Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra hefur áhyggjur af fákeppni í matvöruversluh: Ekki verðbólgudraugur segir Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi hf. Þú ert hann sko víst, ég er að fara í útiiegu og þú ert ekki með eitt einasta tilboð í gangi góði. Hörkuútkoma í Leirvogsá LOKADAGUR var í Leirvogsá í gær og voru menn að veiðum fram á kvöld. I gærmorgun var kominn 461 lax á land, sem er frábær útkoma á tvær stangir á 80 dögum. Líklega er það hæsta meðalveiði á stöng í land- inu á þessari vertíð þó það eigi eftir að koma betur í Ijós. Leirvogsá hefur lengi verið í öðru sæti á eftir Laxá á Ásum, en aflabrestur þar nyrðra í sumar gerir það að verkum að Leir- vogsá á nú möguleika á efsta sætinu. Síðast er fréttist var svipuð tala í Laxá, en veiðidagar eru þar fleiri. Veiði hefur verið mjög góð í Leir- vogsá og að sögn kunnugra allmikill lax í ánni. Mest er um smálax , 3 til 6 punda físka, en þeir stærstu í sumar voru tveir sem voru um 12,5 pund, 6,2 og 6,3 kg. Umskipti hafa orðið í Leirvogsá í sumar. Þróun hefur ver- ið í þessa átt en ekki muna elstu menn eftir því að 105 laxar hafí veiðst á flugu í ánni á einu og sama sumrinu. Stundum hér á árum áður voru flugulaxar innan við tíu á sumri. í veiðibókinni ber mest á Frances, Snældu og ýmsum míkrótúpum. 461 lax veiddist á aðalsvæðinu í Hítará og nokkur hundruð bleikjur að auki. Nokkrir tugir laxa veiddust einnig á svokölluðu Hítará 2. Þetta er með því allra besta sem gerist í Hít- ará og var mál manna að mikill lax hefði verið í ánni er vertíð lauk. Þá veiddust alls 260 laxar í Straum- fjarðará sem er „viðunandi“ að sögn Ástþórs Jóhannssonar, eins leigutaka árinnar. Hann sagðist þó „pínu spældur“, því júlí hefði verið svo líf- legur að ef veiðin hefði haldið þeim dampi hefði hann ekki hikað við að spá 340-350 físka lokatölu. SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI: 553 6011* 553 7100 Norræn ráðstefna um menningarnet Mikilvægt fyrir marga Salvör Gissurardóttir DAGANA 23. til 25. september nk. verður haldin hér á landi norræn ráðstefna um menningarnet. Um er að ræða eins konar mál- þing þar sem 30 manns taka þátt og þar af koma um 20 erlendis frá. Salvör Gissurardóttir er að taka við sem formaður stjórn- ar Menningarnets Islands af Gunnari Harðarsyni. Hún var spurð hvað fjalla ætti um á ráðstefnunni. Þar á að athuga mögu- leika á samstarfi nor- rænna menningarneta, bæði byggðarneta og heildarneta og einnig möguleika á að byggja upp eitt norrænt heildar- menningarnet. Síðan verður líka kynnt það nýjasta sem er að gerast hjá menningar- netum á Norðurlöndum og fjall- að verður um eitt staðbundið menningarnet í Norður-Þýska- landi (byggðamet) til saman- burðar við það sem við þekkjum á Norðurlöndum. Þá verða kynnt nokkur menningarverk- efni sem verið er að vinna að eða eru í undirbúningi, m.a. verður fjallað um list á Netinu og nor- rænt stafrænt vef-gallerí. - Hvenær tók íslenska menn- ingarnetið til starfa? Menningarnet íslands var opnað af menntamálaráðherra Bimi Bjarnasyni í Listasafni Is- lands 14. maí 1998. En áður hafði farið fram undirbúnings- vinna í eitt ár. Forsendan íyrir menningarnetinu er sú stefna í upplýsingatæknimálum sem kemur fram í skýrslunni; I krafti upplýsinga, frá árinu 1996. Þar er lagt til að sett verði upp menningarnet sem hafí