Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 19

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 19
 Þjóðmál SUmAR 2010 17 fjár fest i ngafélaginu Vogabakka ehf ., Guð­ mund ur Kristjánsson, forstjóri og einn af stærstu hluthöfum Brims hf ., og James Leitner, for stjóri Falcon Management Corporation . Forstjóri bankans var William Fall en hann kom til starfa hjá Straumi sumarið 2007 . Hann var áður forstjóri allrar starfsemi Bank of America utan Bandaríkjanna, en starfstöðvar bankans voru alls í átján löndum þegar Fall lét af störfum þar í júní 2006 . Fall viðskiptabankanna þriggja Fram að hruni viðskiptabankanna þriggja hafði Straumur unnið markvisst að því að draga úr áhættu í rekstri bankans, meðal annars með sölu eigna . Efnahagur bankans var í ágætu horfi, eigið fé nam rúmum einum milljarði evra og lausafjárstaðan í íslenskum krónum var einkar sterk . Gjaldeyrisþurrð á haustdögum 2008 gerbreytti þessari stöðu og svo fór loks að gjaldeyrismarkaðir lokuðust nær alveg um tíma . William Fall hefur látið þess getið að Straumur hafi goldið fyrir afar slæmt orðspor hinna föllnu íslensku banka .1 Í kjölfar setningar hinna svokölluðu neyðar­ laga voru reikningar Straums hjá Commerz bank, Skandinaviska Enskilda Banken og Nordea frystir . Var álitið að þetta stafaði af því að menn teldu erlendis að þess yrði skammt að bíða að Straums biðu sömu örlög og annarra íslenskra banka . Hann yrði von bráðar færður undir skila­ nefnd á vegum Fjármálaeftirlitsins og þar með gengið á hlut erlendra kröfuhafa . Í Straumi höfðu menn þá upplýsingar um að finnska fjármála­ eftirlitið hefði lagt hömlur við því að finnskir bankar millifærðu fjármuni til Íslands og þá væntanlega í þeim tilgangi að vernda hagsmuni finnskra innlánseigenda Kaupþings og Glitnis . Takmarkanir finnska fjármálaeftirlitsins voru þó ekki bundnar við þessa banka, heldur stóð Straumi líka ógn af þeim þrátt fyrir að bankinn tæki ekki við innlánum í Finnlandi .2 Setning neyðarlaganna hafði gerbreytt rekstrarskilyrðum Straums til verri vegar . Erlendir viðskiptavinir 1 William Fall, viðtal 21 . september 2009 . 2 Tölvupóstur Óttars Pálssonar til Jónasar Fr . Jónssonar, dags . 10 . október 2008 . hættu nú óðum að efna skuldbindingar sínar við bankann þar sem þeir treystu ekki umgjörð fjármálastarfseminnar á Íslandi . Stjórn Straums kom saman til fundar í höfuð­ stöðvum bankans í Borgartúni hinn 21 . október . Þar kom skýrt fram í máli William Fall forstjóra að gjaldeyrisskortur væri helsta vandamál bank­ ans . Þá hefðu viðskipti við erlenda samstarfs­ aðila reynst erfiðleikum háð vegna hins slæma orð spors Íslands (e . the Iceland issue) .3 Lausafjárerfiðleikar Hinn 11 . febrúar 2009 gerðu starfsmenn Seðlabankans grein fyrir fjárhagsstöðu Straums á fundi í fjármálaráðuneytinu . Þar kom fram að í lok ársins 2008 hefði Straumur lagt fram beiðni í Seðlabankanum um hundrað milljóna evra lausafjárfyrirgreiðslu . Þá varð samkomulag milli aðila að Seðlabankinn veitti Straumi þá þegar lán gegn tryggingu að andvirði fimmtíu milljónir evra og að málið yrði aftur tekið til athugunar eftir áramótin og hefði Straumur nú óskað eftir því við Seðlabankann að hann veitti fyrirtækinu seinni helming fyrirgreiðslunnar gegn skilgreindum tryggingum . Daginn eftir, 12 . febrúar, rituðu þeir Indriði H . Þorláksson og Þórhallur Arason bréf fyrir hönd fjármálaráðherra til Tryggva Pálssonar í Seðlabankanum . Í bréfi sínu tóku þeir skýrt fram nauðsyn þess að Seðlabankinn aðstoðaði Straum eftir fremsta megni . Í niðurlagi bréfsins segir: Fjármálaráðuneytið telur að án þessarar fyrir­ greiðslu [fimmtíu milljónir evra] yrði Straum­ ur Burðarás fjárfestingabanki hf . í verulegum fjárhagsvanda . Hann gæti haft áhrif á fjárhag og samningsstöðu annarra fjármálafyrirtækja í hagkerfinu og haft víðtækar afleiðingar á viðkvæmum tíma . Því vill ráðuneytið með bréfi þessu staðfesta að það styðji það að Seðlabanki Íslands veiti Straumi Burðarási fjár­ festingabanka hf . umrædda fyrirgreiðslu gegn þeim tryggingum sem hann býður fram .4 3 Fundargerð stjórnarfundar Straums­Burðaráss fjárfest­ inga banka hf . 22 . október 2008 . 4 Bréf Indriða H . Þorlákssonar og Þórhalls Arasonar til Tryggva Pálssonar, dags . 12 . febrúar 2009 . Skjalasafn fjármálaráðuneytisins .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.