Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Nýbúar Hlutskipti nýbúa í íslensku skólakerfí er ekki nógu gott. Aðferðirnar til að bæta það eru hins vegar
til og m.a. að fínna hjá öðrum þjóðum. Gunnar Hersveinn fór á málþing Fjölbreytni auðgar um þessi mál og
hlýddi meðal annars á nýjan Islending frá Filippseyjum segja frá reynslu sinni í íslenskum grunnskóla.
Lausnir á
vandanum má
víða sækja
• Það er lykilatriði að bera virðingu
fyrir móðurmáli nýbúa
• Er vænlegt að skipuleggja
tveggja ára brautir fyrir nýbúa?
Morgunblaðið/Kristinn
,Og sumir kennarar segja við mig: „Ég veit hvernig þér líður.““ Segir
Maida Tangolamos það ekki rétt.
Maida Tangolamos Baldvinsdóttir
Saga mín
úr íslenskum
grunnskóla
NÝIR íslendingar eru ekki
byrði heldur happ, og
geta breytt viðhorf og að-
ferðir stuðlað að bættu
hlutskipti þeirra. Ahugi stjómvalda
og skólastjóra ræður því hvort búið
verður betur að umhverfi nýbúa í
grunn- og framhaldsskólum. Félag-
ið Fjölbreytni auðgar hélt málþing
um þetta efni föstudaginn 17. sept-
ember sl. Þar kom líka fram að
gæta þarf að sjálfsmynd nýbúa-
bama og að brýnt er að styrkja fé-
lagsleg tengsl þeirra í skólum. Það
virðist aftur á móti ekki vera snjallt
að taka þessa nemendur út úr
bekkjum og kenna þeim sér. Gæfu-
legra er að kenna þeim íslensku um
leið og þau læra önnur fög og gefa
þeim tækifæri til að rækta móður-
mál sitt.
Brottfall íslenskra nemenda úr
framhaldsskólum er e.t.v. um 40%
en brottfall nýbúa er a.m.k. 80%.
En hvernig er hægt að gera þeim
skólavistina bærilegri? Sólrún Jóns-
dóttir, formaður Isbrúar, félags
fólks sem starfar að málefnum út-
lendinga/tvítyngdra, segir að svörin
og lausnimar séu til og þau megi að
einhverju leyti finna hjá öðmm
þjóðum. Það er lykilatriði að bera
virðingu fyrir móðurmáli nýbúa.
„Móðurmálið er kjaminn í menntun
sérhvers manns,“ segir hún og vitn-
ar í aðalnámskrá í Skotlandi en þar
er móðurmálið viðurkennt sem
sterkur þáttur í lífinu og nýbúar
hvattir til að heimsækja heimaland
sitt og kynna það svo aftur fyrir
samnemendum sínum.
Hún gaf þau ráð, eftir að hafa
skoðað viðbrögð hjá ýmsum öðmm
þjóðum, að vinna að því að gera ný-
búaböm stolt af móðurmáli sínu og
að gera þau fær á tveimur tungu-
málum. Ef þau rækta ekki móður-
mál sitt og eiga í erfiðleikum með
nýja málið em þau fremur illa stödd
í öllu öðra námi og verða nær „mál-
laus“.
íslenskukennsla og
ný aðalnámskrá
Sólrún sagði reynsluna einnig
sýna að kennarar hefðu tilhneigingu
til að spyrja þessa nemendur of ein-
faldra og léttra spuminga og að það
stuðlaði að lakari námsárangri
þeirra. Hún sagði einnig að sérstak-
ir nýbúakennarar í skólum þyrftu
að vera í nánu sambandi við alla
aðra kennara skólans og að þeir
gætu unnið með fagkennuram og
þannig yrði sérdagskrá fyrir þau
óþörf.
