Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 74

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 74
72 Þjóðmál SUmAR 2010 Þær „hugleiðingar“ að bankastjórnin hefði átt að reyna að fá „milliliðalaust“ upplýsingar um einstök atriði umfram það sem lög stóðu til eru því tæpast við hæfi . Breytir engu þótt Stefán Svavarsson hafi fengið slíkar upplýsingar við afar sérstakar aðstæður, þegar Glitnir banki gat ekki lengur séð starfsemi sinni borgið af eigin rammleik og tilboð hafði verið lagt fram um raunverulega yfirtöku ríkisins á bankanum, sem forráðamenn hans höfðu samþykkt . Þetta dæmi nefndarinnar er undantekningin sem sannar regluna, en ekki um hið gagnstæða, eins og nefndin virðist vera að reyna að gefa sér . Ef að nefndinni er mikið í mun að finna atriði þar sem bankastjórnin hafi gert mistök eða sýnt vanrækslu, þá má hugsanlega segja að Seðlabankinn hafi gengið of langt með söfnun upplýsinga skv . því blaði sem áður var nefnt frá 18 . júní og með því að skoða lánabók Glitnis eftir að sá banki hafði lýst yfir að hann myndi vilja falla undir forsjá ríkisins . Ef nefndin vill grípa þetta tækifæri, þar sem slíkar athugasemdir kynnu fremur að halda að lögum en þær sem gerðar eru í þessum tölulið, verður þó ekki komist hjá að vekja athygli á að þær stangast fullkomlega á við „það [sem] nefndin hefur til athugunar .“ Hitt er annað mál eins og sést á fjölmörgum minnisblöðum að bankastjórar viðskiptabankanna veittu munnlega á ört fjölgandi fundum með bankastjórninni margvíslegar upplýsingar og fróðleik sem var umfram það sem hagsýslugerð krafðist . En bankastjórnin gat ekki sannreynt hvort sögð væri öll sagan á slíkum fundum né hvort upplýsingum væri hagrætt eða hliðrað . Seðlabankanum var að lögum ekki ætlað að geta sannreynt slík atriði nema fyrir meðalgöngu Fjármálaeftirlitsins, sem reynst hafði torsótt leið og í þeim tilvikum sem hún var fær mjög seinvirk . Er ekki með því verið að áfellast þá stofnun . Hún taldi sig vera að fara að lögum og samstarfssamningi og starfa í anda lögmætisreglunnar og yfirmenn Seðlabankans gátu ekki gert athugasemdir við það . VI Að lokum Eins og áður er tekið fram virðast all mörg „athugunarefni“ nefndarinnar byggð á því að hægt sé að teygja verkefni Seðla banka ns um fjármálastöðugleika langt út fyrir það sem lög landsins og athugasemdir við lagafrumvörp marka þó bankanum með skýrum hætti . Það er hins vegar ljóst, eins og áður hefur komið fram að hluta, að það verður að teljast meginregla að stjórn valdið Seðlabanki Íslands má ekki fara yfir á valdsvið annarra stjórnsýslu­ og eftirlitsstofn­ ana nema lög beinlínis heimili slíkt berlega . Hefði Seðlabankinn gert það og til þess mætti rekja að fjármálakerfið hefði skaðast, væri meira en „hugsanlegt“ að bankastjórnin hefði gert sig seka um vanrækslu eða mistök . Það er hvorki hægt né viðeigandi í athugun á hinum miklu efnahagslegu hamförum sem urðu, að finna að því á aðra hönd að bankastjórn Seðlabankans hafi ekki leitast við að ganga heimildarlaust inn á verksvið annarrar stofnunar, „sem fór með skyld verkefni“ og á hina höndina að finna að því að bankastjórnin fylgdi ekki ná kvæm­ um forskriftum stjórnsýslulaga, þegar staðið var í storminum miðjum . Enda þótti nefnd­ armönnum sjálfum til dæmis rétt að fá heim­ ild í lögum um að almenn stjórnsýslulög og heimildir til kvörtunar til umboðsmanns Al­ þingis megi ekki ná til þeirra sjálfra . Fangar, sem framið hafa grófustu brot halda rétti sínum til að kvarta til þess embættis, drukknir ofbeldis­ Eða hvort skyldi vera sanngjarnara, að þeir sem á fáeinum klukkutímum þurfa að bregðast við stærstu spurningum, séu eltir með smásmyglislegum stjórnsýslusjónarmiðum, á meðan þeir sem hafa heilt ár til að vanda sig og taka sér þann tíma sem þeir þurfa, jafnvel lengri en lög leyfa, séu eftir sömu lögum fast að því friðhelgir?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.