Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 58

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 58
56 Þjóðmál SUmAR 2010 og forðast um leið að kalla á athygli eða valda óróa . Fyrsta breytingin var gerð í janúar 2008 . Þá var heimilað að leggja fram bréf í erlendri mynt og einnig var „útgefanda heimilt að leggja fram sértryggð skuldabréf sem varin eru með eignasafni fasteignaverðbréfa (e . covered bonds)“ . Að öðru leyti voru reglurnar um flest samhljóða reglum frá því í júní 2007, m .a . hvað snerti lánshæfismat . Ákvæði um það hafði fyrst verið sett í reglur í desember 2004 og var þá ákveðið að lágmarkið skyldi vera A­/A3 (Moodys/S&P) . Með þessum breytingum var bönkum gert kleift að gera fasteignalánasöfn sín þannig úr garði að hægt væri að veðsetja þau í Seðlabankanum . Nánast er óframkvæman­ legt fyrir seðlabanka að taka við slíkum eign­ um nema í ofangreindum búningi og rafrænt skráð . Í mars voru enn gerðar breytingar á reglum um viðskipti við Seðlabankann . Þær fólu í sér „að nægilegt [væri] að sértryggð skuldabréf hafi tiltekið lánshæfismat en fallið frá því skilyrði að útgefandi slíkra bréfa hafi lánshæfismat“ . Þetta var gert til að auðvelda smærri fjármálafyrirtækj­ um aðgang að lausafé gegn tryggum veðum . Í ágúst 2008 var reglum um viðskipti við fjár­ málastofnanir enn breytt og þær í senn þrengd­ ar og rýmkaðar . Nú var bönkunum heimilað að leggja fram eignavarin bréf (e . asset backed securities), önnur fasteignaveðbréf, enda yrðu þau sett í búning sem gerði Seðlabankanum kleift að taka við þeim með rafrænum hætti . Láns hæfismat eignavarinna bréfa var ákveðið AA+/AA1 að lágmarki . Jafnframt voru settar reglur sem takmörkuðu notkun ótryggðra banka bréfa í áföngum og skyldi hlutfall þeirra komið niður fyrir 50% af verðmæti trygginga áramótin á eftir . Þetta hlutfall var eftir því sem ég man ákveðið með hliðsjón af reglum norska seðlabankans, sem telst til varfærnustu seðlabanka . Hinn 1 . október 2008 var þetta hlutfall 46,4 % og 21 október sama árs 51,9 % og því ekki fjarri því sem að var stefnt að yrði um áramótin 2008–2009 . Ákvæðin um takmörkun á notkun ótryggðra bankabréfa voru almenn og ekki bundin við skuldabréf útgefin af íslenskum bönkum . Takmörkun á notkun þeirra auk heimilda til notkunar eignavarinna bréfa átti að vera þeim hvatning til að búa eignir í búning, sem gerði þær nothæfar í veðlánaviðskiptum . Fullyrðing nefndarinnar um að ekkert hafi verið aðhafst fyrr en 17 . júlí 2008 fær samkvæmt framansögðu ekki staðist . Að undanförnu hefur verið opinberlega rætt með æði einfeldningslegum hætti um veðlán Seðlabankans og þau verið tekin úr samhengi við annan raunveruleika . Þessu hafa stjórnað margir áköfustu spunameistarar landsins og í framhaldinu hafa nokkrir stjórnmálamenn haldið því á lofti að tapið af „tæknilegu gjald­ þroti Seðlabankans“ sé verra og alvarlegra en Icesave skuldabyrðin! Skuldin sem bókfærð er á Seðlabankann, og ríkið greiðir þessari stofn un sinni með skuldabréfi, fríaði ríkissjóð frá því að leggja sambærilega upphæð inn í nýju bankana eins og Fjármálaeftirlitið hafði tilkynnt Seðlabankanum með bréfi . Með breyttri forgangsröðun krafna, dregur ríkis­ sjóð ur úr framlögum sínum til tryggingar inni­ stæðna í samræmi við loforð hans, og lætur vís vitandi hluta af því hagræði lenda á sínum eigin seðlabanka . Ríkissjóður „tapar“ því engu fé og Seðlabankinn getur eftir sem áður sinnt hlutverki sínu hnökralaust . Því miður virðist nefndin hafa fallið fyrir hinum einfeldningslega spuna og verður að harma það . Óhjákvæmilegt er að gefa frekari skýringar á stöðunni fyrst misskilningur er uppi og því skal einnig eftirfarandi tekið fram: Í árslok 2007 myndaðist mikill kaup þrýst ing ­ ur á gjaldeyrismarkaði . Hann hélst fram í lok mars 2008 . Á þessum tíma veiktist gengi krón­ unnar um 30% og ljóst var að grípa þyrfti til Að undanförnu hefur verið opinberlega rætt með æði einfeldningslegum hætti um veðlán Seðlabankans og þau verið tekin úr samhengi við annan raunveruleika . Þessu hafa stjórnað margir áköfustu spunameistarar landsins . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.