Aðflutt útlend börn geta verið
akkur fyrir hvem bekk ef viðhorfíð
er rétt, að mati Sólrúnar. Hún telur
brýnt að skólastjómendur fari að
vinna af krafti í þessum málum,
m.a. vegna þess að þessum bömum
fjölgar ört hér á landi og nauðsyn-
legt sé að bjóða þau velkomin í skól-
ana. Ef þau spyrja síðar: „hvað hef-
ur ísland gert fyrir mig?“ og ef
svarið er jákvætt munu þau spyija
sig: „hvað get ég gert fyrir Island?“
Nýju aðalnámskrána bar talsvert
á góma á málþingi Fjölbreytni
auðgar. Bent var á að forsenda alls
náms samkvæmt henni er íslenska
og því þurfi í raun alltaf að vera fyr-
ir hendi hjálp með íslenskuna í sér-
hverju fagi. Það hlýst einfaldlega af
því að hópur nemenda er með ís-
lensku sem annað eða jafnvel þriðja
tungumál (móðurmál, enska og ís-
lenska).
Fjölnir Asbjömsson sérkennari
fjallaði um íslenskukennslu fyrir
nýbúa í Iðnskólanum og í ljós kom
að kennslumagn var komið fram úr
nýju aðalnámskránni sem gerir ráð
fyrir 15 einingum í íslensku fyrir
nýbúa. I Iðnskólanum era þær 24,
flestar í íslensku og nokkrar í tölvu-
fræði.
Fjölnir benti á ólíkan bakgrunn
þessara nemenda. Sumir ættu litla
og jafnvel enga skólagöngu að baki,
aðrir væru þrælmenntaðir. Lítil ís-
lenskukunnátta er að hans mati ávís-
un á slæmt gengi í öllum öðram fóg-
um, jafnvel fögum eins og ensku því
þar væra þýðingar hátt skrifaðar.
Hann ráðlagði skólamönnum að
gæta að því að tengsl nýbúa við
aðra nemendur í skólum yrðu ekki
of lítil. En vinna má gegn því, eins
og Sólrún benti á, með íslensku-
kennslu í öllum fögum. Fjölnir kom
með þá tillögu að skipulögð yrði
tveggja ára braut fyrir nýbúa í
framhaldsskólum, þar sem þeir
lærðu íslensku allt að 4 stundir á
dag, samfélagsfræði, tölvufræði,
ensku, stærðfræði, íþróttir og
fengju kennslu í eigin móðurmáli
(annars væri hætta á málfátækt).
Gestur í málþinginu sem haldið
var í Gerðubergi í Breiðholti benti á
móðurmálskennslunni til stuðnings,
að það hafi viljað brenna við á
Grænlandi, að nemendur lentu í
kreppu þegar þeir fengju ekki að
rækta móðurmál sitt og væru í skól-
um þar sem öll kennsla færi fram á
dönsku.
Lausnir og góður vilji
Maida Tangolamos Baldvinsdótt-
ir er nýbúi frá eyjunni Cebu á Fil-
ippseyjum en þar er töluð baisaya.
Hún sagði frá reynslu sinni af ís-
lensku skólakerfi og er mál hennar
birt hér í sérstökum ramma. Maida
kom hingað árið 1996 og hefur náð
mjög góðum árangri í íslenskunámi.
Hún segist stefna á framhaldsnám í
Menntaskólanum við Hamrahlíð og
svo háskólanám. A Filippseyjum er
enska í öndvegi í skólakerfinu
ásamt landsmáli. Hún segir að án
enskukunnáttu sinnar hefði hún
verið nær bjargarlaus. Hún er núna
í tíunda bekk í Háteigsskóla en þar
er sérstök nýbúadeild sem Hulda
Biering sagði frá á þinginu.
Geir Oddsson formaður Fjöl-
breytni auðgar sagði að á málþing-
inu hefði komið fram að lausnimar
væra til svo hægt væri að bæta
hlutskipti nýbúa í skólakerfinu og
að nú þyrfti góðan vilja til að fram-
kvæma þær.
ÉG heiti Maida Tangolamos. Ég
er frá Filippseyjum. Eg er 16 ára.
Ég kom til íslands 28. mai 1996.
Áður en ég kom til íslands óttað-
ist ég að ég myndi aldrei geta tal-
að íslensku. Mánuði eftir að ég
kom hingað til landsins, fór ég í
Námsflokkana að Iæra íslensku
og þar lærði ég fyrstu orðin mín
og það var gaman.
