Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 1
213. TBL. 87. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Að minnsta kosti 269 fundnir látnir eftir öflugan jarðskjálfta á Taívan Ottast að tala látinna muni hækka verulega Taipei. AFP, AP, Reuters. Björgunarmenn hjálpa fólki að koniast út úr hrundu húsi í Taipei í gærkvöldi. Reuters AP Míkhafl Gorbatsjov mætir fréttamönnum við hótel sitt, er hann kom frá sjúkrahúsinu. Raísa Gorbatsj- ova látin Miinster, Moskvu. Reuters. RAISA Gorbatsjova, eiginkona Míkhaíls S. Gorbatsjovs, íyrrver- andi leiðtoga Sovétríkjanna, andað- ist í gær á sjúkrahúsi í Múnster í Þýskalandi eftir langvarandi bar- áttu við hvítblæði. Var hún á sex- tugasta og áttunda aldursári. Borís Jeltsín Rússlandsforseti sendi Míkhail Gorbatsjov samúðar- kveðjur sínar og tilkynnti að Raísa Gorbatsjova yrði jarðsett í Nov- odevichy-grafreitnum í miðborg Moskvu nk. fimmtudag. Grafreitur- inn er hvílustaður ýmissa stór- menna rússneskrar sögu. Míkhaíl Gorbatsjov hefur fengið sendar samúðarkveðjur hvaðanæva og í samúðarskeyti Jóhannesar Páls páfa sagði að vonast væri til að hann gæti fundið styrk á þessari erfiðu stundu. Bandarísku forsetahjónin sögðust í skeyti sínu til Gorbatsjovs vera „sorgmædd" og Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði Raísu hafa haft mikil áhrif á þróunina í Sovétríkjunum. Forseti Islands, Olafur Ragnar Grímsson, sendi í gær samúðar- kveðjur sínar til Míkhaíls Gorbatsj- ovs og minntist Raísu Gorbatsjovu sem mikilhæfrar konu, þeirrar virð- ingar sem hún naut á Islandi og þátttöku hennar í hinum sögulega leiðtogafundi sem haldinn var hér á landi árið 1986. ■ Dáð á Vesturlöndum/28 AÐ minnsta kosti 269 höfðu fundist látnir í gærkvöldi, eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Taívan í gær. Talið er að hundruð manna séu föst í rústum hrundra húsa og óttast er að tala látinna muni hækka veru- lega. Tugir manna hafa verið fluttir á sjúkrahús með alvarleg meiðsl. Samkvæmt mælingum taívanskra vísindamanna var skjálftinn 7,3 stig á Richter-kvarða og mun hann vera sá öflugasti á Taívan á þessari öld. Miklar skemmdir urðu á mannvirkj- um og víða varð rafmagns- og síma- sambandslaust. Jarðskjálftinn varð laust fyrir klukkan tvö um nótt að staðartíma, en upptök hans voru við borgina Puli á miðhluta Taívans. Talið er að borgin Taichung á miðri eyjunni hafi orðið verst úti, en þar hrundu margar byggingar og miklar skemmdir urðu á vegum. A fréttamyndum frá CNN-sjón- varpsstöðinni mátti sjá fólk sem var fast í rústum hrópa á hjálp, og björgunarmenn hjálpa fólki í nátt- fötum að klifra niður stiga út úr gluggum á húsum. Fólk hvatt til að sýna stillingu Yfir 200 eftirskjáiftar hafa riðið yfir. I mörgum bæjum var gripið til neyðarráðstafana og fólk var hvatt tO að hafast við utandyra. Lee Teng-hui, forseti Taívans, hvatti al- menning til að sýna stillingu og sagði að yfirvöld hefðu gripið til allra mögulegra ráðstafana til að bregðast við hamförunum. I höfuðborginni Taipei, sem er á nyrsta hluta eyjarinnar, hrundi tólf hæða hótel og voru yfir 100 manns í byggingunni. Tekist hafði að bjarga um fimmtíu manns úr rústunum í gærkvöldi. Kona sem bjargaðist hvatti björgunarmenn til dáða. „Eg bjó á níundu hæð, sem nú er fjórða hæð,“ sagði hún. Skjálftinn mældist um 4 stig á Richter-kvarða í Taipei og rafmagnslaust var í stórum hluta borgarinnai- í gærkvöldi. Tilkynnt var að skólar, opinberar skrifstofur og fjármálamarkaðh í höfuðborg- inni yrðu lokuð á morgun. Michael Armstrong, gestur á hót- eli í Taipei, sagði í viðtali á CNN- sjónvarpsstöðinni að hann hefði vaknað við jarðskjálftann. „Jörðin virtist hristast í um það bil hálfa mínútu. Eftir að aðalskjálftinn gekk yfir hélt hótelið áfram að skjálfa," sagði Armstrong. Mælingum ber ekki saman Mælingum vísindamanna á krafti jarðskjálftans bar ekki saman í gær. Vísindamaður við kínversku jarðskjálftastofnunina sagði að skjálftinn hefði verið 7,5 stig á