Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.05.2000, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SIGUR FRJALSRA VIÐSKIPTA SAMÞYKKT fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrr í vik- unni um að koma á eðlilegum viðskiptatengslum við Kína er ekki einungis sigur fyrir bandarískt og kínverskt viðskipta- og atvinnulíf heldur er þessi samþykkt líka sig- ur frjálsra viðskipta í heiminum. Bandaríkjamenn og Kínverjar hafa haft viðskiptasamn- inga sín í milli í tvo áratugi, sem Bandaríkjamenn hafa endurnýjað árlega. En þar í landi hafa verið uppi háværar kröfur um að tengja þá endurnýjun kröfum um umbætur í mannréttindamálum í Kína. í kjölfar samþykktar fulltrúa- deildarinnar má gera ráð fyrir gífurlegri aukningu í við- skiptum á milli þessara tveggja ríkja, auðugasta ríkis heims og fjölmennasta ríkis heims. Sú aukning verður ekki bara þessum tveimur ríkjum til hagsbóta heldur mun áhrifa þessara auknu viðskipta gæta á viðskiptalífið í fjöl- mörgum öðrum löndum. Kínverjar munu nú opna risavaxinn markað á megin- landi Kína fyrir bandarískri framleiðslu, landbúnaðarvör- um, rafeinda- og fjarskiptabúnaði, fjármálaþjónustu, skemmtiefni og flestu, sem hægt er að selja. Þeir munu jafnframt lækka háa innflutningstolla á bandarískum vör- um og afnema takmarkanir á fjárfestingum Bandaríkja- manna í Kína. Innflutningur á bandarískum bílum til Kína mun stór- aukast. Bankar munu opna útibú í Kína og svo mætti lengi telja. Það liggur í augum uppi hversu víðtæka þýðingu þessi samningur hefur. Kraftmikið efnahagslíf í Bandaríkjunum hefur áhrif um allan heim og þ.á m. hér á íslandi. Þess vegna hefur samþykkt fulltrúadeildarinnar þýðingu fyrir okkur og aðra ekki síður en þjóðirnar tvær, sem hlut eiga að máli. LEIFAR HAFTA EN UM leið og ástæða er til að fagna því að frelsi í viðskipt- um þjóða í milli hefur tekið risastökk með samningum Bandaríkjamanna og Kínverja er ástæða til að minna á, að við íslendingar búum enn við leifar frá gamla haftakerfínu, sem á sínum tíma hélt íslenzku efnahagslífi í heljargreipum. Við búum enn við það fyrirkomulag að bannað er að flytja inn tO íslands ákveðnar vörutegundir og þá er átt við land- búnaðarafurðir. Þegar innflutningur hófst á ostum í takmörk- uðum mæli erlendis frá höfðu menn áhyggjur af afleiðingum þess fyrir ostaiðnaðinn á íslandi. Reynslan hefur sýnt að þær áhyggjur voru óþarfar. íslenzk ostagerð hefur haldið sínum hlut og vel það og hefur haft gott af þeirri takmörkuðu sam- keppni, sem hún nú býr við. M.a. vegna þess, að öllum er nú ljóst, að íslenzkir ostar standa ekki að baki erlendum ostum í gæðum nema síður væri. Hið sama mundi gerast ef innflutningur landbúnaðarafurða yrði gefinn frjáls. Neytendur hér mundu halda sig við íslenzk- ar mjólkurvörur og kjötvörur, bæði vegna þess, að gæði fram- leiðslunnar eru ótvíræð og líka vegna hins, að neytendur eru vanafastir og kunna betur við þær framleiðsluvörur, sem þeir þekkja af langri reynslu. Öll rök hníga að því að afnema eigi þessi gömlu höft í áfóngum. Til lengri tíma litið verður það ís- lenzkum landbúnaði til góðs. Raunar er ekki fráleitt að ætla, að slík samkeppni mundi verka eins og vítamínssprauta á landbúnaðinn og knýja atvinnugreinina til umbóta á mörgum sviðum, bæði í rekstri búanna sjálfra og