Éftir námsflokkana beið ég í
nokkrar vikur eftir að byija í
grunnskóla. Ég var mjög
stressuð. Ég veit ekki hvað ég á
að segja. Ég veit ekki hvemig ég
á að ná sambandi við kennarann
Nýjar bækur
• NÁMSRÁÐGJÖF í skólum er
eftir Guðrúnu Friðgeirsdóttur.
Bókinni er ætlað að kynna
kennuram, skólastjóram og
foreldrum faglega náms- og
starfsráðgjöf og starfsfræðslu í
grunn- og framhaldsskólum. Einnig
gagnast bókin námsráðgjöfum og
nemendum í námsráðgjöf, segir í
fréttatilkynningu.
Gerð er grein fyrir stöðu
námsráðgjafar í skólum,
áætlunargerð, framkvæmd og mati.
Fjallað er um þarfir nemenda á
hvoru skólastigi og hvernig
námsráðgjöf getur komið til móts
við þær. I bókinni eru m.a. kaflar
um jafningjastarf, sorg í skólum og
samstarf við foreldra og kennara. Að
lokum er safn af æfingum til nota í
kennslu og hópstarfi.
Guðrún Friðgeirsdóttir lauk
meistaraprófi í ráðgjafarsálfræði frá
The University of British Columbia,
Kanada, 1984. Hún hefur langa
reynslu af kennslu og
uppeldisstörfum og er nú sjálfstætt
starfandi náms- og uppeldisráðgjafi.
Áður hefur komið út bókin Uppeldi
eftir Guðrúnu Friðgeirsdóttur og
Margréti Jónsdóttur. Auk þess
hefur Guðrún skrifað bæklinga um
námstækni og samtalstækni og
fjölda greina um uppeldis- og
skólamál, m.a. í tímaritið Uppeldi.
Útgefnndi er Háskólaútgáfan,
sem jafnframt sér um dreifingu.
Bókin er 147 bls. íkilju. Verð: 2.700
kr.
minn. Svo hitti ég Margréti, hún
er kennari í móttökudeildinni í
Háteigsskóla. Hún er sú sem
kenndi mér og bróður mínum að
tala almennilega íslensku.
Fyrsti dagurinn minn í bekkn-
um var svo hræðilegur, ég var
svo feimin og þorði ekki að horfa
á krakkana eða tala við þá. Ég
var eini útlendingurinn í bekkn-
um og á þeim tima kunni ég ekki
að tala íslensku og þá fór ég að
hugsa að fyrr eða síðar mundi ég
gefast upp.
En nei, ég er ennþá hér að
reyna að ná markmiðum mínum.
SÖNGLIST er nú að hefja sitt ann-
að starfsár. Sönglist er söng- og
leiklistarskóli í eigu Ragnheiðar
Hall og Erlu Ruthar Harðardóttur.
Ragnheiður stundaði nám við
Söngskólann í Reykjavík og útskrif-
aðist þaðan sem söngkennari árið
1996. Ragnheiður hefur sungið op-
inberlega við ýmis tækifæri. Hún er
meðlimur í Þjóðleikhúskórnum og
hefur tekið þátt í ýmsum uppfærsl-
um. Hún kenndi hjá Söngsmiðjunni
eftir útskrift og gegndi stöðu skóla-
stjóra þar í eitt ár.
Erla Ruth útskrifaðist sem leik-
kona frá The Guildford School of
Acting and Dance árið 1987. Hún
hefur unnið hjá Þjóðleikhúsinu, Leik-
félagi Reykjavíkur og Leikfélagi
Akureyrar ásamt ýmsum frjálsum
leikhópum auk þess sem hún hefur
kennt leiklist. Erla Ruth var meðlim-
ur í „Spaugstofunni" sl. vetur.
Tveir aðrir leiklistarkennarar
kenna við skólann. Ingrid Jónsdótt-
ir og Linda Ásgeirsdóttir.
