Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 94

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 94
92 Þjóðmál SUmAR 2010 hans sem héldu áfram svipuðum pælingum er Thomas Kuhn (1922–1996) einna fræg­ astur . Í bók sinni The Structure of Scientific Revolutions, sem út kom árið 1962, notaði Kuhn sagnfræðilegar rannsóknir á þróun raun­ vísindanna til að rökstyðja að hún gerðist ekki með eins skynsamlegum hætti og Popper vildi vera láta . Kuhn efaðist um að vísindamenn tækju yfirleitt mikið mark á því þegar talsmenn nýrra kenninga eða sjónarmiða segðust hafa hrakið uppáhaldshugmyndir þeirra eða viðmið . Hann studdi þessar efasemdir um vitið í vísindunum með kenningu um merkingu vísindalegra hugtaka sem kvað á um að þeir sem störfuðu innan ólíkra kenningakerfa töluðu, í vissum skilningi, ólík tungumál – lykilhugtök hefðu ólíka merkingu – og því væri hæpið að niðurstaða sem fengist með því að beita aðferðum og hugtökum nýrra vísinda hrekti beinlínis eldri vísindi . Þessi svartsýna kenning um takmarkaða möguleika manna til að skilja hver annan ef þeir vinna innan kenningakerfa, sem byggjast á ólíkum grundvallarhugmyndum, er stundum orðuð svo að slík kerfi séu ósammælanleg . Í samtalinu við Magee ýjar Popper að þessum hugmyndum um ósammælanleika og segir: Stundum er þessi heimspeki varin með eftir­ farandi staðhæfingu: „Með því einu móti að hvor fallist á annars grundvallarhug mynd ir í upphafi getum við vænst þess að ná sam­ komu lagi í röklegri umræðu .“ Þessi heim­ speki lætur nokkuð líklega og skynsam lega í eyrum en hún hefur skelfilegar afleiðingar . Því hún sundrar mannkyninu í hópa – menningarhópa – sem geta ekki ræðst við af skynsamlegu viti heldur aðeins háð stríð . Þetta er ekki einungis léleg heimspeki, heldur, að minni hyggju, ósönn heimspeki – heimspeki sem hægt er að hrekja, þó ekki á þá lund að ég geti hrakið hana á fáeinum mínútum . (s . 211–12) Hér held ég að Popper hafi lög að mæla . Fólk með ólíkan bakgrunn og sundurleitan þanka­ gang getur skilið hvað annað ef það vill og reynir . Ef til vill þarf það stundum að hafa fyrir því að læra hvað annars mál . En fyrst hægt er að þýða kínverskar fornbókmenntir á íslensku hlýtur líka að vera hægt að „þýða“ mál vísindamanna af einum skóla svo spekingar af öðrum skóla geti numið og skilið . Það kann að vera rétt að vísindamenn hagi sér í reynd af mismikilli skynsemi en það stangast ekki á við það sem Popper sagði um gildi gagnrýni og skynsamlegrar rökræðu . Trúin á skynsemi og rökhugsun verður ekki hrakin með því að benda á dæmi um að mönnum mistakist að lifa eftir henni . Þá væri eins hægt að hrekja skoðanir þeirra sem trúa á frelsi og jafnrétti með því að segja að í raun hafi þrælahald tíðkast á öllum tímum . Skynsemin og leitin að sannleikanum er hugsjón og viðleitni rétt eins og trúin á frelsi og jafnrétti . Popper taldi að þessar hugsjónir ættu samleið og hikaði ekki við að tengja kenningar um eðli þekkingar við stjórnmálaskoðanir sínar . Ég lýk þessum pistli á dæmi um slíka tengingu í greininni „Um uppsprettur þekkingar og vanþekkingar“: Trú frjálslynds manns – trúin á mögu leika lögstjórnar, réttlætis, grundvallar rétt inda og trúin á frjálst samfélag – getur hæg lega þolað að viðurkennt sé að dómarar séu ekki alvitrir og geti skjátlast um staðreyndir og að í reynd sé fullkomnu réttlæti aldrei fyllilega náð fram í nokkru dóms máli . En trúin á möguleika réttarríkis, rétt lætis og frelsis getur tæplega þolað að fallist sé á þekkingarfræði sem kennir að engar hlutlægar staðreyndir séu til, ekki aðeins í þessu tiltekna máli heldur í hvaða öðru máli sem er, og að dómaranum hafi ekki getað skjátlast um staðreyndir vegna þess að hann getur ekkert frekar haft rangt fyrir sér um staðreyndir en rétt . (s . 30)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.