vinnslustöðvanna. Athyglisvert er að Kínverjar hafa ákveðið að opna land sitt fyrir fjárfestingum frá Bandaríkjunum. Við íslendingar erum hins vegar ekki reiðubúnir til að leyfa erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi okkar, þótt rökin fyrir þeim takmörkunum heyri líka fortíðinni til. Það er tímabært að afnema þessar síðustu leifar haftakerf- isins á íslandi. Samningar Bandaríkjamanna og Kínverja ættu að verða mönnum hvatning til þess að taka til hendi. Reynslan er alls staðar sú, að frjáls viðskipti stuðla að vel- megun. Þau geta valdið einhverjum breytingum og sársauka um skeið en áhrifin eru öll jákvæð þegar til lengri tíma er litið. Þegar við gerðumst aðilar að EFTA fyrir 30 árum var opn- að fyrir innflutning, með hæfilegum aðlögunartíma, sem leiddi til þess að nokkur íslenzk iðnfyrirtæki hættu starfsemi sinni en í þeirra stað spruttu upp ný fyrirtæki og atvinnulífið margefldist. Sumir héldu að íslenzk sælgætisframleiðsla mundi leggjast niður, þegar innflutningur á sælgæti var gef- inn frjáls. Sælgætisiðnaðurinn á íslandi hefur aldrei verið sterkari en nú. Skriður kominn að nýju á undirbúning að KRÖFUR íslendinga um yfirráð hafsbotna utan efnahagslögsögunnar verða í brennidepli næstu árin, enda stytt- ist nú tíminn sem yfirvöld hafa tO að skOa inn greinargerðum vegna kröfugerða um hafsbotnsréttindi á Reykjaneshrygg, Hatton RoekaO og í sfldarsmugunni. Samkvæmt hafrétt- arsamningnum eiga íslendingar að skOa inn kröfum sínum til land- grunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna í síðasta lagi 16. nóvember 2004, en rannsóknir á þessum svæðum og frekari kortlagningu hafsbotnsins. Landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna tók til starfa árið 1997 og er hlutverk hennar að gera tillögur að ytri mörkum landgrunnsins sem byggi á 76. grein hafréttarsamnings- ins. Nefndin mun fara yfir kröfu- gerðir Islendinga og annarra þjóða, en nefndin starfar þó ekki sem dóm- stóll og mun því ekki taka afstöðu til þeirra svæða sem deilur standa um. Því er mikilvægt fyrir viðkomandi rfld að koma sér saman um hvaða kröfur eigi að gera áður en þær verða sendar til landgrunnsnefndar- innar, enda er þá líklegra að þær nái fram að ganga í tOlögum nefndarinn- ar um ytri mörk landgrunnsins. Nái ríkin ekki samningum um skiptingu sem landgrunnsnefndin getur fallist á gæti svo farið að svæði eins og Hatton Rockall yrðu alþjóð- leg hafsvæði og engin ríki hefðu þar réttindi umfram önnur tO nýtingar á auðlindum sem þar kunna að finnast. Aukið samstarf og samningar eru því lykflatriði í að leiða þessi mál til lykta og hafa Norðmenn þegar boðið Islendingum til samstarfs í sumar við mælingar á hafsbotni sfldarsmug- unnar og viðræður eru hafnar á nýj- an leik við Breta um Hatton Rockall- svæðið. Islendingar gera einir kröfu til Reykjaneshryggjar, en hafréttarsátt- málinn kveður á um að hinn djúpi út- hafsbotn og úthafshryggir eigi ekki að teljast hluti af landgrunni. Þetta er þó túlkunaratriði í samningnum og því ríður á að leggja fram gögn sem styðja kröfur Islendinga um að Reykjaneshryggur tilheyri land- grunni íslands. ísland meðal fyrstu ríkja til að setja fram landgrunnskröfur Steinar Þ. Guðlaugsson, jarðeðlis- fræðingur hjá Orkustofnun, segir að kröfur íslendinga snúist um að ætla sér landsvæði fyrir utan 200 mflna lögsöguna á grundvelli 76. greinar hafréttarsamningsins, þar sem tvær viðmiðanir eru einkum hafðar til hlið- sjónar. ,Aunars vegar er hægt að fara 60 sjómílur út fyrir rætur landgrunns- hlíðanna og hins vegar er hægt að fara að þeim punkti þar sem þykkt setlaga er 1% eða meira af fjarlægð- inni að rótum landgrunnshlíða, eða brekkufótar eins og við köUum það stundum. Ef þykktin er ein mfla mega vera 100 sjómflur að rótum landgrunnshlíðanna.