Linda útskrifaðist frá Leiklistar-
skóla íslands 1998. Hún hefur unnið
með ýmsum leikhópum og leikur
um þessar mundir hjá Þjóðleikhús-
inu. Linda er líkt og Ingrid fastur
En það er mjög erfitt, að vera nýr
í bekknum og það er svo óþægi-
Iegt þegar enginn talar við mann
og það er verið að glápa á mig
bara af því að ég er frá Asíu. Og
það er svo erfitt að geta ekki tal-
að íslensku.
En ég er líka heppin því ég tala
ensku. Ef ég hefði ekki gert það
hefði þetta verið gjörsamlega
vonlaust bæði fyrir kennarana _
mína og alla bekkjarfélagana. Ég
verð að segja að í fyrstu þjáðist
ég. En hlutirnir breytast, mér er
alveg sama þó ég eigi ekki marga
vini í skólanum, og ég þarf ekki
að vera „cool“ bara til að einhver
taki eftir mér.
Og sumir kennarar segja við
mig: Ég veit hvemig þér liður; að
vera ný í bekknum og nýkomin til
landsins. En ég verð að segja að
þið hafið rangt fyrir ykkur. Þið
hafið ekki hugmynd um hvað ég
hef gengið í gegnum þessi síðustu
ár. En allir kennararnir era svo
góðir við okkur og þeir reyna svo
mikið til að okkur líði vel í skól-
anum.
En hér er líka bara allt svo
öðruvísi, stundum eru nemendur
svolítið kærulausir og henda öllu
út um allt og ég kann ekki við
það. Og kennararnir mættu vel
vera í fínum fötum og snyrtilegri
í skólanum, því þeir eru fyrir-
mynd okkar og þá myndu krakk-
amir virða þá meira.
Þegar ég klára grunnskólann
langar mig til að læra meira. Mig
langar til að sýna ykkur öllum,
fjölskyldu minni og löndum mín-
um frá Filippseyjum að ég verði
fyrsta konan frá Filippseyjum
sem Iýkur háskóla á íslandi. Ég
vil sýna þeim, þrátt fyrir allt sem
ég hef gengið í gegnum, að ég
get náð þessu markmiði með
hjálp fjölskyldu minnar og með
hjálp allra kennaranna sem hafa
kennt mér.
Ég þarf að nota tímann vel og
læra eins og öllum er gefið tæki-
færi til hér á fslandi. Eg vil ekki
fara að vinna strax svona ung. Af
hveiju ættu líka krakkar eins og
ég endilega að fara að vinna
strax svona ungir? Sumir bara 16
ára og stundum yngri.
En ég þakka fyrir að fá að læra
meira. Og ég þakka ykkur öllum
fyrir að fá að vera hér.
keppandi í Leikhússporti Iðnós auk
þess sem hún var í þáttunum „Stutt
í spunann". Linda var meðlimur
„Spaugstofunnar“ sl. vetur.
Sönglist býður upp á námskeið
þar sem nemendur læra að syngja í
hljóðnema. Lágmarksaldur er 10
ára. Aldursskipting er þannig: 10-11
ára, 12-13, 14-16, 17-19 og 20 ára
og eldri. Námskeiðið er í 12 vikur, 2
klukkustundii' í senn, ein klst. söng-
ur og klst. leiklist. Hámark 5 í hóp.
Mikil áhersla er lögð á söngtækni og
túlkun. Nemendur geta valið lag/lög
sem þeir óska eftir að syngja og að
sjálfsögðu fá þeir einnig ráðlegging-
ar frá kennuram sínum. Sönglist
hefur upp á mjög fjölbreytt úrval
laga/undirspils að bjóða. Námskeið-
inu lýkur með tónleikum fyrir vini
og vandamenn og hver nemandi fær
svo geisladisk, með sínu eigin
lagi/lögum, til eignar.
Hjá Sönglist er að auki boðið upp
á einkatíma í söng. Keyptir eru 5
tímar í senn og er hver tími 20 mín.
Kennd er söngtækni, túlkun og
framkoma.
Sönglist er til húsa í Borgartúni
22. Kennsla hófst í september og er
innritun í síma 861-6722.
Söng- og
leiklist