Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi frá
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Aðalfyrir-
sögn er Morgunblaðsins.
Forsaga
Í frumathugun samkeppnisyfirvalda á meintu
samráði íslensku olíufélaganna er því haldið
fram að félögin hafi hagnast um allt að 6.650
milljónir króna á árunum 1998?2001 vegna
hækkunar einingarframlegðar í eldsneytissölu,
og er þá tímabilið 1995?1997 notað til viðmið-
unar. Þetta mat getur haft veigamikla þýðingu
fyrir ákvörðun hugsanlegra sekta í málinu, því
stærstan hluta þess tímabils sem frumathug-
unin tekur til voru í gildi eldri samkeppnislög
þar sem heimild til veltutengingar sekta var
bundin við sannaðan ávinning hlutaðeigandi af
broti.
Í byrjun árs 2004 var leitað til okkar und-
irritaðra af hálfu lögfræðinga olíufélaganna um
að vinna sérfræðiálit um þetta mat Samkeppn-
isstofnunar. Ítarlegu áliti okkar var síðan skilað
til lögmanna hvers olíufélags fyrir sig í 38 bls.
skýrslu í lok apríl 2004 undir heitinu: Grein-
argerð um mat Samkeppnisstofnunar á ávinn-
ingi olíufélaganna af meintu ólöglegu samráði,
tímabilið 1998?2001
1
. Niðurstaða okkar er svo-
hljóðandi: Að sú aðferð sem Samkeppnisstofn-
un notar til að meta áætlaðan ávinning af
meintu samráði taki ekki tillit til þess að á
hverjum tíma eru margir þættir sem hafa áhrif
á verð, kostnað og framlegð fyrirtækja ? þættir
eins og heimsmarkaðsverð olíu, arðsemiskrafa,
þróun gengis, almennt efnahagsástand og næmi
neytenda fyrir verðbreytingum. Á grundvelli
þessa lýsum við yfir því að mat Samkeppn-
isstofnunar á meintum ávinningi olíufélaganna
sé algjörlega órökstutt. 
Niðurstaðan er ítarlega rökstudd, meðal ann-
ars með vísan í hagfræðikenningar og tölfræði-
lega greiningu. Engu að síður telur samkeppn-
isráð ekki ástæðu til að taka mark á
niðurstöðum okkar né að vefengja aðferðafræði
Samkeppnisstofnunar. Af niðurstöðu sam-
keppnisráðs má ráða að það sé af þremur
ástæðum:
1. Að skýrsluhöfundar hafi ekki haft fullnægj-
andi upplýsingar um hið sannaða markvissa
samráð olíufélaganna um að auka framlegð
og því hafi þeir unnið álit sitt í tómarúmi.
2. Að skýrslurnar hafi verið unnar að frum-
kvæði olíufélaganna og þær líkist mun frem-
ur málflutningi en óháðri úttekt.
3. Að ýmis atriði veki efasemdir um vísindaleg
vinnubrögð höfunda þeirra.
Í meginatriðum má skipta gagnrýni sam-
keppnisráðs á skýrslur okkar í tvennt:
1. Ómálefnalegar aðdróttanir, sem meðal ann-
ars voru raktar ágætlega í kvöldfréttatíma
Ríkisútvarpsins hinn 31. október 2004. Virð-
ist markmiðið vera að vega beinlínis að
fræðilegum heiðri okkar tveggja sem hag-
fræðinga og með því kasta rýrð á skýrslur
okkar. Má til dæmis nefna að í skýrslunni er-
um við uppnefndir hagfræðingar olíufélag-
anna, þrátt fyrir að öllum ætti að vera ljóst
að við komum að málinu sem óháðir sérfræð-
ingar sem lögfræðingar félaganna leituðu til
um sérfræðiálit vegna sérkunnáttu okkar.
2. Tilraunir til rökstuddrar gagnrýni á skýrslur
okkar. Hluti þeirrar gagnrýni er eðlilegur og
er svarað hér en því miður einkennast mörg
gagnrýnisatriði Samkeppnisstofnunar af út-
úrsnúningum, hálfsannleik og á köflum
hreinum rangfærslum.
Hér á eftir verður leitast við að svara til-
raunum samkeppnisráðs til rökstuddrar mál-
svarnar fyrir verklag Samkeppnisstofnunar. 
Rétt er að undirstrika að skýrslur okkar snú-
ast einvörðungu um að sýna fram á að mat
Samkeppnisstofnunar á upphæð meints ábata
sé órökstutt. Þær fjalla ekki um hvort samráð
hafi átt sér stað eður ei. Undirritaðir bera
heldur ekki ábyrgð á túlkun annarra á skýrsl-
unum. 