það að meginmarkmiði að greiða að- gang almennings og listastofn- ana að menningarefni sem miðl- að er um Vefinn. - Er Menningamet Islands umsvifamikið? Það eru töluvert margir sem skoða netið og nota það helst sem verkfæri til þess að beina sér leið inn á menningarstofnan- ir ýmsar. Ekki síst á þetta við um aðila erlendis sem era að afla upplýsinga um íslenska menn- ingu, þetta era bæði Islendingar og útlendingar sem áhuga hafa á íslenskri menningu. Þess má geta að þessa dagana er verið að setja upp enska útgáfu af Menn- ingarneti Islands, en allar val- myndir á því hafa hingað til ver- ið á íslensku. Þetta er mikilvægt fyrir bæði listamenn og stofnanir á menn- ingarsviði sem þurfa að fínna upplýsingar um íslenska menn- ingu. - Hvaða upplýsingar eru á Menningarneti Islands? Það eru upplýsingar um list- greinar eins og myndlist, bók- menntir, tónlist, leiklist, kvik- myndir, danslist, byggingarlist og ljósmyndun. Og svo era þar upplýsingar um söfn eins og bókasöfn, handrita- og skjala- söfn, minjasöfn og listasöfn. Einnig era á Netinu upplýsingar um menningarviðburði og menn- ingarstofnanir og erlend menn- ingarnet. Loks má nefna að við erum að setja upp síðu um fjöl- miðla og aðra um ýmiskonar styrki til listamanna og til lista- starfsemi. ►Salvör Gissurardóttir fædd- ist 26. febrúar 1954 í Reykja- vík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1974 og viðskiptafræðiprófi frá Háskóla íslands 1981 og meistaraprófi í kennslufræði frá háskólanum í Iowa 1990. Hún hefúr starfað sem fram- haldsskólakennari og náms- stjóri í tölvugreinum í mennta- málaráðuneyti. Undanfarin tíu ár hefur hún verið Iektor í tölvunotkun í námi og kennslu við Kennaraháskóla Islands. Nú starfar Salvör sem sér- fræðingur í málefnum upplýs- ingasamfélagsins hjá forsætis- ráðuneytinu. Hún er í sambúð með Magnúsi Hartmanni Gísla- syni, rafmagnsverkfræðingi hjá RARIK, og eiga þau eina dóttur en aðra dóttur átti Sal- vör fyrir. - Hvernig á fólk að koma upp- lýsingum um starfsemi sína inn á Menningamet Islands? Það á nálgast sérstakt skrán- ingarblað á menningametinu en slóð þess er: www.menning.is. Á þetta skráningarblað á að skrá titil vefsins, vefslóð og stutta lýsinga á því um hvað vefurinn fjallar. -Er mikill ávinningur að ís- lenska menningarnetinu fyrir t.d. listafóik? Það er mikill ávinningur fviir listamenn í upplýsingasamfélagi að hafa vettvang af þessu tagi og koma þar á framfæri kynningu á list sinni bæði hérlendis og er- lendis. Á menningametinu er líka vísun í stóra vefi eins og t.d. yfirlitssíður yfir íslenska tónlist og Upplýsingamiðstöð myndlist- ar, sem og Vefbóka- safnið. Þarna era líka upplýsingar um ýmis bandalög listamanna á íslandi. -Er ráðstefna eins og þessi sem nú stendur fyrir dyrum þýðingarmikil fyrir starf- semi menningarneta? Já, heimurinn er sífellt að verða minni í kjölfar samruna tölvu- og samskiptatækni. Menning er ekki lengur eins háð landfræðilegum mörkum og hún áður var og meira kannski bund- in við hópa sem mynda samfélag á Netinu. Islendingar eru æ meira á faraldsfæti og æ fleiri starfa erlendis um langt skeið - fyrir þetta fólk er íslenska menningarnetið ekki síst mikil- vægt - ekki síður en fyrir út- lendingana sem vilja kynnast ís- lenskri menningu. Ávinningur fyrir lista- menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.