“ Hann segir ísland hafa verið eitt allra fyrstu ríkja til að hefja undir- búning á sviði landgrunnskrafna og að víðtækar kröfur íslendinga, sem þeir settu fram á sínum tíma með Eyjólf Konráð Jónsson ritstjóra og alþingismann í broddi fylkingar, hafi komið nágrannaríkjunum nokkuð á óvart. Þær kröfur íslendinga voru byggðar á tiltækum kortum og lín- umar lagðar í röksemdafærslunni. Síðan þá hefur landgrunnsnefndin sett sér starfsreglur og lagt tals- verða vinnu í að samræma þær og ákveða hvaða kröfur verði gerðar til þeirra gagna sem lögð verða fram frá viðkomandi ríkjum. „Verkefnið framundan er að taka eldri tillögur íslendinga og endur- vinna þær með tilliti til nýrra tæknOegra viðmið- unarreglna. Segja má að við höfum byrjað snemma, en síðan hafa málin legið nokkuð lengi óhreyfð þar sem ekki hef- Y fírráð h aftur í br< talsverð vinna er framundan við A áttunda áratug aldarinnar lagði Eyjólfur Konráð Jónsson línurnar að kröfum Islend- inga vegna yfírráða hafsbotna utan 200 mílna lögsögunnar. Um þessar mundir eru að verða þáttaskil í þeirri vinnu og á næstu ✓ árum ræðst væntanlega hvaða árangri Is- lendingar ná í kröfugerðum sínum. Eiríkur P. Jörundsson kynnti sér málið. klúðra engu.“ Fresturinn til að skOa inn greinar- gerðum gæti þó orðið lengri en til ár- sins 2004, þar sem landgrunnsnefnd- in hefur sveigt nokkuð frá þeirri timasetningu í starfsreglum sínum. Kemur þar til að nefndin tók ekki til starfa á réttum tíma og ekki þarf að skOa inn kröfugerðum af öllum svæð- um í einu. Líklegt er einnig að greinargerð- um vegna svæða þar sem kröfur ríkja skarast verði vísað frá. Tómas Heiðar, þjóðréttarfræðingur hjá ut- anríkisráðuneytinu, segir að engu síður sé stefnt að því að allar grein- argerðir verði tObúnar á tOsettum tíma. Viðræður hafnar að nýju um Hatton Rockall Kröfur skarast talsvert á Hatton Rockall ur verið nein bein pressa á okkur að klára þetta. En nú fer að styttast í að við verðum að Ijúka okkar vinnu og við þurfum í raun þennan tíma fram til 2004 til að vera vissir um að Byggja þarf kröfugerðir á frumgögnum Við undirbúning kröfugerðar þarf að skoða öll gögn sem til eru í al- þjóðlegum gagnagrunnum og jarð- fræðistofnunum ná- grannaríkjanna og safna þeim saman á einn stað tO að gera dýptarkort sem uppfylla skilyrði landgrunnsnefndarinnar. Síðan þarf hugsanlega að láta framkvæma mæling- ar á Reykjaneshrygg og Hatton Rockall-svæðinu til að staðsetja brekku- fótinn með mikilli ná- kvæmni, þar sem land- grunnsnefndin vill ekki fá tOvísanir í kort í sjálf- um viðmiðunarpunktun- um sem gefa þarf upp, heldur verða þeir að byggja á frumgögnum. Einnig gæti komið til þess að gera þyrfti setþykktarmæl- ingar þar, þótt það sé fremur ólíklegt og eigi líklega einungis við um i sfld- arsmugunni. Þá þarf að smíða greinargerð byggða á þessum