Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 21. SEPTEMBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Kristilegir demókratar halda meirihluta í kosningum í Saxlandi Versta útkoma SPD í kosn- ingum frá stríðslokum Berlín. AFP, AP, Reuters. AP KURT Bicdenkopf, forsætisráðherra Saxlands, fagnar sigri eftir kosningarnar á sunnudag. FLOKKUR þýskra jafnaðarmanna (SPD) beið mikið afhroð í kosning- um í Saxlandi á sunnudag. Hlaut flokkurinn einungis 10,7% atkvæða, sem er versta útkoma er flokkurinn hefur hlotið í kosningum frá stríðslokum. Kristilegir demókratar (CDU) héldu hreinum meirihluta með samtals 56,9% atkvæða, sem er örlítið minna fylgi en CDU fékk í síðustu kosningum árið 1994. Flokkur hins lýðræðislega sósíal- isma (PDS), arftakaflokkur austur- þýska kommúnistaflokksins, jók fylgi sitt um sex prósentustig og varð í öðru sæti með 22,2% at- kvæða. Græningjar, sem eiga aðild að samsteypustjóm Gerhards Schröders kanslara ásamt SPD, hlutu einungis 2,6% atkvæða en flokkur verður að ná 5% fylgi til að ná manni inn. Frjálsir demókratar (FDP) og flokkur hægriöfgamanna urðu sömuleiðis að sætta sig við tæp 3% atkvæða. Forsætisráðherra Saxlands, hinn 69 ára gamli Kurt Biedenkopf, nýt- ur mikill vinsælda og er sigur CDU þakkaður honum að miklu leyti. Biedenkopf, sem á sínum tíma var í hópi þeirra er hvað harðast gagn- rýndu Helmut Kohl innan CDU, er gjarnan kallaður „Kurt konungur" í fréttum þýskra fjölmiðla. Hefur hann haldið völdum í Saxlandi allt frá fyrstu frjálsu kosningunum árið 1991. Biedenkopf, sem er fyrrum hagfræðiprófessor, er þakkað að tekist hefur að blása nýju lífi í efna- hagslíf í Saxlandi. Urslitin eru mikið áfall fyrir Schröder og jafnaðarmannaflokkinn en einungis ellefu mánuðir eru liðn- ir frá því að flokkurinn komst til valda í þingkosningum. A þeim tíma sem síðan er liðinn hefur dregið verulega úr persónulegum vinsæld- um kanslarans, ekki síst vegna inn- anflokksátaka og deilna um niður- skurðaráform ríkisstjómarinnar. Er stefnt að því að skera niður ríkisútgjöld um 30 milljarða marka á næstu fjórum árum. SPD hefur að undanfornu tapað kosningum í Thúringen, Saarlandi, Hesse og Brandenburg og misst meirihluta sinn í Sambandsráðinu, efri deild þingsins. Þá missti flokkurinn veru- legt fylgi í sveitarstjórnakosningum í Nordrhein-Westphalen fyrr í mán- uðinum. Margir hefðbundnir kjósendur SPD eru sagðir hafa setið heima í BRESKA njósnahneykslið vindur enn upp á sig en um helgina var ljóstrað upp um þrjá Breta sem höfðu unnið í þágu austantjaldsríkja á árum kalda stríðsins. Hafa málin vakið mikla athygli allt frá því upp- lýst var um, fyrir rúmri viku síðan, að „ofurnjósnarinn" Melita Norwood hefði um árabil komið mikilvægum upplýsingum um kjarnavopn Breta í hendur Sovétmanna. Síðan þá hafa margir njósnarar bæst í hópinn og talið er að enn fleiri nöfn muni líta dagsins ljós á næstunni. Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, hefur ekki viljað tjá sig um málin og hefur það vakið undrun og reiði stjómar- andstöðunnar sem segir njósnamálin vera farsa er kalla megi „Njósnari á dag“. Um helgina var upplýst að dr. Robin Pearson, kennari við háskól- ann í Hull, hefði veitt leyniþjónustu Austur-Þýskalands, Stasi, upplýsing- ar um árabil, m.a. nöfn á stuðnings- mönnum pólsku andófssamtakanna Samstöðu. Pearson var lokkaður í raðir Stasi er hann dvaldist í náms- leyfi í Leipzig og starfaði íyrir Aust- ur-Þjóðverja í tólf ár. Störf Pearsons fyrir Stasi fólust m.a. í því að njósna um einkalíf kvenna er unnu hjá breska varnarmálaráðuneytinu. Er Pearson hlaut kennarastöðu við há- skólann í Hull liðkaði hann fyrir námsferðum breskra nemenda til Leipzig þar sem útsendarar Stasi sátu fyrir þeim og lokkuðu til sam- starfs. Pearson sagði í samtali við BBC á sunnudag að störf hans fyrir Stasi hefðu í engu haft áhrif á kennsluna í Hull. Einkalíf Pearsons er talið hafa ver- ið mótað mjög af því sem Stasi leyfði eða leyfði ekki og er hermt að Stasi hafí farið þess á leit að hann sliti sam- kosningum upp á síðkastið vegna óánægju með stefnu stjómarinnar, en ekki síst er það niðurskurður á lífeyrisgreiðslum, sem valdið hefur reiði meðal kjósenda. Frjálst fall Mörg dæmi eru um það í þýskri stjómmálasögu að stjómarflokkur missi fylgi í sambandslandakosning- um á milli þingkosninga en að mati vistum við Petru Öhlke, austur-þýska konu, þar eð sambandið hafí stofnað njósnum hans í voða. Fyrrum háskólaprófessor frá Leeds Þá var það upplýst um heigina að Vic Allen, tæplega áttræður fyrrum prófessor við háskólann í Leeds og stjómarmaður í CND, baráttsamtök- um fyrir afvopnun, hefði um árabil verið njósnari fyrir kommúnista. Talið er að Allen, sem kenndi hag- fræði, hafí komið upplýsingum um CND til Stasi og beitt áhrifum sínum innan samtakanna svo þau tækju upp stefnu er væri hallari undir Sovétrík- in. Um tíma þótti jafnvel líklegt að Allen yrði framkvæmdastjóri CND, sem sóttu stuðning sinn til breska Verkamannaflokksins og fjölmargra virtra menntamanna. Var hann einn aðalmanna í armi þeim sem studdi Sovétríkin og vildi að Bretar afvopn- uðust einhliða. Aðrir hópar innan CND lögðu á það áherslu að stórveld- in öll myndu afvopnast. í sjónvarpsþættinum The Spying Game, sem birtast mun á BBC innan skamms, viðurkennir Allen að hafa veitt Austur-Þjóðverjum upplýsingar. „Það var fullkomlega réttmætt að ég gerði þetta þar sem sá armur sem ég tilheyrði var hlynntur Sovétríkjunum. sérfræðinga þykir árangur SPD upp á síðkastið minna fremur á fijálst fall en hefðbundna fylgislægð á milli kosninga. Franz Múntefering, fram- kvæmdastjóri SPD, sagði eftir að úrslitin voru ljós í Saxlandi að þetta væri „bitur ósigur“ en að fyrir- hugaður niðurskurður ríkisútgjalda væri engu að síður óhjákvæmileg- Ég skammast mín ekki. Ég sé ekki eftir neinu. Eina eftirsjáin er fólgin í því að okkur tókst ekki ætlunarverk okkar og við misstum áhrif okkar inn- an CND,“ segir Allen í þættinum. Þá er í þættinum ljóstrað upp um nafn njósnara er gekk undir nafninu „Díana“ og var ráðinn til Stasi fyrir tilstuðlan austur-þýsks ástmanns er hún var við nám í Austur-Þýskalandi á níunda áratugnum. Fiona Houlding, 36 ára gömul, er talin hafa veitt Stasi lítilvægar upplýsingar og hætti störf- um fyrir kommúnista árið 1989. Tækifæri þriðja forsendan Njósnastofnanir í kommúnistaríkj- um litu hýru auga til bresku háskól- anna á tímum kalda stríðsins og segja kunnugir að blanda hugsjóna og gáfna hafi gert það að verkum að nemendur og kennarar voru álitnir heppilegir njósnarar. Þriðja megin- forsendan var síðan sú að næg tæki- færi voru til að afla nýrra liðsmanna. Þar sem æðri menntastofnanir gerð- ust æ fjölþjóðlegri í starfí sínu og tengslum urðu tækifærin fyrir njósn- aveiðara fleiri