Meint hlutdrægni skýrsluhöfunda
Samkeppnisráð gerir mikið úr því að skýrsla
okkar sé pöntuð af lögmönnum olíufélaganna
og að það eitt og sér leiði til þess að draga megi
áreiðanleika hennar í efa. Um það er ekki deilt
að skýrslan er gerð að frumkvæði lögmanna ol-
íufélaganna. Þeir lögðu það verkefni fyrir að
meta áreiðanleika þeirrar aðferðafræði sem
Samkeppnisstofnun notaði í frumskýrslu sinni
við að meta ávinning olíufélaganna af meintu
samráði. Við unnum verkið af fyllstu sam-
viskusemi og stöndum að fullu við allt sem í
skýrslunum stendur með heiður okkar sem
fræðimanna að veði.
Það er alvarleg ásökun af hálfu samkeppn-
isráðs að fræðimenn glati sjálfkrafa sjálfstæði
sínu við úrvinnslu verkefna við það eitt að vinna
verkið gegn greiðslu. Rétt er að vekja athygli á
því að systurstofnun Samkeppnisstofnunar í
Svíþjóð hafði þann háttinn á í sambærilegu máli
sænsku olíufélaganna að hún mætti sérfræði-
áliti sem unnið var fyrir olíufélögin með því að
leggja það til mats utanaðkomandi fræðimanna
í stað þess að ráðast með aðdróttunum að
heiðri þeirra sérfræðinga sem unnu fyrir olíufé-
lögin. 
Skýrslur sem þessar eru algengar í sam-
keppnismálum erlendis. Sérstaklega í Banda-
ríkjunum en einnig í vaxandi mæli í Evrópu. Á
blaðsíðu 888 í niðurstöðu samkeppnisráðs
stendur eftirfarandi: ?Talsverð reynsla er af
notkun hagfræðiskýrslna í bandarískum sam-
ráðsmálum. Hafa komið fram sjónarmið í þeim
rétti sem benda til þess að varhugavert sé að
líta um of til slíkra skýrslna sem fyrirtæki, sem
sökuð eru um samráð á grundvelli beinna sönn-
unargagna, afla sér til að sýna fram á að þau
hafi ekki tekið þátt í slíku broti.? Ýmsar rök-
semdir fyrir þessu sjónarmiði eru nefndar í
neðanmálsgrein nr. 2560 í niðurstöðu sam-
keppnisráðs. Þar er þó ekki sérstaklega fjallað
um skýrslur sem grunuð fyrirtæki leggja fram
heldur almennt um vægi hagfræðigreiningar,
fræðilegrar og tölfræðilegrar, sem sönnunar-
gagns í samkeppnismálum. Við tökum heilshug-
ar undir sjónarmið George Stigler og annarra
sem þar er vísað til, um að hagfræðiskýrslur
séu oft óheppileg sönnunargögn í samkeppn-
ismálum, til þess eru niðurstöður um of háðar
forsendum og óyfirstíganlegri óvissu. Það er
einmitt á þeim grunni sem gagnrýni okkar á
hagfræðigreiningu Samkeppnisstofnunar hvílir.
Okkur hefur tekist með óyggjandi hætti að
sýna fram á að hagfræðilegri greiningu Sam-
keppnisstofnunar á ávinningi af samráði sé
verulega ábótavant og að aðrir þættir en sam-
ráð séu rétt eins líklegir til að skýra hækkun
einingarframlegðar olíufélaganna. Réttmæt
ábending samkeppnisráðs á því ekki við um
okkar skýrslu þar sem henni er ekki ætlað að
færa fram sönnur á að brot hafi ekki verið
framið heldur einungis að mat Samkeppnis-
stofnunar á ábata sé órökstutt og að líklegt sé
að hækkun einingarframlegðar megi skýra með
öðrum þáttum. Ábending George Stigler beinist
á hinn bóginn að hagfræðilegri greiningu Sam-
keppnisstofnunar sem á grundvelli einfaldra
hagfræðirannsókna staðhæfir að olíufélögin hafi
hagnast um tæpan sex og hálfan milljarð að
lágmarki.
Skýrsluhöfundar eru illa upplýstir
Samkeppnisstofnun telur höfunda vera illa
upplýsta um efni málsins og nefnir þrjá þætti í
því sambandi: a) að höfundar hafi aðeins fengið
til umfjöllunar viðurlagakafla frumathugunar-
innar, b) að þeir hafi ekki nýtt sér að fullu að-
gang sem þeir höfðu að upplýsingum úr rekstri
olíufélaganna, og c) að þá skorti yfirsýn yfir
framkvæmd sambærilegra mála erlendis og þá
aðferðafræði sem gengur og gerist í málum
sem þessum. Röksemdir þessara fullyrðinga
standast ekki nánari skoðun og því rétt að fjalla
nánar um þær.
