Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.03.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1983 29 Legsteinninn dreginn nr ÞingvallnkirkjugarAi f ger. Kirkjulist á Kjarvalsstöðum: Mundlaugarsteinn úr pápisku og þrír legsteinar frá Í7. öld ÞRÍR fornir legsteinar og steinn med tilhöggvinni mundlaug, úr kaþólskum sið á íslandi að öllum líkindum, voru meðal muna sem í gær komu til Kjarvalsstaða vegna kirkjulistasýningarinnar, sem þar hefst á laugardaginn. Legsteinarn- ir eru úr Kálfatjarnarkirkjugarði, frá árinu 1669, úr Garðakirkju frá 1674 og úr Þingvallakirkjugarði frá því árið 1676. Að sögn Björns Th. Björnsson- ar listfræðings, eru til all margir íslenskir legsteinar með steinskrift, og sé útskurðurinn á mörgum þeirra afar fallegur og vandaður. Svo undarlega vilji hins vegar til, að þessum lista- verkum hafi sáralítill gaumur verið gefinn hér á landi, og margir steinanna liggi undir skemmdum. Aðalsteinn Stein- dðrsson umsjónarmaður kirkju- garða sagði í gær, að víða væru fornir og merkir steinar orðnir svo sokknir í jörðu eða svo mosa- vaxnir, að illmögulegt væri að lesa á þá. Nauðsynlegt væri að gera gangskör að því að þrífa þá og lyfta úr jörðu. Kirkjugarð- arnir þyrftu mikla umhyggju, og þá ekki síst þar sem er að finna merka forngripi eins og þá, sem nú hefur verið komið með á Kjarvalsstaði, og oft væri sorg- legt að sjá hve illa væri gengið um, og hve smekkleysi værii oft áberandi við frágang leiða og uppsetningu merkja á leiðin, sem styngju illilega í stúf við hina fornu og fögru gripi. Eftir að komið hafði verið með legsteinana til borgarinnar í gær voru þeir þrifnir upp með kaldri vatnsþrýstislöngu, svo nú má auðveldlega lesa hinar 300 ára áletranir. — AH Steinarnir þrír komnir upp í sendiferðabílinn, sem búinn er scrstökun lyfti- búnaði, enda steinarnir afar þungir. Á sínum tíma er líklegast að þeir hafi verið fluttir á sleðum að vetri til. Á myndinni eru Aðalsteinn Steindórsson umsjónarmaður kirkjugarða, Hannes Kristmundsson garðyrkjumaður og Theódór Kjartansson bifreiðastjóri. Ljósm.: KmilU Bjðrnsdóttir. UNNIÐ að þvl að spúla upp legstein- ana, sem voru þaktir skófum og mold, svo letrið var orðið illlæsilegt víðast hvar. FORN mundlaugarsteinn frá Kálfa- tjörn. Það er Aðalsteinn Steindórs- son umsjónarmaður kirkjugarða, sem stendur við steininn. Vel heppnuð heim- sókn forsetans * í Arnesþing FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir fór um helgina í opinbera heimsókn í Árnessýslu. Heimsóknin tókst mjög vel, þrátt fyrir að dimmt væri yfir héraðinu. Hlaut forseti mjög hjartnæmar móttökur íbúa Arnessýslu. Andrés Valdimarsson, sýslu- maður Árnesinga og kona hans, Katrín H. Karlsdóttir, tóku á móti forseta og fylgdarliði á vegamót- um við Þrengsli. Síðan var farið til Þorlákshafnar, þá að Selfossi, Eyrarbakka og Stokkseyri, en síð- an haldið í uppsveitir, komið við á Flúðum, en forsetinn gisti í Eystra-Geldingaholti í Gnúp- verjahreppi aðfaranótt sunnu- dags. Á sunnudeginum var farið að Skálholti og Aratungu í Biskupstungum og síðan haldið að Laugarvatni, þar sem heimsókn- inni lauk síðla sunnudagskvölds. Nánar verður skýrt frá heim- sókn forsetans í Morgunblaðinu á morgun. Ljósm.: Sig. Sigm. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, gengur úr dómkirkjunni í Skálholti í fylgd séra Sigurðar Pálssonar, vígslubiskups og séra Sveinbjörns Sveinbjörnssonar prófasts í Árnesprófastsdæmi. tón og meðferð hans á kon- sertinum var öll fagmannlega af hendi leyst. Og þó fyrsti þáttur- inn hefði gjarnan mátt vera ögn hraðari leikinn að mínu mati, var óblandin ánægja að hlusta enn einu sinni á þennan maka- lausa konsert, eins og jafnan þegar góður sólisti fer með ein- leikshlutverkið. Tónlcikunum lauk svo með annarri sinfóníu Sibeliusar. í efnisskrá er komist svo að orði að með þessu verki hafi komið fram á sjónarsviðið verðugur arftaki þeirra Beethovens og Brahms. Við þetta má bæta að áhrifa Tjækovskys gætir mjög í þessu verki bæði hvað varðar efnivið og úrvinnslu. Þetta er átakamikil og innihaldsrík tónsmíð og þá ekki síst rismikill lokaþátturinn, sem hljómaði sannfærandi undir ákveðinni stjórn Páls P. Pálssonar. Ávarp til Eskfirðinga sem fluttir eru að heiman HINN 14. janúar sl. voru 100 ár liðin, frá því er Barna- og unglingaskólinn á Eskifirði var settur í fyrsta sinn. Eins og ykkur mun kunnugt birtist saga fræAslumála f kaupstaAnum fram aA síAari heimsstyrjöld í 3. bindi Eskju, sem út kom fyrir nokkru. Núna um páskana verAur aldarafmælisins minnst á EskifirAi meA veglegri hátíA og sýningu í skólanum. Eg hef verið að velta fyrir mér með hvaða hætti gamlir nemendur skólans, foreldrar sem átt hafa þar börn að námi, sem og aðrir vinir hans og velunnarar gætu best notað þessi timamót til að sýna hug sinn i garð hans og leggja i leiðinni gull i lífa framtiðarinnar af nokkurri höfðingslund. Margt kæmi auðvitað til álita, en mestu skiptir, að það stefni að sama marki og skólinn hef- ur haft að leiðarljósi i heila öld: menningarlegu uppeldi eskfirskra barna og ungmenna. Góðu heilli er nú orðið vel séð fyrir bókakosti í bænum með starfrækslu héraðsbókasafns, og lög um skóla- bókasafn eiga að sjá fyrir sérþörfum menntastofnana i þvi efni. Á sfðustu árum hefur tónmennt tekið stakka- skiptum í bænum við stofnun sér- staks tónlistarskóla. Aftur á móti hefur skólinn alla tið verið illa búinn að myndlist. Það er mikið mein, því fátt er ömurlegra og meira sljóvgandi en mæna á nakta veggi, þar sem menn sitja að starfi daglangt alla vetur uppvaxtarár- anna. Það er langt að þreyja þorrann og góuna, ef ekkert gleður augað. Greiðasta leið að heimi myndlistar er að alast upp með hana fyrir aug- unum. Þá opnast þau likt og sjálf- krafa fyrir fegurð hennar og óþrot- legum auði, og að því búa menn ævi- langt. „Blindur er bóklaus maður”, segir íslenskt máltæki og er vissu- lega satt. En hitt er jafnvel enn sannara: að blindur er myndlaus maður. Myndin er einmitt sjónlist og getur ekki orðið lifandi þáttur i menningu neins byggðarlags, nema hver ný kynslóð venjist frá blautu barnsbeini að skoða myndir og lita á þær sem jafneðlilegan og ómissandi hluta andlegs lffs sins og góðar bæk- ur eða fagra tónlist. Þess vegna hef ég ákveðið að beita mér fyrir, að við sem eigum skólan- um skuld að gjalda skjótum saman i dálítið rausnarlega fjárhæð, sem var- ið verði til kaupa á islenskri mynd- list, og færum honum listaverkin að gjöf. Eg ítreka að hér þarf nokkuð myndarlegt átak: minna en hundrað þúsund krónur mætti það helst ekki vera. En við erum mörg hundruð, sem hér eigum hlut að máli. Margar hendur vinna létt verk, og ég efa ekki að við höfum bæði vilja og getu til að láta það ásannast. Lágmarksframlag verður 500 krónur, en hverjum sem leggja vill meira af mörkum er f sjálfsvald sett, hve mikið hann eða hún lætur af hendi rakna. Prentað skjal með nöfnun gefenda verður afhent skól- anum að söfnun lokinni. Þeir sem vilja eiga hlut að gjöfinni eru beðnir að hafa samband við mig í sima 19933 milli klukkan 8 og 10 á kvöldin næsta hálfan mánuð eða senda mér framlag sitt i pósti að Suðurgötu 8, Reykjavík. Munið að láta skýrt nafn og heimilisfang fylgja. Einnig er tekið á móti fram- lögum í Frímerkjahúsinu, Lækjar- götu 6 A, Rvik (sími: 11814). Með vinsemd. Einar Bragi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.