Richter-kvarða, talsmaður banda- rískrar jarðfræðistofnunar taldi skjálftann hafa verið 7,6 stig á Richter, en franska jai-ðskjálfta- stofnunin fullyrti að hann hefði ver- ið 8,1 stig. Til viðmiðunar má nefna að jarðskjálftinn í Tyrklandi í síð- asta mánuði mældist 7,3 stig, en þá fórust yfir 15 þúsund manns. Fyrir ári reið skjálfti, sem mæld- ist 6,2 stig, yfir héraðið Chiayi á suðurhluta Taívans, með þeim af- leiðingum að fimm manns létust. Jarðskjálftafræðingar hafa varað við því að fleiri öflugir skjálftar kunni að verða á þessu svæði. Friðargæslulið komið til A-Tímor Dili, Jakartu, SÞ, AFP, AP, Reuters. FYRSTU sveitir alþjóðlegs friðar- gæsluliðs komu til Austur-Tímor í gærmorgun og mættu þær engri mótspyrnu. Flutningavélar frá Ástralíu lentu á 20 mínútna fresti á flugveilinum í höfuðborginni Dili í gær og fluttu þangað um 1.200 her- menn frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Bretlandi, auk farartækja og her- gagna. „Þetta hefur verið upplífgandi dagur. Allt hefur gengið mjög vel fyrir sig,“ sagði Duncan Lewis, tals- maður ástralska hersins, í gær, en Ástralar fara fyrir friðargæslulið- inu. Fyrsta verk friðargæslusveit- anna var að ná flugvellinum og höfninni í Dili á sitt vald. Fylgdust indónesískir hermenn með úr fjar- lægð og sýndu fulla samvinnu. Búist var við að um 2.300 hermenn frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Bretlandi, Frakklandi, Filippseyjum og Taí- landi yrðu komnir til Dili í dögun í dag. Nær allir íbúar hafa yfirgefið borgina, sem er í rústum. Friðargæslusveitirnar mættu engri mótspyrnu af hálfu vopnaðra sveita andstæðinga sjálfstæðis, sem staðið hafa fyrir ofbeldisverkum á Austur-Tímor undanfarnar þrjár vikur. Fregnir herma að sveitirnar hafi myndað með sér samtök. Sagði leiðtogi þeirra, Joao da Silva Ta- vares, í gær að liðsmenn þeirra myndu ekki gera árásir á friðar- gæsluliða. Málefni flóttamanna forgangsverkefni Fyrstu friðargæslusveitirnar fundu hópa flóttamanna, sem vopn- uðu sveitimar höfðu hrakið frá heimilum sínum. Höfðu margir þeirra leitað skjóls í kofum úr pappakössum og plastpokum. Sagði Peter Cosgrove hershöfðingi, yfir- maður friðargæsluliðsins á Austur- Tímor, að það væri forgangsverk- efni að leysa vanda flóttamannanna. Samkvæmt upplýsingum frá Rauða krossinum hafa nær allir íbú- ar Austur-Tímor neyðst til að yfir- gefa heimili sín vegna ógnaraldar- innar. Talið er að um 600 þúsund manns séu í felum á svæðinu og að um 200 þúsund hafi flúið til Vestur- Tímor og nálægra eyja. Talsmaður skrifstofu SÞ á Áustur-Tímor, David Wimhurst, sagði í gær að dreifing mikils magns hjálpargagna myndi hefjast eins fljótt og auðið væri. Schröder stendur við niðurskurð Olga meðal Græningja GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær að stjórn sín myndi halda niðurskurðar- áformum sínum til streitu þrátt fyr- ir hrikalega út- komu stjómar- flokkanna í kosn- ingum í Saxlandi um helgina. Jafn- aðarmannaflokkur Schröders (SPD) hlaut einungis 10,7% atkvæða og Græningjar 2,6% og náðu þar með ekki inn á þing sambandslandsins. „Við getum ekki breytt stefnunni,“ sagði Schröder en tók fram að greinilega væri nauðsynlegt að út- skýra hana betur fyrir kjósendum. Þetta er fimmti kosningaósigur flokksins í röð frá því að stjóm Schröders tók við fyrir 11 mánuðum. Joschka Fischer, utamíkisráð- herra Þýskalands, sagði í gær að hætta væri á að Græningjar „þurrk- uðust út pólitískt“. Fischer sagði flokkinn hafa verið að missa fylgi allt frá 1997 og að tilvera Græningja væri í hættu ef ekkert breyttist. Hafa yfirlýsingar Fischers kynt und- ir vangaveltum um að hann muni reyna að ná völdum í flokknum. Um helgina birti tímaritið Der Spiegel grein þar sem því er haldið fram að hófsamari öfl innan flokksins hafi í hyggju að reyna að steypa leiðtogum flokksins, Gunda Röstel og Antje Radcke. Þær sögðust hins vegar báðar í gær ætla að sitja sem fastast. ■ Versta útkoma/30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.