A. Takmarkaður aðgangur að málsgögnum
Það er rétt sem kemur fram í ákvörðun sam-
keppnisráðs, bls. 892, að höfundar höfðu aðeins
aðgang að viðurlagakafla frumskýrslu Sam-
keppnisstofnunar. Enda var okkur einungis fal-
ið að fjalla á faglegan hátt um aðferðafræði
Samkeppnisstofnunar við að meta ávinning fé-
laganna af meintu samráði. Við fáum ekki séð,
jafnvel nú eftir að niðurstaða samkeppnisráðs
liggur fyrir, að við hefðum átt að hafa annan
hátt á rannsókn okkar þó svo að við hefðum
haft skýrari yfirsýn yfir sönnunargögn málsins
nema að einu leyti. Sennilega hefði grundvall-
argagnrýni okkar á Samkeppnisstofnun snúist
um þá aðferðafræði að bera saman eining-
arframlegð á tveimur tímabilum þar sem sam-
ráð ríkti á báðum tímabilum og álykta út frá
því að breytingar á framlegð milli tímabilanna
hafi mátt rekja til samráðs. Nánar verður vikið
að þessu atriði í lokaorðum þessarar grein-
argerðar.
B. Höfundar nýttu sér ekki að fullu gögn frá
olíufélögunum.
Samkeppnisráð heldur því fram að undirrit-
aðir hafi ekki nýtt sér þann aðgang að gögnum
o
f
S
t
k
8
d
m
a
a
e
f
u
e
L
á
s
r
f
a
m
y
S
ú
a
u
þ
s
s
n
l
s
i
u
m
ö
l
e
k
t
t
f
e
m
l
m
s
s
s
v
a
k
s
b
á
n
Ómálefn
Greinargerð Jóns Þórs Sturlusonar og
J
S
STAÐA BORGARSTJÓRA
Þ
að er ekki ofmælt í yfirlýsingu
þeirri, sem borgarstjórnar-
flokkur Reykjavíkurlistans
sendi frá sér í fyrrakvöld, að umræður
um skýrslu samkeppnisráðs um sam-
ráð olíufélaganna hafa gert stöðu Þór-
ólfs Árnasonar borgarstjóra erfiða.
Nafn hans kemur mjög við sögu í
skýrslunni, ekki þó eingöngu vegna
þess að hann hafi verið þátttakandi í
samráðinu heldur einnig vegna þess að
hann var einn þeirra starfsmanna olíu-
félaganna á þeim tíma, sem skýrslan
tekur til, sem aðstoðuðu Samkeppnis-
stofnun við að rannsaka málið.
Staða Þórólfs er erfið vegna þess að
almenningur í Reykjavík, eins og ann-
ars staðar á landinu, er reiður yfir
þeim upplýsingum, sem í skýrslunni
koma fram og þeim ályktunum, sem
samkeppnisráð dregur af þeim um
stórfellt samráð olíufélaganna og
kostnað þjóðfélagsins; einstaklinga og
fyrirtækja; af því. Almenningur krefst
þess að einhverjir verði dregnir til
ábyrgðar og það er skiljanleg krafa. 
Þeir, sem gera slíka kröfu, verða
hins vegar að hafa í huga að ákvörðun
samkeppnisráðs er ekki endanleg nið-
urstaða í málinu. Lögreglurannsókn á
samráðinu hefur ekki verið til lykta
leidd. Enn er hægt að skjóta sam-
keppnismálinu til úrskurðarnefndar
og svo áfram til dómstóla. Sá mála-
rekstur getur tekið langan tíma og á
meðan gildir auðvitað sú regla, að hver
maður er saklaus þar til sekt hans er
sönnuð.
Þórólfur Árnason var ef til vill ekki
potturinn og pannan í samráði olíufé-
laganna. Staða hans er hins vegar erf-
iðari en annarra þeirra stjórnenda ol-
íufélaganna, sem hafa verið
nafngreindir í skýrslunni, vegna þess
að hann er sá eini þeirra sem gegnir
opinberu embætti, stöðu sem er raun-
ar ein sú valda- og áhrifamesta í land-
inu. Hann er trúnaðarmaður almenn-
ings í borginni, þótt hann sé ekki
kjörinn af honum með beinum hætti
heldur ráðinn til starfans af meirihlut-
anum í borgarstjórn. Og þess eru mörg
dæmi að þeir, sem gegna pólitískum
embættum, segi af sér eða séu knúnir
til að segja af sér þótt þeir hafi ekki
gert neitt, sem getur talizt lögbrot,
saknæmt eða refsivert. Fulltrúar al-
mennings verða að eiga traust almenn-
ings. 
Þórólfur Árnason er ekki kjörinn
fulltrúi og getur ekki lagt störf sín í
dóm kjósenda. Í þessu máli er það
raunar nokkuð sérstakt að atvikin,
sem valda því að kröfur um afsögn
hans koma fram, hafa ekkert með starf
hans sem borgarstjóri að gera; flestir
geta verið sammála um að því hefur
hann gegnt af fyllstu trúmennsku.
