska menningu . Ég er þó alls ekkert viss um að við séum ekki menningarþjóð . Það styður að minnsta kosti þá kenningu að við erum alltaf á hausnum . En líklega er menning okkar Íslendinga menning hins góða meðal­ lags, ekki hámenning og í heimi samkeppn­ innar selst aðeins það besta – eða versta . Forsetinn kom nú fram og gekk til mín eða ég til hans, eða við hvort á móti öðru . Maður hugsar ekki svo ýkja skýrt í mikilli geðshræringu . Forsetinn rétti mér netta hönd sína, sem ég læsti í krumlu minni, sem krepptist á unglingsárum og aldrei hefur náð að réttast . Hann sagði: – Sæll og blessaður . Þetta var allt annað en ég átti von á og kom flatt upp á allan minn orðaforða úr Viktoríu­ siðabókinni . Það er einn kosturinn við að alast upp í sjómennsku, að maður getur brugðist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.