Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 43

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 43
 Þjóðmál SUmAR 2010 41 Í ljósi alls sem að framan er ritað er ljóst og hafið yfir vafa að starfsfólk þeirra stofnana, sem setja áttu reglur á fjármálamarkaði eða sinna fjármálalegum stöðugleika, hefur góða og gilda ástæðu til að draga hlutlægni nefndarmannsins í efa . Ég tek hins vegar eftir því, þegar ég lít á þær umræður sem urðu um þetta mál á sínum tíma, að nokkrir hagfræðingar hafa tekið til máls og talið afar áríðandi að umræddur nefndarmaður haldi áfram störfum í nefndinni . Eru þar á ferð einstaklingar sem eftir þrot bankanna beittu sér af mikilli hörku í opinberum umræðum um málið og veittust mjög að Seðlabanka Íslands og mínum störfum og í sumum tilfellum minni persónu sérstaklega . Í ljósi eðlis hinna opinberu ummæla nefndarmannsins vekur ákefð þessara manna í að nefndarmaðurinn haldi áfram störf­ um í nefndinni, aukna athygli . Ég vænti staðfestingar þess af hálfu nefndar­ innar að umræddur nefndarmaður hafi á eng an hátt komið að niðurstöðum og áliti nefnd arinnar að því er varðar starfsfólk þeirra stofn ana sem nefndarmaðurinn fjallaði um opin berlega með framangreindum hætti áður en rannsókn nefndarinnar hófst . Ég þarf varla að taka fram hversu augljóst er, að sú stað­ hæfing á opinberum vettvangi, að starfs fólk eftirlitsstofnana hafi sýnt af sér slíkt sinnuleysi að heilt bankakerfi hafi hrunið, er ekki almenn saklaus hugleiðing, auk þess sem engu breytti um vanhæfi nefndarmannsins þótt að hann hefði einungis tjáð sig með almenn um hætti . Allir sjá, að eftir hin opinberu um mæli nefndarmannsins, í riti sem gefið er út í þeim háskóla, þar sem nefndarmaðurinn kenn ir, hefur nefndarmaðurinn persónulega hags­ muni af því, hvaða mat verður lagt á störf þess fólks sem sinnti þeim hlutverkum sem nefnd­ armaðurinn fjallaði um með þessum hætti . Má hér til nokkurrar glöggvunar vekja athygli á dómi Hæstaréttar Íslands í máli nr . 662/2009 sem kveðinn var upp 1 . desember síðastliðinn . Var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms að dómara bæri að víkja sæti í máli, þar sem hann hefði, með því að veita viðtal í framhaldi af því atviki er málið varðaði, tekið þátt í opinberri umræðu um málið . Bæri dómaranum því að víkja sæti, eins þó hann hefði aðeins fjallað um málefnið almennum orðum, sem hefðu eingöngu verið endursögn almennra staðreynda sem ekki væri deilt um . Vel þekki ég það almenna sjónarmið að vægari hæfisreglur séu að jafnaði gerðar til þeirra er taki stjórnsýsluákvörðun en þeirra sem með endanlegt dómsvald fari . Það al menna sjónarmið á sér skýringar sem eru ágæt ar, svo langt sem þær ná . Í þessu tilviki ná þær hins vegar mjög skammt, eins og ég mun rekja síðar . Þá hefur verið vakin athygli á því, að tengda ­ dóttir annars nefndarmanns, Tryggva Gunn ars­ sonar umboðsmanns Alþingis, hafi bæði fyrir og eftir bankaþrot starfað sem lögfræðingur í Fjár málaeftirlitinu . Mér er sagt að umræddur starfs maður hafi þar verið lykilstarfsmaður og allt í öllu á mörgum sviðum . Er óhjákvæmilegt að líta svo á að nefndarmaðurinn verði við þess ar aðstæður vanhæfur til að taka þátt í rann sókn á málefnum Fjármálaeftirlitsins og þá einnig annarra stofnana, því vitaskuld hljóta nefndarmenn oft að standa frammi fyrir því álitamáli hvort einstök málefni hafi fremur verið á verksviði Fjármálaeftirlitsins en annarra stofn ana . Er útilokað að líta svo á að vanhæfi nefnd armannsins takmarkist við þau mál þar sem umrætt venslamenni nefndarmannsins kemur við sögu undir eigin nafni, enda blasir við að lögfræðingar eftirlitsins starfa að fjölda mála sem svo eru afgreidd í nafni æðstu yfirstjórnar, auk þess sem umræddur starfsmaður mun hafa starfað afar náið með æðstu stjórn embættisins . Fer ekki hjá því að slíkir starfsmenn hafi af því hagsmuni hvernig fjallað verður um hlut þess embættis er þeir störfuðu hjá, þó að þeir hafi ekki farið með æðstu stjórn þess . Þá má með gildum rökum halda því fram, að komist opinber nefnd að því að Fjármálaeftirlitið hafi ekki sinnt skyldum sínum á tilteknum sviðum, og það hafi haft afdrifaríkar afleiðingar við þá atburðarás að bankakerfið hrundi, hvorki meira né minna, þá sé það álitshnekkir ekki aðeins fyrir æðstu stjórn þess heldur einnig lögfræðinga stofnunarinnar, ekki síst ef fyrir liggur að þeir hafi verið lykilstarfsmenn og unnið náið með yfirstjórninni . Hafi hlutaðeigandi lögfræðingur jafnframt verið um tíma upplýsingafulltrúi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.