Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 62

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 62
60 Þjóðmál SUmAR 2010 Seðlabankinn hafi farið að lögum varðandi þau atriði sem greinir í 2 . lið III . kafla . Má raunar segja sama um athugasemdir nefndarinnar í flestum köflum bréfs hennar og verður af því sama ályktun dregin . Verkaskiptingu innan bankastjórnar var þannig háttað að upplýsingasöfnun lá undir forsvari Eiríks Guðnasonar bankastjóra . Þótt sú verkaskipting breyti engu um ábyrgð bankastjórnarmanna leyfi ég mér að vísa til svars hans um það atriði auk viðbótarathugasemdar minnar . Svar Eiríks Guðnasonar um þetta atriði er eftirfarandi: Eins og fram kemur hjá nefndinni undir þessum tölulið safnaði Seðlabankinn með reglu bundn­ um hætti upplýsingum um stöðu innlána er­ lendra aðila í íslenskum fjármálafyrirtækjum . Raun ar á þetta ekki aðeins við um innlán heldur var gerður greinarmunur á erlendum við skipta vinum og innlendum í öllum liðum efna hagsreikningsins, svo sem varðandi útlán, hluta bréfaeign o .fl . Í mörg ár hafa skýrslur frá bönk unum til Seðlabankans náð yfir hvern banka í heild, þ .e . móðurfélag og útibú, innlend og erlend . Upplýsingar um stöðu einstakra efnahagsliða í tiltekinni starfsstöð hefðu ekki haft neina þá þýðingu að ætti að gefa nefndinni ástæðu til að íhuga vanrækslu á þann hátt sem hún lýsir . Nefndin bendir á að innlán í útibúum erlend­ is féllu undir Tryggingasjóð innstæðueigenda og fjárfesta . Þetta er auðvitað rétt, en benda verður á að í þágildandi lögum var ekki gerður greinar­ munur á slíkum innlánum og öðrum gagnvart Tryggi ngasjóði innstæðueigenda og fjárfesta . Reglu bundin upplýsingaöflun Seðlabankans og birting upplýsinga báru með sér mikinn vöxt innlána erlendra aðila árin 2007 og 2008 sem öll féllu undir Tryggingasjóðinn hvort sem þau komu inn í erlendar starfsstöðvar eða innlendar . Á fundum bankastjórnar Seðla­ bankans með fulltrúum bankanna voru oft gefnar upplýsingar umfram þær sem safnað var með reglubundum hætti, þar á meðal um stöðu innlána á Icesave reikningum og skiptingu þeirra í bundin og óbundin innlán . Þá nefnir nefndin að fé sem kom inn á inn lánsreikninga í London kunni að hafa runnið til Íslands . Hafa verður í huga að það gilti ekki neitt bann við því að færa fé milli einstakra eininga innan banka, þannig að ein eining eignaðist kröfur á aðrar . Slíkar milli­ færslur eru eðlilegur þáttur í starfsemi banka, m .a . vegna lausafjárstýringar . Sem dæmi geymdi Landsbankinn myndarlega fjárhæð á gjaldeyrisreikningi í Seðlabankanum í sterlings­ pundum í ágústmánuði 2008 . Ætla má að leið þess fjár hafi verið frá útibúinu í London til höfuðstöðva á Íslandi . Þess má geta að sumarið 2008 ráðgerði upp­ lýsi ngasvið Seðlabankans, að minni beiðni, að hefja söfnun upplýsinga um hreina stöðu ein­ stakra starfsstöðva hvers banka erlendis gagn­ vart bankanum í heild . Ætlunin var ekki að leita að einhverju óeðlilegu í starfsemi bank anna, aðeins að reyna að varpa skýrara ljósi á mikil­ vægan þátt í starfsemi þeirra . Þessi upp lýsinga­ söfnun var ekki hafin fyrir fall bank anna . Þá víkur nefndin að áhyggjum sem forsvars­ menn Englandsbanka lýstu fyrir bankastjórum Seðlabanka Íslands á fundi snemma í mars 2008 af því að mögulega yrði mikið tekið út af reikningum í bönkum, þ .m .t . Landsbanka Íslands í London . Seðlabanki Íslands hafði sömuleiðis áhyggjur af þessu, bæði vegna þess að dæmi voru um áhlaup á banka í Bretlandi, svo og vegna neikvæðrar umfjöllunar um íslensku bankana og íslenskt efnahagslíf . Þótt Seðlabanki Íslands hefði haft ítarlegri upp­ lýsingar um stöðu einstakra efnahagsliða í ein­ stökum einingum bankanna hefði það ekki dregið úr þeirri hættu . Í athugasemdum við frumvarp um nefndina kemur skýrt fram, að séu athugasemdir nefndarinnar um mistök og vanrækslu byggðar á lagatúlkun sé nefndinni einnig rétt að reifa hana . Það gerir nefndin ekki . Hún nefnir hvorki skráð né óskráð lög .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.