Þeir, sem réðu hann til starfans, eru
hins vegar kjörnir af almenningi og
bera sem slíkir mikla ábyrgð. Þess
vegna er það rétt, sem Þórólfur benti á
í umræðuþáttum í sjónvarpi í gær-
kvöldi, að líta má á það sem sameig-
inlega ákvörðun hans og borgarstjórn-
arflokks Reykjavíkurlistans, hvort
hann situr áfram í embættinu.
Þegar fyrri hluti frumskýrslu Sam-
keppnisstofnunar um samráð olíufé-
laganna kom út í fyrrasumar, olli það
verulegum titringi innan Reykjavíkur-
listans. Niðurstaðan varð þó sú að Þór-
ólfur naut áfram trausts til að gegna
starfi borgarstjóra. Það hefur komið
skýrt fram nú, þegar öll skýrslan er
komin út, að Þórólfur nýtur ekki leng-
ur trausts Vinstri grænna í Reykjavík-
urlistanum. Engu að síður var sam-
þykkt á fundinum í fyrrakvöld að gefa
honum tækifæri til að skýra sjónarmið
sín fyrir borgarbúum, sem er auðvitað
ekki nema sanngjarnt.
Í leiðara Morgunblaðsins í ágúst í
fyrra, þar sem hlutur borgarstjóra í
samráði olíufélaganna var til umfjöll-
unar, sagði: ?Hitt má telja víst, að það
sé mikilvægt fyrir pólitíska framtíð
núverandi borgarstjóra að seinni hluti
frumskýrslu Samkeppnisstofnunar
leiði ekki í ljós frekari afskipti hans af
verðsamráði en hann hefur nú lýst. Þá
er hætt við að undiraldan, sem er til
staðar innan Reykjavíkurlistans,
magnist svo að borgarstjóri og stuðn-
ingsmenn hans fái ekki við hana ráðið.? 
Ýmis merki eru um að þessi tími sé
kominn. Þórólfur Árnason þarf ekki
aðeins að sannfæra borgarbúa um að
hann verðskuldi traust þeirra. Hann
þarf líka að sannfæra fulltrúa Vinstri
grænna í borgarstjórnarflokknum og
ýmislegt bendir til að þeir hafi þegar
tekið svo ákveðna afstöðu, að henni
verði ekki breytt.
JAFNT ATKVÆÐAVÆGI
Þ
að er grundvallaratriði í lýðræðis-
legu stjórnskipulagi að allir eigi
jafnmikla möguleika á að hafa áhrif á
stjórn landsins. Það er skýr réttlæt-
iskrafa að atkvæði allra kjósenda vegi
jafnt þegar gengið er til kosninga. 
Því er sjálfsagt að taka undir með
Björgvini G. Sigurðssyni, þingmanni
Samfylkingarinnar, sem lagði áherslu
á það í umræðum á Alþingi fyrr í vik-
unni að jafnt atkvæðavægi yrði tryggt
með breytingum á stjórnarskrá. ?Að
mínu mati eru það hrein og klár mann-
réttindi að allir Íslendingar hafi jafnan
atkvæðisrétt, að atkvæði allra Íslend-
inga vegi jafnþungt,? sagði Björgvin.
?Hið gamla kjörorð Héðins [Valdi-
marssonar], einn maður, eitt atkvæði, á
við sem aldrei fyrr.?
Alla tíð hefur misvægi atkvæða eftir
landshlutum á Íslandi verið mikið.
Landsbyggðin hefur alltaf átt fleiri
fulltrúa á þingi en íbúahlutfall segir til
um, og þetta misvægi hefur haft stór-
vægileg áhrif á flokkakerfið í landinu.
Miklar breytingar til bóta urðu með
kjördæmabreytingunni árið 1959, og
enn var gerð bragarbót með nýrri kjör-
dæmaskipan sem fyrst var kosið eftir í
síðustu Alþingiskosningum. Yfirlýst
markmið þeirrar breytingar var að
jafna atkvæðavægið milli landshluta,
en þó er enn langur vegur frá því að
unnt sé að tala um einn mann, eitt at-
kvæði. Enn vega atkvæði íbúa lands-
byggðarkjördæmanna þriggja meira
en atkvæði þess meirihluta þjóðarinn-
ar sem býr í þéttbýlinu á suðvestur-
horninu. Fámennt kjördæmi getur haft
allt að helmingi færri kjósendur á bak
við hvern þingmann án þess að þing-
mannafjöldinn raskist milli kjördæma. 
Engin rök réttlæta þennan mun. Á
meðan hann er við lýði er ljóst að kröf-
ur um jöfnun atkvæðavægis munu ekki
hljóðna.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56