Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 28

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 28
26 Þjóðmál SUmAR 2010 Klukkan fimm að morgni mánudagsins 9 . mars kom skilanefndin til höfuðstöðva Straums . Formaður hennar var skipaður Reynir Vignir, en aðrir nefndarmenn voru Kristinn Freyr Kristinsson, Arna Guðrún Tryggvadóttir, Elín Árnadóttir og Ragnar Þórður Jónasson . Fimm­ menningarnir í skilanefndinni virtust ekki vita hvert hlutverk þeirra væri og þurftu að hringja fjölmörg símtöl til Fjármálaeftirlits til að fá svör við fyrirspurnum stjórnenda Straums .39 William Fall spurði formann skilanefndarinnar þriggja spurninga þá um nóttina: Hver væri eigandi bankans, í umboði hvers væri hann nú sem forstjóri og hvort gætt yrði jafnræðis gagnvart kröfuhöfum . Formaður nefndarinnar gat ekki svarað fyrri spurningunum tveimur, en innlendir innistæðueigendur nytu forgangs umfram aðra kröfuhafa .40 Það sem blasti við stjórnendum Straums var: • að við svo búið var stjórnendum félagsins óheimilt að leita greiðslustöðvunar; • að bankinn gat ekki hafið viðskipti að nýju nema fyrirmæli kæmu þar að lútandi; • að lokað yrði með viðskipti á hlutabréfum félagsins í Kauphöllinni; • að til stæði að vernda innistæður íslenskra innistæðueigenda í Straumi sérstaklega og þar með yrði gengið á rétt annarra kröfu hafa . Þetta væri að þeirra mati beinlínis ólög legt .41 Hins vegar var öldungis óljóst: • hvernig eignarhaldi bankans væri háttað; • hvort hann yrði áfram starfræktur; • hver framtíð starfsfólksins yrði; • hver lagaleg staða bankans væri, jafnt með tilliti til íslenskra laga og ekki síður með hlið­ sjón af alþjóðlegum reglum .42 William Fall ráðfærði sig við Óttar Pálsson og voru þeir báðir þeirrar skoðunar að staða 39 William Fall, viðtal 21 . september 2009 . 40 Tölvupóstur William Fall til Ingva Snæs Einarssonar, dags . 20 . ágúst 2009 . 41 William Fall: „Review of Events Leading up to STRB going into administration“ . 42 Sama heimild . Williams væri óverjandi (e . untenable position) og því ekki um annað að ræða en hann segði starfi sínu lausu . Þegar þarna var komið sögu var klukkan 5:30 .43 Stephen Jack var mættur til skrifstofu sinnar í Lundúnum klukkan 6:00 um morguninn og átti samtal við Fall, sem tilkynnti honum að sett hefði verið skilanefnd yfir bankann og að hann hefði afráðið að láta af störfum . Fall skýrði þessa ákvörðun svo fyrir Jack, að hann kysi að hverfa frá störfum í ljósi þess að íslenska Fjármálaeftirlitið hygðist mismuna innistæðueigendum á grundvelli þjóðernis . Slík mismunun gengi í berhögg við Evrópu­ tilskipanir og hann gæti ekki hugsað sér að koma nærri ákvörðunum sem hugsan lega vörðuðu við lög . William Fall taldi sér ekki fært að sitja lengur í embætti forstjóra við þessar aðstæður vegna óljósrar stöðu og ólöglegrar meðferðar á kröfuhöfum og nefndi við Jack að það ætti hugsanlega einnig við um hann .44 Þá þegar um morguninn var unnið að því hörðum höndum að semja áætlun um sam­ skipti bankans, jafnt inn á við sem út á við, en útibúin í austanverðri Evrópu opnuðu tveimur tímum fyrr en skrifstofan í Reykja­ vík . Því var nauðsynlegt að upplýsa stjórn­ endur þar undireins um það sem gerst hafði . Það féll algjörlega í hlut stjórnenda Straums að upplýsa fjölmiðla og þar með almenning um hina skyndilega breyttu stöðu en skilanefndin kom ekkert að málum strax, enda virtist hlutverk hennar enn vera mjög óljóst og gátu nefndarmenn lítið svarað spurning­ um stjórnenda Straums og þurftu ítrekað að hringja til Fjármálaeftirlitsins um leið­ beiningar .45 Klukk an 7:45 var tilkynning send Kaup höll inni um að skilanefnd hefði tekið yfir vald hlut hafa fundar og starfsmannafundir boð að ir klukkan 9:00 . Enn fremur var boðað til fram kvæmdastjórnarfundar . William Fall flaug til Lundúna síðdegis hinn 43 Tölvupóstur William Fall til Ingva Snæs Einarssonar, dags . 20 . ágúst 2009 . 44 Tölvupóstur Stephen Jack til William Fall, dags . 24 . ágúst 2009 . 45 Tölvupóstur William Fall til Ingva Snæs Einarssonar, dags . 20 . ágúst 2009 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.