gögnum og jafnvel fá erlenda ráðgjafa til að fara yfir hana, tfl þess að hún verði eins traust og frekast er kostur. „Þannig að ég myndi telja að mikil vinna gæti farið í að skoða þetta í Ijósi hafréttarsáttmálans og viðmið- unarreglna landgrunnsnefndarinnar. Þetta eru auðvitað alltaf túlkunaratr- iði og við viljum ekki tapa neinum hagsmunum þama vegna vanrækslu. Maður sér hvemig önnur ríki vinna þetta, t.d. Norðmenn sem hafa auð- vitað tækni, stofnanir og fé til að leggja í svona starfsemi. Þeir vinna þetta af þvílíkri röggsemi og ná- kvæmni að maður fer eiginlega strax að íhuga sinn gang; stöndum við okk- ur?“ Að sögn Steinars munu Norðmenn ætla sér að verja um 500 milljónum íslenskra króna tO þess- ara mála á átta áram, en þeir þurfa að skila inn kröfugerðum árið 2006, þar Eyjólfur Konráð Jónsson íslendingar hafa nýlega tekið upp viðræður við Breta á nýjan leik um svæðið við Hatton Rockall tO að end- urmeta stöðuna, m.a. í ljósi þess að landgrannsnefndin hefur tekið til starfa á grandvelli hafréttarsamn- ingsins og Bretland og írland era orðin aðOar að samningnum. Þá hef- ur náðst töluverður árangur á undan- förnum áram í afmörkun hafsvæða á Norðaustur-Atlantshafi, þar sem ís- lendingar, Bretar og Færeyingar hafa meðal annars komið við sögu. Jafnframt hefur að undanförnu orðið vart aukins áhuga olíufélaga á Hatt- on Rockall-svæðinu. Krafa um hafsbotnsréttindi á Hatton Rockall-svæðinu á sér nokk- uð langa sögu. Málið hefur oft verið á dagskrá Al- þingis, allt frá árinu 1978 þegar sam- þykkt var tdlaga að framkvæði Eyj- ólfs Konráðs Jónssonar og fleiri um að Alþingi lýsti því yfir að ytri landgrannsmörk íslands tO suðurs yrðu ákveðin án tillits til Rockall- klettsins og samvinna yrði höfð við Færeyinga til að tryggja sameigin- leg réttindi á land- grannssvæðinu utan 200 mílna marka landanna. Þá gerðu Bretar kröfu til RockaO og 200 mflna lögsögu umhverfis klett- inn, sem gerði að verk- um að tO varð grátt svæði þar sem lögsaga íslands skaraðist við þá lögsögu sem Bretar gerðu kröfu tO umhverfis Rockall-klettinn. Þetta breyttist þegar Bretar stað- festu hafréttarsáttmálann árið 1997, en í 121. grein sáttmálans er skýrt tekið fram að ekki sé hægt að krefj- ast 200 mílna lögsögu út frá klettum í hafiflu á borð við Rockall. „Klettar, sem geta ekki borið mannabyggð eða eigið efnahagslíf, skulu ekki hafa nokkra sérefnahags- lögsögu eða landgrann,“ segir í 6. tölulið 121. greinarinnar. Erfiðar samninga- viðræður framundan sinum sem tímamörkin miðast við 10 ár frá því að viðkomandi ríki fullgilti haf- réttarsáttmálann. Þar með leystust sjálfkrafa deOur um fiskveiðar á svæðinu og gráa svæðið hvarf, en Bretar hafa núna 12 mílna lögsögu frá Rockall-klettinum, sem er staðsettur rétt innan við 200 mílna lögsögu Bretlands. Jafnframt hafði staðfesting Breta á sáttmálan- um þau áhrif að til varð farvegur til að leysa deilur um hafsbotnsréttindi á Hatton Rockall-svæðinu, þó svo að á endanum hljóti slíkar deilur að verða leystar fyrst og fremst með samningi á milli landanna, sem stað- festur verði endanlega af Sameinuðu þjóðunum eftir umfjöllun landgrun- nsnefndarinnar. Auk íslendinga og Breta gera írar og Danir, fyrir hönd Færeyinga, kröfu til hafsbotnsins á Hatton
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.