Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 23

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 23
 Þjóðmál SUmAR 2010 21 hafa tekið átján milljónir evra út úr bankanum laust fyrir helgina . Var þetta tilkomið vegna mikillar lækkunnar á hlutabréfamörkuðum, en gefin höfðu verið út fjölmörg veðköll af þeim sökum .17 Höfundur hefur ekki fund­ ið heimildir sem styðja að hugsanlegur upp­ lýsingaleki frá stjórnvöldum hafi leitt til hinna miklu úttekta . Að morgni laugardagsins 7 . mars átti Óttar Pálsson óformlegt símtal við einhvern af undirmönnum viðskiptaráðherra .18 Fann Óttar að því að stjórnvöld gæfu erfiðleikum Straums ekki nægjanlegan gaum . Óttar gerði William grein fyrir efni þess samtals og William punktaði hjá sér að Óttar is being informed that, while the matter was being discussed, a big issue was going to be that the Government could not afford to be seen “saving” BTB [Björgólfur Thor Björg­ ólfsson] in any way .19 Svein Harald Øygard kannast ekki við að skort hafi á pólitískan vilja til að bjarga Straumi . Þvert á móti hefðu allar ákvarðanir Seðlabankans verið teknar á faglegum grundvelli . Í samtali við höfund tók hann þó fram að hann gæti vitaskuld ekki svarað fyrir aðrar stofnanir .20 Stjórnendur Straums sendu talsvert af texta ­ skilaboðum með símum og áttu símtöl við ýmsa ráðamenn, jafnt í ríkisstjórninni, ráðu ­ neyt unum, hjá Fjármálaeftirlitinu og Seðla ­ bank anum . Engin viðbrögð bárust um hvaða áform ríkisstjórnin, Fjármálaeftirlitið eða Seðla bankinn hefðu . Að sögn William var Straumi gert afar erfitt um vik að taka frekari ákvarðanir þar sem ekki fengust nein skýr svör hjá opinberum aðilum, auk þess sem óljóst var hver væri hinn rétti viðsemjandi fyrir ríkisins hönd . Þeir William Fall og Stephen Jack ræddu enn 17 „Stjórnendum Straums átti að vera ljóst hvert stefndi .“ Fréttablaðið, 10 . mars 2009 . 18 Óttar rak ekki minni til þess, í samtali við höfund, hver þessi starfsmaður væri . 19 William Fall: „Review of Events Leading up to STRB going into administration“ . 20 Svein Harald Øygard, viðtal 17 . desember 2009 . á ný við Peter Fox hjá breska fjármálaeftirlitinu klukkan tíu að morgni laugardagsins . Eina vonarglæta bankans var að jákvæð niðurstaða fengist eftir fyrirhugaðan fund stjórnenda Straums með fulltrúum stjórnvalda síðar um daginn . Fox minntist á að bankinn þyrfti að búa sig undir hugsanlegt greiðsluþrot .21 Klukkan 15:00 hófst fundur í fjár mála­ ráðuneytinu . Af hálfu Straums sátu á fundinum William Fall, Stephen Jack og Óttar Pálsson . Frá Seðlabankanum voru mættir Svein Harald Øygard og Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs bankans . Fundinn sátu einnig þeir Ragnar Hafliðason, starfandi forstjóri Fjár máleftirlitsins, Þórhallur Arason, fulltrúi fjár málaráðuneytis, og embættismaður úr við­ skiptaráðuneyti . Stjórnendur Straums höfðu útbúið mjög nákvæma greiningu á stöðu bankans og þeim aðkallandi vandamálum sem við væri að etja . Borin var upp formleg beiðni um lausafjárstuðning að fjárhæð hundrað milljónir evra til að ráða fram úr aðkallandi lausafjárvanda til skamms tíma . Til lengri tíma litið yrði dregið stórkostlega úr áhættu með sölu eigna . Straumsmenn reifuðu enn fremur þá hugmynd á fundinum að ríkið gerðist hluthafi í bankanum . Viðbrögð fulltrúa hinna opinberu stofnana voru lítil sem engin og sýndust þeir flestir mjög áhugalitlir og beinlínis flóttalegir . Fulltrúi viðskiptaráðuneytis yfirgaf fundinn að stundarfjórðungi liðnum og hann lét ekki í ljósi nein viðbrögð við hugmyndum Straums . Embættismennirnir úr fjármálaráðuneyti og frá Fjármálaeftirliti þögðu líka þunnu hljóði . Fundurinn stóð ekki lengur en fimmtíu mín­ útur . Seðlabankamenn voru öllu áhuga samari, sér í lagi Svein Harald .22 Í fjölmiðlum var síðar greint frá því að á laug­ ardeginum 7 . mars hefði stjórn endum Straums gefist kostur á að gera embættis mönn um grein fyrir stöðu bankans . Þessir embættismenn munu hafa verið frá fjár mála ráðuneyti og viðskiptaráðuneyti, en á umræddum fundi munu einnig hafa setið seðlabankastjóri og þrír fulltrúar frá Fjár málaeftirlitinu . Að sögn 21 William Fall, viðtal 21 . september 2009 . 22 Sama heimild .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.