Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 76

Þjóðmál - 01.06.2010, Blaðsíða 76
74 Þjóðmál SUmAR 2010 Flest ir seðlabankar heims töpuðu verulegum hluta gjaldeyrisvarasjóðs síns í því umróti sem varð frá 15 . september og mánuðina þar á eftir . Gjaldeyrisvarasjóðir eru tryggðir með kaupum á pappírum og með því að hafa ákveðið lausafé mislengi bundið í erlend um fjármála stofnunum . „Öruggar“ fjár mála stofnanir fóru á höfuðið, langt yfir 100 í Bandaríkjunum einum, sumar virtar mjög eftir að hafa starfað áfallalaust í meira en heila öld . „Traust“ fyrirtæki fóru einnig um koll og verðmæti sem pappírar stóðu fyrir töpuðust . Því var ekki að undra þótt ýmsir seðlabankar töpuðu á milli 15 og 25 prósent af gjaldeyrisforða sínum . Íslenski seðlabankinn tapaði ekki krónu í erlendri mynt . Ástæðan var sú að hann hafði fest fé sitt af mikilli varúð og auðvitað hafði hann verið heppinn með ákvarðanir um geymslu lausafjár síns . Og þeir, sem fremur vilja leita sannleika en framleiða hann, munu viðurkenna að það var mikið gæfuverk að bankastjórn Seðla bankans lét ekki undan margvíslegum þrýstingi í aðdraganda bankahruns um að henda gjaldeyrisforða þjóðarinnar á bálið í þeirri von að við það myndi allt lagast eins og margir virtust trúa á . Þetta er nefnt, vegna þess að lögin um rann­ sóknarnefndina segja ótvírætt að hún sé fyrst og fremst sett á laggirnar til að leita sann leik­ ans . Hitt að finna sökudólga og koma höggi á stjórn endur, jafnvel með því að gefa sér að þeir hafi haft allar þær upplýsingar við hendina sem nefndin hefur nú, er í besta falli auka hlut­ verk nefndarinnar, og leiðbeiningar um slíkt augljóslega fremur sóttar í athugasemdir fremur en lagatextann sjálfan . Nefnd, sem getur ekki svarað því fyrr en að rúmur dagur lifir af níu daga andmælarétti, hvort að slíkur frestur verði framlengdur, ætti að skilja að lífið getur verið flókið, þegar heilt bankakerfi er að hrynja á skemmri tíma en nefndin tók sér til að svara hinni einföldu spurningu, sem blasir þó við að henni bar að eðlilegum stjórnsýsluháttum, að ekki sé minnst á almennar kurteisisreglur, að svara án tafar . Rannsóknarþolendur höfðu af því mikla hagsmuni . Þótt ég léti ekki eftir mér að biðja um slíkan frest er augljóst að allt annað hefði verið að frétta af framlengingu and mæla­ réttar strax í upphafi en daginn áður en hann átti að renna út . VII Samantekt Rannsóknarnefndinni er fyrst falið að leita sannleikans um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna . Þá á hún að leggja mat á hvort um mistök eða vanrækslu hefði verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi hér á landi og eftirlit með henni . Ef „athuganir“ nefnd­ ar innar, sem hún gefur kost á andmælum við eru byggðar á því að lög og reglur samkvæmt framansögðu hafi verið brotin ber henni að reifa, (það er að gera grein fyrir ) hvaða fyrirmæli gildandi laga og reglna hafi verið brotin . Í bréfi til mín, sem eins þriggja manna í fjölskipuðu stjórnvaldi, eru nefndir til sögunnar 8 töluliðir, þar sem getið er þátta, sem nefndin telur koma til álita að meta hvort bankastjórnin hafi gerst sek um mistök eða vanrækslu . Um ekkert þessara „athugunarefna“ er gefið til kynna að brotin hafi verið þágildandi lög eða reglur um fjármálastarfsemi og eftirlit með henni . Þar sem þess er ekki getið, verður að líta svo á, samkvæmt þeim lögum sem nefndinni ber að starfa eftir, að bankastjórnin hafi engin slík lög eða reglur brotið . Það hlýtur að draga mjög úr þunga og alvöru þeirra athugasemda sem nefndin segist Óhætt er að segja að starfsfólk bankans hafi unnið stórvirki ásamt því fólki sem kallað var fyrirvaralaust inn í bankann til aðstoðar . Nánast allt bankakerfið hrundi á einni viku . Seðlabankanum tókst samt að tryggja að innra peningakerfið virkaði nánast að öllu leyti, þrátt fyrir stórbrotið áfall sem enginn gat haft reynslu af . Íslenskir korthafar út um allan heim fundu vart að neitt hefði gerst .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.