Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 55

Bókasafnið - 01.04.1994, Blaðsíða 55
Kristín Bragadóttir bókasafnsfræðingur, Háskólabókasafni Áhrif Evrópubandalagsins á framtíð norrænna rannsóknabókasafna Igrein þessari er ætlunin að fjalla lítillega um hugsanlegar breytingar fyrir norræn bókasöfn, einkum rannsókna- bókasöfn, ef Norðurlöndin ganga í Evrópubandalagið. Greinin er að hluta til byggð að erindi, sem undirrituð hélt á þingi sænskra rannsóknabókavarða, sem kallaðist „Bibliotek, bokhandel och förlag - tre parter i samverkan i en föranderlig varld“, sem haldin var í Uppsölum 3.-4. júní 1993. Við sjáum fyrir okkur tvenns konar samvinnusvæði. í fyrsta Iagi höfum við Norðurlandabúar lengi unnið farsæl- lega saman að þróun ýmissa verkefna, meðal annars innan bókasafnanna. I öðru lagi hafa Svíþjóð, Noregur og Finn- land nú sótt um inngöngu í Evrópubandalagið og Dan- mörk hefur verið aðili að bandalaginu í rúm 20 ár, eins og kunnugt er. Eftir sitjum við Islendingar. Þetta gæti þýtt að norræn samvinna splundraðist. I öðru lagi er samvinna landa bandalagsins og þá ef til vill sú hugmynd, að fsland geti nýtt möguleika hennar gegnum Norðurlönd, þrátt fyrir að Svíþjóð, Noregur, Finnland og Danmörk verði öll aðilar að Evrópubandalaginu, sem þýðir að viss hætta er á að úr norrænni samvinnu dragi. I norrænum vangaveltum hættir okkur Norðurlandabú- um nokkuð til að gleyma, að við höfum þegar orðið fyrir allmiklum beinum og óbeinum áhrifum varðandi ýmsa samvinnu í Evrópu. Þegar harðnar á dalnum í fjárhagslegu tilliti er nauðsyn- legra en ella að fara vandlega ofan í kjölinn á öllum verkum og leita skilvirkra lausna, ekki síst með aukinni samvinnu, þar sem henni verður viðkomið. Oft er sagt, að neyðin kenni naktri konu að spinna, og að kreppa sé móðir mögu- leikanna. Hvort það á við hér skal látið ósvarað á þessum síðum, en svo mikið er víst að á krepputímum huga menn betur en annars að hámarks nýtingu þeirra auðlinda, sem þeir hafa úr að spila. Innganga í Evrópubandalagið felur í sér bæði kosti og galla. Við verðum að vera viðbúin og geta nýtt á besta veg bæði nýja möguleika og verjast þeim ógnum, sem að steðja, því hvort tveggja er fyrir hendi. Nú er mikilvægast untfram allt, að líta fram á veginn, athuga gaumgæfilega breyttar að- stæður og stöðugt að spyrja okkur á hvaða leið við erum og hvert við viljum stefna. Norrœn samvinna Sem kunnugt er, á norræn samvinna sér langa sögu. Norðurlönd hafa í sameiningu fjármagnað samvinnu milli bókasafna og bókavarðafélögin hafa haft margvíslega sam- vinnu sín á milli, sem að mínu mati hefur verið mjög hag- stæð í öllum þessum Iöndum og leitt til gagnlegra lausna og verið afar hvetjandi í margvíslegu tilliti. Nægir hér að nefna námskeið varðandi ýmis og oft á tíðum þröng efnissvið, fræðslufundi og þing svo og sumarskóla. Norðurlöndin hafa vakið verðskuldaða athygli á alþjóðavettvangi vegna samstarfs í málefnum bókasafna, bæði á landsvísu og sem norræn samstarfsheild. Innan samstarfs rannsóknabókasafnanna er vert að geta tveggja stofnanna sérstaklega, en það eru NVBF (Nordiska vetenskapliga bibliotekarie förbundet) og NORDINFO (Nordiska samarbetsorganet för vetenskaplig information). Ekki er unnt í þessum stutta pistli að rekja starfsemi þessara stofnana ítarlega og verður því stiklað á stóru. NVBF hefur meðal annars komið tveim mikilvægum og metnaðarfullum verkum til leiðar. Annað var Scandia Plan, sem var tilraun til samvinnu um aðföng innan Norður- landanna. Nú eru breyttir tímar og bókasöfnum er auð- veldara að nálgast kost annarra safna gegnum gagnagrunna. Hitt verkið, sem nefnt er hér, er NOSP (Nordisk samkata- log över periodica), sem er samskrá fyrir tímaritakost í bókasöfnum á Norðurlöndum og markmiðið er að auð- velda bókasöfnum á Norðurlöndum millisafnalán. Óhætt er að segja, að þessi skrá sé eitt stærsta samstarfsverkefni norrænna bókasafna og afar mikilvæg. NORDINFO, sem var stofnað af Norrænu ráðherra- nefndinni, hefur það hlutverk að hafa yfirlit og samhæfa norræn rannsóknabókasöfn. Þrátt fyrir að NORDINFO hafi ekki bein völd, hefur það mikil áhrif á starfsemi rann- sóknabókasafnanna. Það er ráðgefandi í ýmsum málum, en þar að auki hefur það yfir að ráða rannsókna- og þróunar- sjóði og getur á þann hátt stutt margvísleg þróunarverkefni og rannsóknir. Rit NORDINFO, sem nú eru 25 talsins, sýna, að víða hefur verið Ieitað fanga og mörgu komið til leiðar. Norðurlöndin fimm, Danmörk, Finnland, Island, Noregur og Svíþjóð og sjálfstjórnarríkin þrjú, Alandseyjar, Færeyjar og Grænland hafa þróað með sér samvinnu, sem er í algjörri sérstöðu. Þessi lönd hafa samvinnu á nánast öll- um sviðum, þó svo að fjármál svo og öryggis- og varnarmál séu sérmál hvers lands fyrir sig. Styrkur og jafnframt veikleiki í norræna samstarfsinu er að það krefst samheldni. Veikleiki samvinnu, sem er algjör- lega án yfirþjóðlegs valds er, að sá sem er mest hægfara ræð- ur ferðinni. Styrkurinn er í því fólginn, að þegar ákvarðan- ir hafa verið teknar, ná þær oftast fram að ganga. En Evr- ópubandalagið er langt frá að hafa það sammerkt norræna samstarfinu. Norræn samvinna hefur vakið heimsathygli og hefur vissulega náð miklu Iengra en samvinna innan Evrópu- bandalagsins á mörgum sviðum. Norræna samstarfið hefur veitt Norðurlandabúum frelsi til að ferðast milli landanna án vegabréfs, svipuð félagsleg réttindi, sameiginlegan vinnumarkað svo og sömu mögu- Ieika innan menntakerfisins. Einnig má nefna kosningarétt Norðurlandabúa til sveitastjórna, fjárhagslega samræm- ingu, sameiginlegar ályktanir og framkvæmdir á alþjóðleg- um vettvangi, sameiginlega staðla á ótal sviðum, fjölmarg- ar norrænar stofnanir allt frá lýðháskólum og rannsókna- miðstöðvum til fjárfestingabanka og upplýsingaþjónustu að ógleymdri samhæfingu alls kyns laga. Norrænt samstarf hefur eytt landamærum án þess að Bókasafnið 18. árg. 1994 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.