og bitastæðari. Breskir fjölmiðlar segja að menntamenn séu, eðli málsins sam- kvæmt, mun líklegri til að gagnrýna ríkjandi ástand og að vinstrisinnaðir menntamenn á dögum kalda stríðsins Dregur úr stuðningi við aðskiln- að í Quebec Toronto. Morgunblaðið. STUÐNINGUR við aðskilnað Quebec-fylkis frá Kanada er nú minni meðal íbúa fylkisins, en verið hefur í mörg ár, samkvæmt niður- stöðu nýrrar skoðanakönnunar sem blaðið The Globe and Mail greinir frá. Ennfremur hefur dreg- ið töluvert úr vinsældum fylkis- stjómarinnar. Samkvæmt skoðanakönnuninni hefur stór hluti Quebec-búa breytt afstöðu sinni til aðskilnaðarmáls- ins, og skipar sér nú í flokk með al- ríkissinnum, þ.e. þeim sem eru fylgjandi því að Quebec verði áfram eitt af fylkjunum sem mynda Kanada. Alls sögðu 58,6 af hundraði aðspurðra að þau myndu greiða atkvæði gegn aðskilnaði, ef efnt yrði til atkvæðagreislu nú. 41,4% kváðust myndu segja já. Þegar atkvæðagreiðsla um að- skilnað fór síðast fram í Quebec í október 1995 munaði innan við einu t prósenti að aðskilnaðarsinnar hefðu betur. Meirihluti íbúa í fyik- inu er frönskumælandi og segja að- skilaðarsinnar að menningarlegri sérstöðu Quebec sé of þröngur stakkur skorinn í fylkjasamband- inu. I skoðanakönnuninni kom einnig fram, að stuðningur við fýlkis- stjórn flokks aðskilnaðarsinna, Parti québécois, hefur farið minnk- andi og nú kváðust 54,9% að- j spurðra óánægð eða mjög óánægð l með frammistöðu stjómarinnar. Einungis 42,8% voru ánægð með stjómina. Þá kom einnig fram, að aðeins rúmlega átta prósent aðspurðra vildu að efnt yrði til atkvæða- greiðslu um aðskilnað innan árs, en yfir fimmtíu prósent vildu að slík atkvæðagreiðsla yrði aldrei haldin aftur. hafi verið heillaðir af kenningum um heimskommúnismann en blindir á villur hans. Þeir menntamenn sem ferðuðust til ríkjanna austan jám- tjalds sáu oftar en ekki eingöngu glansmyndina. Hins vegar áttu menntamenn ekki greiðan aðgang að ríkisleyndarmál- um þannig að meginhlutverk þeirra var að koma nöfhum frambærilegra nemenda í hendur yfírboðara sinna, sérstaklega þeirra nemenda er líkur voru á að næðu langt innan hersins eða stjómkerfisins. Háskólinn í Leipzig í Austur- Þýskalandi var talinn vera, ásamt Humboldt-háskóla í Austur-Berlín, uppeldisstöð upprennandi njósnara á sínum tíma og kennarar við skólana litu á breska nemendur er þangað t komu sem tilvalið viðfangsefni. f „Breskir nemendur höfðu, hvað skal segja, visst orðspor,“ sagði fyrrum háskólakennari við Leipzigskólann í viðtali við Lundúnablaðið Times. „Þeir urðu ástfangnir afar fljótt og þeir voru blankir." Straw harðlega gagnrýndur Ann Widdecombe, sem fer með innanríkismál í skuggaráðuneyti íhaldsmanna, sagði í gær að hún krefðist þess að Jaek Straw innanrík- j isráðherra kæmi fram með yfirlýs- ingu varðandi njósnahneykslin og sagði að ef ekkert kæmi frá honum myndi hún láta kalla til þingfundar vegna málsins. Innanríkisráðuneytið gaf frá sér skriflega yfirlýsingu um helgina þar sem störf leyniþjónustunnar voru varin. Widdecombe lét í Ijós óánægju sína með yfirlýsinguna og sagði að Straw virtist vera þeirrar skoðunar að almenningur ætti að fá upplýsing- ar um málin frá fjölmiðlum en ekki stjómvöldum. Kommúnistaríkin beindu spjótum sínum að breskum menntastofnunum Lundúnum. The Daily Telegraph. „Njósnari á dag“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.